Fréttablaðið - 22.02.2023, Side 4
Við erum að taka
saman samskiptin út af
þessu húsi.
Stefán Þór Eysteinsson, formaður
bæjarráðs Fjarðabyggðar
Við förum ekki í gulu
vestin milli fyrirtækja
til að skoða hvernig
starfseminni er háttað.
Ragnar Árnason,
forstöðumaður
vinnumarkaðs-
sviðs SA
kristinnhaukur@frettabladid.is
AUSTURLAND Samkvæmt Stefáni
Þór Eysteinssyni, formanni bæjar-
ráðs Fjarðabyggðar, er meirihluta-
samstarf Fjarðarlistans, sem hann
fer fyrir, og Framsóknarf lokksins
ekki í hættu. Þegar sé nýr bæjar-
stjóri kominn í sigtið.
„Þegar Jón Björn tilkynnti okkur
að hann myndi hætta ræddum við
um að meirihlutasamstarfið myndi
halda áfram sterkt. Á því verður
engin breyting,“ segir Stefán Þór.
Eins og Fréttablaðið greindi
frá í gær á Jón Björn Hákonarson,
bæjarstjóri og oddviti Framsóknar-
f lokksins, sumarhús í Norðfirði
sem ekki er á skrá heldur aðeins
lóðin. Þar af leiðandi hafa ekki
verið greidd fasteignagjöld af hús-
inu.
Að ósk minnihluta Sjálfstæðis-
manna verður málið tekið fyrir
á fundi bæjarráðs næstkomandi
mánudag.
„Þetta mál er í eðlilegum farvegi
hjá okkur. Við erum að taka saman
samskiptin út af þessu húsi,“ segir
Stefán Þór, aðspurður hvort Jóni
Birni sé stætt á því að sitja áfram
fram í mars, en þá hyggst hann
hætta sem bæjarstjóri og bæjar-
fulltrúi. Jón Björn segir sjálfur
að uppsögn sín tengist ekki máli
bústaðar ins.
Stefán Þór segir að ekkert meira
verði gert í augnablikinu, það er
fyrr en bæjarráð fjalli um málið.
Jóna Árný Þórðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Austurbrúar, verður
næsti bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Frá þessu var gengið í gær og greint
frá á vef Austurfréttar. n
Meirihlutasamstarfið ekki í hættu vegna bústaðamálsins
Yfirvofandi verkbann SA á
Eflingarfólk mun skilja fólk
eftir án framfærslu. Skylda
liggur þó á hinu opinbera og
jafnvel fjölskyldum sé fólk
komið á vonarvöl.
kristinnhaukur@frettabladid.is
KJARAMÁL Lagalega ber engum
skylda til að grípa félagsfólk Ef l-
ingar sem verður fyrir mögulegu
verkbanni Samtaka atvinnulífsins.
Almenn framfærsluskylda gildir
þó enn í landinu, á hinu opinbera
og fjölskyldum.
„Ef fólk er á vonarvöl getur það
átt rétt á styrk til framfærslu,“ segir
Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttar-
lögmaður og sérfræðingur í vinnu-
rétti. „Það er framfærsluskylda hjá
sveitarfélögum og meira að segja
innan fjölskyldna. En það er mjög
langur ferill frá því að fólk verður
tekjulaust og að því að það eigi rétt á
framfærslu hins opinbera. Það getur
tekið mánuði eða ár.“
Taki verkbann gildi þann 2. mars
næstkomandi á það við um 20.600
starfsmenn Ef lingar sem starfa
undir almennum samningi SA og
Eflingar eða veitinga- og gistisamn-
ingnum. Á bilinu 3 til 4 þúsund eru
þegar í verkfalli og verkbann á ekki
við um hópa sem starfa undir sér-
kjarasamningum, svo sem starfs-
menn einstakra sjálfstæðra grunn-
og leikskóla eða einstakra annarra
fyrirtækja, svo sem hjá Orkuveitu
Reykjavíkur.
