Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Qupperneq 13
þeir alla leið upp í ármynnið og voru
hinir spökustu.
Eins og að framan getur býður Hauka-
dalsá upp á marga möguleika og
skemmtilega. Ég vil geta þess, að það
eru tveir aðilar, sem hafa ána á leigu.
Stangaveiðifélag Akraness að sunnan, en
Guðbrandur Jörundsson að norðanverðu.
Hann er einnig landeigandi þar. Mega
menn ekki veiða nema liver af sínum
bakka og er það ókostur.
Ég get ekki stillt mig um að rifja upp
endurminningar frá einni veiðiferð í
Haukadalsá. Það var sumarið 1948. Við
áttuni kost á því tveir veiðifélagar, að fá
10 daga veiðileyfi þar á bezta tíma, 18.—
28. júlí, og ákváðum við að eyða þar sum-
arleyfinu. Veiðileyfið kostaði þá (50 krón-
ur á dag fyrir stöngina. Það var síðasta
daginn, sem við vorum í ánni, að við
vöknuðum nokkuð seint um morguninn.
Það hafði verið treg veiði daginn áður.
Áin hafði líka verið í vexti og þá tekur
laxinn oft ver en í minnkandi vatni.
Þegar við vorum tilbúnir að halda af
stað til veiða, var klukkan að verða 10.
Við vorum óákveðnir hvert halda skvldi
og ræddum um það stundarkorn, þar til
ég segi \ ið félaga minn, að ég fari niður
að Berghyl, og ætli mér að verða búinn
að landa 10 punda hrygnu klukkan hálf
ellefu, og með það skildum við, og ég
hélt niður með á. Þegar ég kem niður
að Berghyl geng ég varlega fram á bergið
og skyggnist um. Jú, þarna eru nokkrir
laxar og hefir þeim sýnilega fjölgað frá
því daginn áður, og lágu 3 nokkuð neð-
arlega. Ég beiti í skyndi, vind töluvert
af línunni upp í hönk og kasta. Það tekst
vel og heituna ber niður að löxunum
þremur. Einn tekur sig út úr, þýtur upp
í vatnsskorpuna og grípur beituna og
stingur sér um leið til botns. Ég gef eftir
og gef honum góðan tíma, tek svo í og
virtist hann vel fastur á. Ég þreytti liann
um stund þarna ofan af berginu. Svo fór
ég áð færa mig niður eftir bakkanum
þar til ég komst niður að ánni og gat
landað. Þetta var falleg hrygna, nýgengin.
Ég brá henni á viktina og reyndisti liún
10 pund, svo leit ég á klukkuna og vant-
aði hana þá fimm mínútur í hálf ellefu.
Ég hafði staðið nákvæmlega við orð mín,
sem ég hafði látið falla í glensi við félaga
minn.
Ég fór upp á bergið aftur og renndi
með sömu aðferð og setti í annan lax, en
hann var ekki nema 5 pund. Þegar ég
var nýbúinn að landa honum kom félagi
minn og hafði ekki orðið var. Svo renndi
liann þarna og veiddi tvo laxa 9 og 10
punda, livorn á eftir öðrum. Þá var klukk-
an að ganga eitt, svo við fórum heim í
tjaldstáð til að fá okkur að borða, því
við höfðum ákveðið að fara niður að ósi
til að veiða bleikju og auðvitað að renna
fyrir lax í leiðinni. Við komum ekki úr
þeirri lerð fyrr en klukkan sjö um kvöld-
ið, með nokkrar bleikjur og einn lax. Við
vorum orðnir þreyttir og svangir, borð-
uðum því vel og hvíldum okkur og fór-
um svo að reikna saman hvað við værum
búnir að veiða marga laxa yfir tímann,
og varð útkoman 69 laxar. Var það ágæt
veiði, tæpir 7 laxar á dag á tvær stengur.
Við ræddum uin það, að nú væri gaman
að fá einn í viðbót, svo að betur stæði
á tölunni. „Það er þitt að veiða hann,“
segir félagi minn, „því ég er búinn að
draga 38 laxa, en þú ekki nema 31, svo
Veiðimaðurinn
9