Fréttablaðið - 22.02.2023, Side 12

Fréttablaðið - 22.02.2023, Side 12
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS Tal um orðræðu er í raun gas- lýsing enda fáheyrt að þar sé vísað til samtals, samræðu eða skoð- anaskipta. Ólafur Stephensen framkvæmda- stjóri Félags at- vinnurekenda „Það er mín skoðun að við séum komin algjörlega út í ystu mörk á skattlagningu [áfengis]. Þá er ég einfaldlega að vísa til þess að við erum líklega með eina dýrustu bjórkrús í Evrópu,“ sagði Bjarni Bene- diktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, á netfundi með flokksmönnum sínum í júní 2021. Rétt hjá honum. Áfengisskattar á Íslandi eru þeir langhæstu í Evrópu og áfengisverðið eftir því. Þetta er sami Bjarni og lagði til sem fjármálaráð- herra í síðasta fjárlagafrumvarpi að hækka almenna áfengisskatta um 7,7% – og í fríhafnarverzlunum voru þeir hækkaðir um 169%. Þetta var réttlætt í greinargerð fjárlagafrumvarpsins með því að það væri aðeins verið að láta krónutöluskatta fylgja verðbólgunni – og svo fylgdi kolröng staðhæfing um að þessi gjöld hefðu verið „óbreytt frá árinu 2019“. Áfengisgjald hefur verið hækkað árlega og nemur uppsöfnuð hækkun þess 16% frá 2019 til 2023. Félag atvinnurekenda tók sér fyrir hendur, í sam- starfi við Spirits Europe, Evrópusamtök áfengis- framleiðenda, að skoða hvernig áfengisskattar hefðu breytzt í Evrópuríkjum um áramótin. Rétt eins og á Íslandi var metverðbólga í f lestum ríkjum álfunnar á síðasta ári og erfitt ástand í ríkisfjármálum. Engu að síður breyttu 26 ríki af 36 áfengissköttum ekki neitt. Af þeim tíu Evrópuríkjum sem breyttu sköttum lækkaði eitt áfengisskattinn, það var Króatía. Af hinum níu var Ísland það eina sem hækkaði áfengisskatta umfram verðbólguna, eins og hún er mæld með samræmdri vísitölu neyzluverðs (sem er notuð til að bera saman verð milli Evrópuríkja). Hér á landi hækkaði skatturinn um 7,7% í 7,2% verðbólgu. Það Evrópuríki sem hækkaði næst mest miðað við verðbólgu, Rúmenía, hækkaði um 43% af verðbólgunni á sama tíma og Ísland hækkaði um 107%. Stjórnvöld í öðrum ríkjum reyndu með öðrum orðum að halda aftur af hækkunum, í þágu neyt- enda. Með þessu áframhaldi getur fjármálaráðherrann okkar hins vegar farið að tileinka sér einkunnarorð Bósa ljósárs þegar kemur að áfengissköttum: Út fyrir endimörk alheimsins! n Endimörk alheimsins Rúmenía hækkaði um 43% af verð- bólgunni á sama tíma og Ísland hækkaði um 107%. VEIÐIN HEFST 3. MARS Veiðimaðurinn Gunnar Bender býður landsmönnum í veiðiferð á Hringbraut.  benediktboas@frettabladid.is Popp eða korn Gísli Snær Erlingsson var ráðinn sem forstöðumaður Kvikmynda- miðstöðvar Íslands. Hann birtist landsmönnum fyrst í þáttunum Poppkorn sem RÚV framleiddi árið 1986. Þar fór hann ham- förum við kynningu á tónlistar- myndböndum og fór inn á milli með nýstárleg gamanmál milli laga ásamt Ævari Erni Jóseps- syni. Annar sem var orðaður við stöðuna, Pálmi Guðmunds- son sem stýrði Símanum upp í hæstu hæðir, spratt einnig upp úr svipuðum jarðvegi og birtist landslýð fyrst í þáttunum Popp og Kók þar sem hann fór ham- förum í að kynna lög og vinsæla tónlistarmenn. Þannig að ráð- herra hefur mögulega velt fyrir sér hvor þeirra kæmi með betra salt á íslenska bíópoppið. Vinamenning