Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 16

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 16
því er virðist. Seigur er Jón! Hann kall- ár til mín spaugsyrði og hlær. Hann er heill á húfi. Guði sé lof! Við virðum fyrir okkur konung fisk- anna og ákveðum að urða liann í bili, vegna minksins, en taka hann síðar á heimleið. Að því búnu höldum við aft- ur til hestanna við Landaklöppina. ★ Sogið er öðruvísi en flestar aðrar ár, sem ég þekki, að því leyti, að í því er flóð og fjara. Um kl. 11 f. h. þegar húsmæð- urnar á Suðurlandi fara að kynda undir matarpottunum, tekur vatnsborð Sogsins að hækka. Á skammri stund getur það hækkað um 60—80 cm. Mér hefur oft reynzt laxinn viljugastur að taka á með- an áin er að vaxa, en tregastur þegar aftur tekur að lækka í, eftir hádegið. Sagan endurtekur sig svo auðvitað um kvöldverðinn, kl. 18—20, þegar hleypt er á aftur. Á leiðinni upp á „Kliipp" tökum við eftir því, að vatnið í ánni fer ört vax- andi, og þegar upp eftir kernur, sjáum við að bakkinn er allur í kafi, þar sem við stóðum áður við veiðar. Laxarnir mínir allir þrír, ásamt pokanum, eru horfnir — horfnir fyrir fullt og allt, farn- ir áleiðis út í Atlantshafið. Við settumst niður og ræddum um hverfleika lífsins. „Áðan átti ég þrjá, en þú engan,“ sagði ég við Jón, „en nú átl þú stórlax, en ég engan.“ Svona er lífið. — Við stóðum upp og beittum. Landaklöppin var góður veiðistaður í þá daga. Eftir nokkra stund fékk ég mjög sæmilegan lax, og síðdegis fengum við svo sinn livor, báða væna, á spón, að mig minnir. Það voru ánægðir veiðimenn, sem riðu heim um kvöldið, með lax bæði í bak og fyrir. Á heimleið dvöldum við lítið eitt við Sakkarhólmann, að vanda. Hvort við urð- um varir þar, eða fengum eitthvað, man ég nú ekki lengur. Það hefur þá tæplega verið stórlax! Aðalfundur L.Í.S. SUNNUDAGINN 23. okt. hélt Lands- samband ísl. stangveiðimanna aðalfund sinn — að þessu sinni á Akranesi. Mættir voru 32 fulltrúar. Fundarstjóri var kosinn Haukur Snorrason, ritstjóri og ritarar þeir Björn G. Björnsson og Bragi Kristjánsson. Eftir því sem fram kom í skýrslu for- manns, var aðalstarf stjórnar sambands- ins á liðnu starfsári, að koma í búning ýmsum breytingartillögum við frumvarp milliþinganefndarinnar um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði og síðan að koma þeim á framfæri til þingnefnd- ar og þingmanna. Á aðalfundi fyrra árs var kosin sér- stök nefnd til aðstoðar stjórninni í þessu frumvarpsmáli. Formaður þakkaði nefnd- inni vel unnið starf, en þó sérstaklega Gunnlaugi Péturssyni fyrir mjög mikið starf í þessu máli. Ennfremur var rætt um klakmálið, villiminkinn og gæzlu veiðivatna af hendi þess opinbera o. fl. Stjórnin var endurkjörin, en hana skipa: Þorgils Ingvarss., Rvík, form. Með- stjórnendur: Sæmundur Stefánsson, Guð- mundur J. Kristjánsson, báðir úr Rvík, og Friðrik Þórðarson, Borgarn. og Berg- ur Arinbjarnarson, Akranesi. 14 Vl HHM AÐI RIN \

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.