Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Síða 16

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Síða 16
því er virðist. Seigur er Jón! Hann kall- ár til mín spaugsyrði og hlær. Hann er heill á húfi. Guði sé lof! Við virðum fyrir okkur konung fisk- anna og ákveðum að urða liann í bili, vegna minksins, en taka hann síðar á heimleið. Að því búnu höldum við aft- ur til hestanna við Landaklöppina. ★ Sogið er öðruvísi en flestar aðrar ár, sem ég þekki, að því leyti, að í því er flóð og fjara. Um kl. 11 f. h. þegar húsmæð- urnar á Suðurlandi fara að kynda undir matarpottunum, tekur vatnsborð Sogsins að hækka. Á skammri stund getur það hækkað um 60—80 cm. Mér hefur oft reynzt laxinn viljugastur að taka á með- an áin er að vaxa, en tregastur þegar aftur tekur að lækka í, eftir hádegið. Sagan endurtekur sig svo auðvitað um kvöldverðinn, kl. 18—20, þegar hleypt er á aftur. Á leiðinni upp á „Kliipp" tökum við eftir því, að vatnið í ánni fer ört vax- andi, og þegar upp eftir kernur, sjáum við að bakkinn er allur í kafi, þar sem við stóðum áður við veiðar. Laxarnir mínir allir þrír, ásamt pokanum, eru horfnir — horfnir fyrir fullt og allt, farn- ir áleiðis út í Atlantshafið. Við settumst niður og ræddum um hverfleika lífsins. „Áðan átti ég þrjá, en þú engan,“ sagði ég við Jón, „en nú átl þú stórlax, en ég engan.“ Svona er lífið. — Við stóðum upp og beittum. Landaklöppin var góður veiðistaður í þá daga. Eftir nokkra stund fékk ég mjög sæmilegan lax, og síðdegis fengum við svo sinn livor, báða væna, á spón, að mig minnir. Það voru ánægðir veiðimenn, sem riðu heim um kvöldið, með lax bæði í bak og fyrir. Á heimleið dvöldum við lítið eitt við Sakkarhólmann, að vanda. Hvort við urð- um varir þar, eða fengum eitthvað, man ég nú ekki lengur. Það hefur þá tæplega verið stórlax! Aðalfundur L.Í.S. SUNNUDAGINN 23. okt. hélt Lands- samband ísl. stangveiðimanna aðalfund sinn — að þessu sinni á Akranesi. Mættir voru 32 fulltrúar. Fundarstjóri var kosinn Haukur Snorrason, ritstjóri og ritarar þeir Björn G. Björnsson og Bragi Kristjánsson. Eftir því sem fram kom í skýrslu for- manns, var aðalstarf stjórnar sambands- ins á liðnu starfsári, að koma í búning ýmsum breytingartillögum við frumvarp milliþinganefndarinnar um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði og síðan að koma þeim á framfæri til þingnefnd- ar og þingmanna. Á aðalfundi fyrra árs var kosin sér- stök nefnd til aðstoðar stjórninni í þessu frumvarpsmáli. Formaður þakkaði nefnd- inni vel unnið starf, en þó sérstaklega Gunnlaugi Péturssyni fyrir mjög mikið starf í þessu máli. Ennfremur var rætt um klakmálið, villiminkinn og gæzlu veiðivatna af hendi þess opinbera o. fl. Stjórnin var endurkjörin, en hana skipa: Þorgils Ingvarss., Rvík, form. Með- stjórnendur: Sæmundur Stefánsson, Guð- mundur J. Kristjánsson, báðir úr Rvík, og Friðrik Þórðarson, Borgarn. og Berg- ur Arinbjarnarson, Akranesi. 14 Vl HHM AÐI RIN \
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.