Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Side 44
JÓN SVEINSSON;
Tveir á í einu.
Kæri ritstjóri!
Þar sem þú í blaðinu okkar Veiði-
manninum, nr. 45, segist hafa heyrt sagt
í’rá veiðimanni, sent hati veitt tvo laxa í
einu, og óskar eftir að fá að heyra þá
sögu, og ég hef tekið þetta til mín að
nokkru leyti, þá skal ég gera tilraun til
að segja frá atvikum. Eg var að veiðum í
Laxá í Aðaldal dagana 19. til 27. júní.
Veiðifélagarnir voru allir úr Reykjavík,
gamlir og góðir félagar. Veiðigyðjan var
svo hliðholl okkur, að kunnugir sögðu
pokann, sem 5 voru í. Nú urðu þeir enn
meira undrandi og þegar ég kom með
þriðja pokann, þá urðu þeir steinhissa.
„Nú, ég verð bara að sækja jeppann“,
sagði bíleigandinn, og liann var þotinn.
Eftir örskamma stund var liann kominn
aftur og ókuin við veiðinni heim. Konan
var lasin, en henni snarbatnaði, þegar
hún sá veiðina.
Nú voru allir í ljómandi skapi og ég
\arð að segja alla ferðasöguna nákvæm-
lega, sérstaklega um veiðina og viðbrögð
fiskanna og allt í þvx sambandi. Ég sagði
við strákana: „Þið eruð eins og Tómas,
trúið ekki fyrr en þið þreifið á“.
„Já, við áttum erfitt með að trúa, en í
þetta skipti var allt satt sem þú sagðir“.
Að endingu óska ég öllum veiðimönn-
um góðrar vertíðar á komandi sumri.
Sv. H.
slíka veiði ekki hafa þekkst svo snemma
sumars síðustu tvo áratugi, og fluttu
Reykjavíkurblöðin rosa veiðifréttir af
sumum úr liópi okkar. Ekki var þó dag-
legur viðburður, að menn væru með tvo
á í einu! Fuglalífið og náttúran var í
blóma, veðrið gott, laxinn vænn og fáar
innitafir; hver dagur leið með gleði og
fuglasöng, og fannst víst flestum vikan
sú sízt of löng. Daginn, sem ég festi í löx-
unum tveim, vorum við félagarnir og
þjáningabræður, ég og Helgi Eyjólfsson,
að veiðum neðan við Æðarfossa, en þar
var þá mest veiðivonin, eins og jafnan
svona snemma sumars. Eftir að hafa reynt
í Bjargarstrengnum og kastað á Breiðuna,
fórum við á bátnum yfir ána, og gekk
það vel, nerna hvað báturinn rakst á
stein, sem okkur láðist að krækja fyrir,
og misstum við bara eina ár við það
tækifæri. Varaárin dugði okkur það sem
eftir var yfir ána án þess að nokkuð
sögulegt gerðist; þó brá mér í brún, þegar
við tókum land og Helgi vildi bjarga
bátnum á þurrt, en sökk þá í sandbleytu,
sem þarna var. Ekki kom þetta samt að
sök, því Helgi var vel búinn að neðan,
og tókst okkur með sameiginlegu átaki
að losa liann úr þessum leiðu faðmlögum.
Heilsuðum við upp á Kistukvíslina og
fórum því næst á bátnurn yfir í hólm-
ann. Nokkru síðar lá leið mín að Mið-
fossinum svokallaða. Ekki finnst mér það
40
Veiðimaðurinn