Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Page 34

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Page 34
arhvötin varð þó öllu öðru yfirsterkari, því hugsunarlaust og algjörlega óafvit- andi voru fætur mínir komnir á hreyf- ingu og báru mig nú áfram upp á líf og dauða eins hratt og framast var unnt. Það hefur sjálfsagt verið broslegt að sjá mig þar sem ég æddi áfram með ang- istina uppmálaða í andliti og öllum hreyfingum, haldandi á veiðistönginni út frá mér í vinstri liendi, eins og löngu spjóti. Veiðitaskan og flíkur mínar flaks- andi út í loftið, líkt og illa upphengdur þvottur á snúru í beljandi roki, en tvö heiftúðug og mannýg naut á hælum mér. Þó að ég neytti allrar orku, þá fannst mér bilið milli mín og nautanna styttast ískyggilega, enda fann ég krafta mína óð- um þverra og flaug þá í hug, hvort Svarti- dauðinn ætti nokkra sök á því, en hér var ekki tími til heilabrota. Ég var nú farinn að nálgast, girðinguna — þessa einu bjarg. arvon — og einhvernveginn tókst mér að ná í traustan stólpa og neytti nú allra þeirra krafta, sem minn aumi líkami gat framleitt — og mér var borgið, því nú skildu fimm gaddavírsstrengir á milli lífs og dauða. Þegar mér loks tókst með erfiðismunum að brölta á fætur þar sem ég lá utan við girðinguna, gaf ég óvinum mínum langt nef, þar sem þeir rótuðu upp jörðinni, og rölti af stað með fögnuð í brjósti yfir unnu frelsi. Nú segir ekki af ferðum mínum fyrr en ég kam að Gljúfurhyl, en þangað auðnaðist mér að ná í tæka tíð, því enn var hann ósnertur. Ég vil nú í fáum orð- um draga upp litla mynd af aðstöðu veiðimanna við þennan eftirsótta hyl. Norðan við hann, alla leið, eru háir og þverhníptir klettar meðfram ánni. Ofan s ið hann rennur áin í djúpu gljúfri, sem ófært er öllu nema fuglinum fljúgandi og stökkvandi laxi. Sunnan við hann er landslagi þannig háttað, að neðst, tið hann er góð eyri til löndunar, en ofan við hana standa klettarnir, semsé beint upp frá vatninu eins og að norðanverðu, þó er hægt að fikra sig fram með hylnum, framan í þeim, eftir smá nybbum, en grængolandi dýpið er \ ið fætur manns. Efst við liylinn er skarð í klettana, með grasbrekku niður að ánni, og það er ekki nokkrum vafa bundið, til hvers skapar- inn hefur látið það verða til, því hvernig ættu veiðimenn að komast að þessum góða stað án þess! Mér er það varla láandi þó að ég fleygði mér niður í grasið, enda orðinn hvíldar þurfi, og ekki er ósennilegt að það hafi orðið til að bjarga lífi mínu, eins og seinna kemur í Ijós. Þea;ar ée hafði lemð a;óða stund oo- andað að mér hinum seiðmagnaða ilmi hinnar fjölskrúðugu brekku, fóru taugar mínar heldur að róast, og þreytan að hverfa, enda gat ég ekki á mér setið leng- ur, en reis upp á olnboga og leit til ár- innar, því forvitni var mér á að vita, hvort ekki sæjust laxar í hylnum. O-jú, þarna voru þeir blessaðir, víst einir 10 eða 12 í rennunni ofan við bylinn — ein- mitt þar sem mér hafði aldrei brugðist fiskur. Nú var ekki hægt að liggja lengur, þó eflaust, hefði það verið mér hollara, þar sem ég riðaði í spori niður brekkuna, af einhverjum óstyrkleika í hnjánum. Líklega afleiðingar nautakapphlaupsins. Ekki þurfti að efast um að góð og rétt valin fluga mundi reynast vel nvina, 30 Veibimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.