Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.02.2023, Blaðsíða 16
Ný dansnámskeiðahrina hefst í Kramhúsinu í næstu viku. Athygli vekur að nokkuð hefðbundinn dans virðist vera að slá í gegn þar sem aginn virðist vera það sem heillar. Dæmi um þetta eru hefð- bundir balletttímar þar sem upp- hitun við stöng og pas de pourée er núvitundin sem fólk sækir í. Einnig eru hefðbundir jazzballetttímar þar sem jazzballettnemendur fortíðarinnar mæta gjarnan með legghlífar, í bland við fólk sem langaði alltaf í svona tíma á yngri árum en hafði ekki tök á því. „Margir af þeim nemendum sem koma er fólk sem á ein- hverjum tímapunkti þurfti að setja dansinn til hliðar, því kannski fór það í krefjandi nám, eða félags- líf unglingsáranna tók yfir,“ segir Jeffre Scott, sem kennir ballett fyrir byrjendur og jazzballett. „En svo er gjarnan málið að þau sem fíla dans eiga erfitt með að finna sig í annarri líkamsrækt, þrá spora- þræði og samsetningar og þetta vald yfir líkamanum sem dansinn gefur.“ Æfingar við ballettstöng eru einnig sjóðheitar í hreyfiheim- inum, í barre-tímum, þar sem æfingar við stöng blandast við teygjur, styrktaræfingar og pilates. „Já, þetta er búið að vera málið í Hollywood um nokkurt skeið. Sprakk algjörlega út í Covid þar sem stjörnurnar voru að setja upp ballettstangir heima hjá sér,“ segir Margrét Weisshappel, sem kennir LA Barre. Hún segir að stöngin sé skemmtilegur líkamsræktarfélagi. „Um leið og við erum komin við stöngina hellist yfir man einhver agi, og ósjálfrátt verður fólk tein- réttara.“ n Skráning og nánari upplýsingar eru á www.kramhusid.is Stöngin inn n Hreyfing Dýrðlegt bláskelspasta að hætti Kaju n Uppskriftin 17. feb. 18. feb. 19. feb. Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Hvað er að gerast um helgina? n Syngjandi í rigningunni, söng- leikur 10. bekkjar Víðistaða- skóla kl. 20 Íþróttahús Víðistaðaskóla 10. bekkur Víðistaðaskóla hefur sett upp söngleiki frá stofnun skólans. Með hverju árinu hafa söngleikirnir orðið veglegri og metnaðarfyllri og í ár setja nem- endur upp söngleikinn Syngj- andi í rigningunni í íslenskri þýðingu eftir Karl Ágúst Úlfsson. n Einhleyprakvöld Smitten & FM957 kl. 21.00 Hax Á singles night munum við hjálpa þér að brjóta ísinn með Match with me-leikjum sem kemur fólki saman á auðveldan og skemmtilegan hátt. Veglegir vinningar frá Blush eru í boði fyrir þá sem mæta og taka þátt! Að sjálfsögðu verður DJ á staðnum sem mun halda stuðinu gangandi fram eftir kvöldi. n Drýslar & dísir kl. 22.00 Þjóðleikhúskjallarinn Drýslar og dísir stilla saman (g) strengi sína á einstöku kvöldi þar sem löðrandi fönk leiðir lostafullan dans, sirkus og drag. Bommsadeisí og búkaskak! Fram koma: Gógó Starr, Tom- tastic, Margrét Maack, Jel- lyboy, Júllala, Bobbie Michelle, Jójójóakim og C/Glitter Boys. Sýningin hentar ekki þeim sem óttast undur mannslíkamans eða fönktónlist og er ekki við hæfi barna. n Skiptimarkaður með grímu- búninga kl. 11-14 Safnahús Borgarfjarðar Hægt er koma með búninga sem þurfa nýja eigendur og finna búninga og furðuföt fyrir öskudaginn. Tökum þátt í hring- rásarhagkerfinu og spörum, bæði fyrir umhverfið og okkur. Ath. Mikilvægt er að búning- arnir séu í þokkalegu standi og hreinir. n Manndýr kl. 14.00 Tjarnarbíó Manndýr er þátttökusýning um hlutverk mannsins út frá sjónarhorni barna. Manndýr er fyrir börn frá 4 ára aldri og upp úr. n Kynslóðir uppistand kl. 20.30 Tjarnarbíó Uppistandið Kynslóðir með Bergi Ebba heldur áfram í Tjarnarbíó í vetur, eftir hátt í þrjátíu uppseldar sýningar og um fimm þúsund selda miða. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða enda takmark- aður sýningafjöldi í boði. n Valdimar kl. 21.00 Sviðið, Selfossi Hinn ástsæli Valdimar ásamt hljómsveit. 