Sólveig Anna Jónsdóttir, for-
maður Eflingar, hefur lýst því yfir
að ekki verði greitt úr vinnudeilu-
sjóði vegna verkbanns. Í lögum Efl-
ingar, sem birt eru á netinu, er ekki
að finna reglur um vinnudeilusjóð
en Lára segir að slíkar reglur eigi
lögum samkvæmt að vera til. Fólk
hafi greitt til stéttarfélags í trausti
þess að geta gengið að fé þegar á
þurfi að halda.
Vinnumálastofnun mun ekki
greiða bætur vegna verkbanns.
Sver r ir B. Ber ndsen, y f irlög-
fræðingur hjá stofnuninni, segir
atvinnuleysisbætur hvorki greiddar
í verkföllum né verkbanni. „Lög um
atvinnuleysistryggingar gilda þegar
einstaklingar verða atvinnulausir
eftir að hafa misst starf sitt,“ segir
Sverrir. Sérstaklega sé tekið fram í
lögum um atvinnuleysistryggingar
að verkföll eða verkbann takmarki
rétt til atvinnuleysistrygginga.
Heiða Björg Hilmisdóttir, for-
maður Sambands íslenskra sveitar-
félaga, segir mjög ólíklegt að það
komi til kasta sveitarfélaga að veita
fjárhagsaðstoð til fólks í kjara-
baráttu, hvort sem um sé að ræða
verkföll eða verkbönn. „Það væri
þá ekki nema í kjölfar hamfara á
vinnumarkaði þar sem fólk væri án
framfærslu í lengri tíma,“ segir hún.
Fréttablaðið sendi fyrirspurn
á Guðmund Inga Guðbrandsson,
félags-og vinnumarkaðsráðherra,
um hvort ríkið myndi grípa fólk í
fyrirsjáanlegu neyðarástandi, líkt
og gert var fyrir fyrirtæki landsins í
faraldrinum, en ekki hafa enn borist
svör.
Fyrir utan hina óljósu framfærslu
tug þúsunda manns þá mun mörg
önnur starfsemi raskast komi til
verkbanns. Jóhannes Rúnarsson,
framkvæmdastjóri Strætó, segir bíl-
stjóra hjá einum af þremur rekstr-
araðilum hjá Eflingu. Þetta er um
þriðjungur af leiðunum. Auk þess
sé ræstingafólk hjá fyrirtækinu í Efl-
ingu. „Ef við fáum ekki undanþágu
mun þetta hafa áhrif á leiðakerfið,“
segir Jóhannes en er þó bjartsýnn á
að fá hana. Þegar hafi Strætó fengið
undanþágu vegna olíudreifingar í
verkfalli Eflingar.
„Samtök atvinnulífsins sjá engan
ávinning í að lama almenningssam-
göngur,“ segir Ragnar Árnason, for-
stöðumaður vinnumarkaðssviðs
SA. Reiknar hann með því að sótt
verði um undanþágur, bæði hjá
Strætó og annarri grunnþjónustu,
svo sem skólum.
Aðspurður um áhrif á fyrirtæki
segist Ragnar gera ráð fyrir að starf-
semi verði þegar víða löskuð vegna
verkfalla. Til dæmis hjá matvæla-
fyrirtækjum sem krefjast daglegrar
ræstingar.
SA muni hins vegar ekki sinna
verkbannsvörslu. „Við stöndum
ekki í slíku. Við förum ekki í gulu
vestin milli fyrirtækja til að skoða
hvernig starfseminni er háttað.
Enda vitum við ekki í hvaða stéttar-
félögum starfsfólk er og höfum ekki
heimildir til að spyrja fólk út í það,“
segir Ragnar. n
Fái aðeins framfærslustyrk á vonarvöl
SA hefur boðað
verkbann á
stærstan hluta
Eflingarfólks.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
olafur@frettabladid.is
STJÓRNSÝSLA Eins og fram kom í
Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag
eignaðist framkvæmdastjóri fjár-
málastöðugleika hjá Seðlabanka
Íslands, einkahlutafélag sem áður
var í eigu Steinars Þórs Guðgeirs-
sonar lögmanns í nóvember 2019.
