Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 39

Veiðimaðurinn - 01.12.1956, Page 39
Asgeir (j. CJunnlíiugsson. ÁSGEIR GUNNLAUGSSON kaupm. lézt að heimili sínu í Reykjavík á þessu ári, 76 ára að aldri. Hann var einn af elztu og kunnustu stangveiðimönnum í bænum, hafði stundað laxveiði frá því liann var innan við fermingu. í viðtali, sem birt var hér í ritinu, þegar hann var sjötugur, sagðist hann hafa veitt fyrsta laxinn á flugu 13 ára gamall. Það var í Elliðánum 1892. Faðir Ásgeirs var um nær 40 ára skeið fylgdarmaður brezkra ferða- og veiðimanna, og sjálfur hafði liann það einnig að atvinnu í fjögur sumur. Hann „komst því snemma í kynni við dásemdir veiðanna", eins og hann orðaði það sjálfur. Hann hafði veitt meira og minna í flestum ám á Suður- og Suðvesturlandi, en enga þeirra lagði hann til jafns við Elliðaárnar. Mun hann hafa verið sammála Englendingunum, sem eitt sinn veiddu þar, og kváðu upp þann dóm, að þær væru bezta veiðiáin félagsmanna Stangveiðifélags Reykjavík- ur. Síðustu æviárin var honum alveg nóg að fá að vera með í veiðiferðum, þótt hann veiddi sjálfur lítið sem ekkert. í fyrra sumar fór ég litla stund með hon- um inn að Ám, og fékk hann þá lax. Það var síðasta veiðiferðin. Nokkrum vikum áður en hann lagðist banaleguna, kom hann eitt sinn sem oft- ar á skrifstofuna til mín. Var liann þá auðsjáanlega lasinn, enda hafði hann orð á því, að nú færi að síga á seinni hlut- á Norðurlöndum og jafnvel í öllum heim- inum. Frá Elliðaánum átti Ásgeir minn- ingar um marga ógleymanlega daga, enda ann fyrir sér. Ég reyndi að eyða þessu og fór að tala um veiðiferðir okkar í gamla daga, og létti þá smám saman yfir gamla manninum. Sló hann þá öllu í spaug og sagði, að sér fyndist harla ó- nærgætið af yfirvöldum himins og jarðar að láta okkur ekkert um það vita, hvort nokkur veiðiskapur væri hinum megin. Ekki fannst okkur þó fráleitt, að svo kynni að vera, og að við ættum eftir að hittast þar með stengurnar okkar. Sœmundur Stejánsson. Veiðimaðurinn 37

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.