18 ára aldurstak- mark. n Iron Maiden heiðurstónleikar kl. 22.00 Gaukurinn Heiðurshljómsveitin Ma- idenIced flytur helstu smellina. Miðasala verður við innganginn. n Ramenmeistari Reykjavíkur Ramen Momo Keppnin fer fram allan daginn. Þú pantar þér risa-ramen-rétt og tímataka hefst þegar gestur byrjar að borða. Um kvöldið kemur í ljós hver stóð sig best yfir daginn! Verð: 3.900 kr. Í verðlaun er árskort fyrir ótakmörkuðu ramen í heilt ár. Sá sem tapar fær tvö kíló af ferskum ramen-núðlum. n Þunnudagsskákmót kl. 13.00 Snooker & Pool Menningarfélagið Miðbæjar- skák, heldur skákmót. Tefldar verða níu umferðir með tímamörkunum 3+2. Mótið er reiknað til hraðskákstiga. friminutur@frettabladid.is n K!nky Coney Iceland kl. 21.00 Gaukurinn Fullorðinssirkus og óhugguleik- ar á kinky konudegi. Fram koma Perró, Lady Babalon, Jellyboy, Sindri Sparkle og hvolpurinn Aspen. n Svartir sunnudagar - Serial mom kl. 21.00 Bíó Paradís Hún er hin fullkomna húsmóðir, frábær kokkur sem flokkar rusl og mun gera hvað sem er fyrir börnin sín – bókstaflega allt! Það má með sanni segja að matur sé manns gaman og ekkert er skemmtilegra en að prófa nýja rétti sem innihalda ferskmeti og ljúf- fengt bragð. Við mælum með þessu dýrðlega bláskelspasta að hætti Karenar Jónsdóttur, sem ávallt er kölluð Kaja, og á og rekur Matarbúr Kaju og Kaja Organic á Akranesi. Þetta er einn af hennar uppáhalds- réttum sem er ótrúlega létt að mat- reiða og framreiða með glæsibrag. Bláskelspasta að hætti Kaju 500 g ferskt pasta 250 g bláskel forsoðin 30 g íslenskir lerkisveppir ½ box kirsuberjatómatar 2-3 stk. hvítlauksrif pressuð 1-2 stk. sítrónubátar fer eftir stærð ½ tsk. chili, má vera minna (má líka setja 1 stk. ferskt rautt chili fínsaxað út í) Byrjið á því að hella rjóma á pönnu ásamt pressuðum hvít- lauk og lerkisvepp- um, best er að mylja lerkisveppina ofan í rjómann. Látið suðuna koma upp, lækkið undir og látið malla í um það bil 10 mínútur. Kreistið einn sítrónubát út í og bætið við chili. Setjið vatn yfir fyrir pastað og bíðið eftir að suða komi upp. Bætið bláskelinni út í rjómasósuna og látið malla í um það bil 5 mínútur. Smakkið til og athugið hvort meiri sítrónu þurfi eða hvítlauk. Setjið pastað út í vatnið og sjóðið í rétt rúma mínútu. Hellið vatninu af og setjið pastað síðan út í rjóma- sósuna. Hrærið saman og bætið tómötum út í. Borið fram með par- mesan osti og myljið hvítan pipar yfir ásamt ferskri steinselju. n Rómó í Þjómó Helga Vollertsen, sérfræðingur í þjóðháttum, leiðir gesti í allan sannleika um ástir og leyndar- mál kynslóðanna í rómantískri leiðsögn um Íslandssöguna á Þjóðminjasafninu nú á sunnu- dag. „Það rómantískasta finnst mér vera lepparnir, sem konur prjónuðu og gáfu mönnum sem þeim leist best á, svo þeim yrði ekki kalt á tánum,“ segir Helga. „Þær gáfu þeim sem sagt eitthvað undir fótinn, og þaðan kemur orðasambandið að gefa einhverjum undir fótinn.“ Leiðsögnin verður helguð ástum og rómantík. Stiklað verður á stóru um tilhugalíf og hjúskap Íslendinga fyrr á öldum til dagsins í dag, en einnig fjallað um þrár og vænt- ingar til hjúskapar og ástar. Kaffihúsið verður að sjálf- sögðu opið og í Safnbúð Þjóðminjasafnsins er hægt að kaupa fallegar konudagsgjafir. Aðgöngumiði í Þjóðminja- safnið kostar 2.500 kr. fyrir fullorðna og gildir í eitt ár en frítt er fyrir börn yngri en 18 ára. Það er því nægur tími fyrir alla til að njóta þess sem safnið hefur upp á að bjóða. Aðgöngumiðinn gildir að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins. n Heill sé þér, Hattur Græni hatturinn er tuttugu ára um þessar mundir Er ekki Haukur Tryggvason, vert á Græna hattinum, örugg- lega búinn að fá fálkaorðuna fyrir framlag sitt til tónlistar og tjútts? Græni hatturinn hefur haldið fjölbreytta viðburði og verið flaggskip samkvæmislífs- ins á Akureyri í tuttugu ár. Sér- staka athygli vekur fjölbreytni í tónleikum og einstök stemning. Næstu viðburðir á Græna hatt- inum eru: n 17. feb.: Helgi og Hljóðfæra- leikararnir n 23. og 24. feb.: Friðrik Dór og Jón Jónsson n 25. feb.: Radiohead rokk- messa n 3. mars: Einar, Magni og Gunni Óla flytja aldamóta- hittara Einars Bárðar n 4. mars: Bryndís Ásmunds syngur Janis Joplin, Amy Winehouse og Tinu Turner n 10. og 11. mars: Hollenska progsveitin Focus n 4 kynningarblað A L LT 17. febrúar 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.