Haukur Camillus Benediktsson,
framkvæmdastjóri í Seðlabank-
anum og Steinar Þór hafa unnið
náið saman frá árinu 2013. Haukur
var framkvæmdastjóri Eignasafns
Seðlabanka Íslands og Steinar Þór
vann umfangsmikil ráðgjafarverk-
efni fyrir það.
Haukur var í stjórn Lindarhvols
ehf. sem annaðist sölu á stöðugleika-
eignum sem ríkið fékk frá slitabúum.
Rekstur Lindarhvols var í höndum
Steinars Þórs sem hefur fengið
hundruð milljóna fyrir þessi störf.
Einkahlutafélagið Grjótatún ehf.
var í eigu Steinars Þórs fram í nóvem-
ber 2019. Skráður tilgangur félagsins
var lögfræðiþjónusta.
29. nóvember 2019 voru tilkynnt
eigendaskipti á Grjótatúni og nafni
þess var breytt í Hraunból ehf. Nýr
eigandi var Haukur Camillus Bene-
diktsson, sem um svipað leyti var
ráðinn til Seðlabankans.
Í ársreikningi Hraunbóls 2019
kemur fram að félagið hagnaðist um
20 milljónir eftir skatta og eigið fé
þess í árslok 2019 var 21,5 milljón.
Þrátt fyrir eigendaskiptin er
Steinar Þór Guðgeirsson enn skráður
eini stjórnarmaður þess. Lögfræði-
þjónusta var áfram tilgangur félags-
ins í tæpt eitt og hálft ár, fram í apríl
2021, en Haukur er ólöglærður.
Hvorki Haukur né Steinar Þór hafa
svarað spurningum Fréttablaðsins
um viðskiptin. Fréttablaðið hefur
sent Ásgeiri Jónssyni spurningar,
meðal annars um það hvenær Seðla-
bankanum varð kunnugt um þessi
viðskipti Hauks og Steinars Þórs og
hvort Seðlabankinn hafi óskað skýr-
inga á þessum viðskiptum.
Þá var spurt um kaupverðið og
hve mikið eigið fé var í félaginu
þegar Haukur eignaðist það. Hvernig
tekjur urðu til hafi þær orðið til eftir
að Haukur eignaðist það.
Einnig var spurt hvort Seðla-
bankinn telji eðlilegt að maður í
framkvæmdastjórn bankans eigi
viðskipti af þessu tagi við einstakling
sem er í umsvifamiklu viðskipta-
sambandi við bankann. n
Spurður um viðskipti starfsmanns
Ásgeir Jónsson,
seðlabanka-
stjóri
kristinnpall@frettabladid.is
SKAGAFJÖRÐUR Á fundi byggðar-
ráðs Skagafjarðar í gær var því vísað
til sveitastjórnar að fækka kjör-
deildum úr átta niður í þrjár. Fram-
vegis verði kjördeildirnar á Sauðár-
króki, Hofsósi og í Varmahlíð.
Í bókuninni kemur fram að þró-
unin á landsvísu sé á þann máta að
verið sé að fækka kjördeildum víðs
vegar og litið til þess að búið er að
bæta samgöngur.
Í síðustu alþingiskosningum voru
kjördeildir meðal annars í Skagaseli,
grunnskólanum að Hólum, Höfða-
borg Hofsósi og í Varmahlíð. n
Leggja til að fækka
kjördeildunum
kristinnpall@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR Handbolt asamband
Íslands, HSÍ og Guðmundur Þ. Guð-
mundsson komust í gær að sam-
komulagi um starfslok Guðmundar
sem þjálfari karlalandsliðsins. Með
því lýkur þriðju törn Guðmundar
sem þjálfari liðsins sem spannar 22
ár og 16 stórmót.
Guðmundur átti rúmt ár eftir af
samningi sínum en í tilkynningu
HSÍ segir að samkomulagið sé í sátt
beggja aðila. Undir stjórn hans lenti
liðið í 6. sæti á EM í fyrra en olli von-
brigðum á HM á dögunum þar sem
það endaði í 12. sæti. n
Leiðir skilja hjá
Guðmundi og HSÍ
Guðmundur Þ.
Guðmundsson
4 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 22. FEBRÚAR 2023
MIÐVIKUDAGUR