Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Qupperneq 18

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Qupperneq 18
prammanum frá, ræðararnir lögðust á ár- arnar og báturinn fjarlægðist í suðurátt. Þeir munu hafa átt net í þeim enda vatns- ins. Við rerum „Viktoríu" upp í ós og brýndum lienni þar. Skammt þaðan fundum við Gísla sofandi. Hann hafði hreiðrað um sig í lítilli laut. Pípan lá við hlið hans í lynginu. Við vöktum hann og sögðurn honum hvernig komið væri. Hann fálmaði í kringum sig unz hann fann pípuna sína. Svo umlaði í honum eins og hann vildi segja, að pípunni skyldu þeir aldrei ná, og var óðara sofn- aður á ný. Prentneminn var úrvinda af þreytu og svefnleysi. Við höfðum því ekki fyrir því að tjalda, heldur breidd- um tjaldið yfir Gísla og skriðum sjálf- ir inn undir. — Punturinn hneigði sig í blænum yfir höfðum okkar. Smábárur klöppuðu á „bossann" á „Viktoríu“, svo daufir skellirnir heyrðust greinilega. Rjúpkeri tifaði um og ropaði þessi ó- sköp; hann hafði aldrei séð svona skrítna snjófönn. Svo breiddum við tjaldið betur yfir okkur, og brátt sváfu þrír þreyttir veiðimenn vært undir hvítum dviknum. Þegar við vöknuðum vorum við Gísli svo lerkaðir, að við gátum varla hreyft okkur, en prentneminn var búinn að ná sér og iðaði allur af veiðilöngun. Við sögðum að hann mætti renna í pytti und- ir einni fossbununni. Mikið urðum við hissa, er hann strax setti í fisk, og undr- unin varð ekki minni, er ferlegur haus, sem iO punda lax hefði mátt vera full- sæmdur af, birtist í vatnsskorpunni. Prentneminn var ekkert að núlla við það; hann kippti ferlíkinu upp úr vatn- inu í einum rykk, en var rétt dottinn aftur yfir sig um leið. Við hausinn hékk lauflétt, afturmjótt bolslytti, sem blakti í golunni eins og veifa. Aftur var rennt og enn var hann á. Veiðimaðurinn hopp- aði um og skríkti af ánægju. Að lokum lágu fjórir grindhoraðir fiskar á bakkan- um. Þeir liðu inn í eilífðina án þess að veita viðnám; blökuðu varla sporði. Okk- ur kom saman um, að þetta hlytu að vera ævagamlar bleikjur og pyttirnir eins kon- ar elliheimili. Við hirtum hausana, svo við gætum sýnt kunningjunum, hvað bleikjan væri væn þarna! Það var tekið að kvölda, en ekki ból- aði á bóndanunt. Hann var í sínum rétti, um það efuðumst við ekki, enda kom það á daginn seinna. Engin leið var að koma prammanum undan, en veiði- stengurnar máttum við ekki hugsa til að missa. Við drógum því „Viktoríu" alveg á þurrt og gengum tryggilega frá henni. Því næst lijgðum við af stað upp heiðar- drögin í áttina að bílnum. Gísli hitti bóndann nokkrum vikum síðar. Þeir jöfnuðu þetta allt og skildu sáttir. Þetta varð síðasta veiðiferð okkar Gísla upp í vötnin og um leið sú lang erfiðasta. Við Gísli vorum marga daga að jafna okk- ur og prentneminn gekk með vatn á milli liða lengi eftir það. Kenndi hann prammaburðinum urn. „Viktoríu" sáum við aldrei meir. Hún mun hafa borið „l)einiu“ þar efra. KASTKENNSLA. ATHYGLI skal vakin á auglýsingu Alberts Erlingssonar, á bls. 61 hér fyrir aftan, um kastkennslu hans, sem hefst nú með vorinu. 14 Veiojmaðurin n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.