Vinamenning Kvikmyndamið- stöðvar Íslands er orðin lands- þekkt eftir að Benedikt Erlings- son hlóð í pistill á Facebook um að forveri Gísla hafi verið ansi hliðholl vinum sínum. Taldi Benedikt til nýliða og skreytti sig svo með stolnum fjöðrum hinnar frábæru Hross í oss í kveðjuviðtali sínu. Þá fékk Bene- dikt einfaldlega nóg og einhverj- ir vona að Gísli sé ekki alveg jafn hlutdrægur í styrkveitingum og glöggt sé gests auga eftir lang- dvöl erlendis. Friðrik Þór mun þó alltaf eiga sinn styrk vísan. Hann nefnilega framleiddi Poppkorn forðum daga. n Samkvæmt orðabókarskilgreiningunni merkir orðræða tal, samræðu og jafn- vel umræðu. Verst þegar merking orða og hugtaka leystist upp í valkvæða merkingarleysu þar sem skoðun er orðin staðreynd. Og öfugt er öll orðræða einskis verð. Orðið orðræða er í raun gaslýsing enda fáheyrt að vísað sé til samtals, samræðu eða skoðana- skipta. Orðræðan heyrir sögunni til. Rétt eins og skoðanaskipti eftir að þau urðu staðreynda- skipti en slík „orðræða“ verður ekki einu sinni svo mikið sem vísir að vitrænni niðurstöðu. Sama hvað tautar, raular, öskrar og gargar. Áður en orðræða komst í tísku og var helst notuð í akademíunni sá Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur orðræðu fyrir sér sem „hóp af orðum sitja í hring og ræða saman af kappi yfir flösku af rauðvíni,“ eins og hún orðaði það í skemmtilegri orðræðugreiningu í kjallara- grein í DV 1997. Þarna hlýtur orðræðan að hafa verið býsna áhugaverð. Skemmtileg jafnvel. „Þessi hugsýn er ekki svo fjarstæð,“ hélt hún áfram. „Því að í hug- takinu orðræða felst einmitt ákveðið sjálfstæði tungumálsins. Orðræða er orð yfir eins konar sérfræðingamál, en núna eru það ekki bara sér- fræðingarnir sem tala málið heldur talar málið sérfræðingana.“ Úlfhildur tengdi þessa pælingu við gagnrýni sem hluta „af ákveðnu ferli – eða ákveðinni orð- ræðu – þar sem gagnrýnöndin ræðir viðfangs- efnið útfrá fleiri en einu sjónarhorni og ,gagn- rýnin‘ eða álitsdómurinn sem felldur er felst ekki síður í orðum og orðalagi en yfirlýsingum og staðhæfingum.“ Skemmtileg orðræða sem á sér varla hlið- stæðu í umræðunni nú þar sem öll eru orðin sérfræðingar í öllu á eigin forsendum og skiln- ingi og geta þannig ekki talað málið frekar en málið getur talað sérfræðingana þar sem hvorki mælandinn né orðin vita fyrir hvað þau standa. Orðöskur er hugtak sem nær betur yfir meinta orðræðuna, sturlaðan og stjórnlausan heimsku- og illgirnivaðalinn sem hefur fundið sér víðan farveg um skólplagnir athugasemdakerfanna og engu skilar nema meiri skít og áleitnum spurningum um hversu mikið sé að og yfirleitt að gerjast í höfðinu á fólki, svo dæmi sé tekið, sem bara verður að „skoða“ Semu Erlu Serdar, eðli hennar og hvaðan hún kemur. „Og hvað þú ert að gera á Íslandi.“ Sema Erla fæddist á Akureyri og var skírð og fermd í Bústaðakirkju. Hvað er við það að athuga? Er ekki ráð að reyna að leiða orðin saman í huggulegt rauðvínsspjall og lyfta um leið sjálfum sér, umræðunni og meintri orðræðu á aðeins hærra plan*? * svið; stig; flötur, grunnur; torg. n Orðöskur Þórarinn Þórarinsson thorarinn @frettabladid.is 12 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 22. FEBRÚAR 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.