Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Qupperneq 7

Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Qupperneq 7
legum hlutum i lífi hans. Hann hlakkar til nýs dags og sofnar inn i sœluveröld að kvöldi. Og þannig er þetta um okkur, sem fyrir snertingu við veiðistöngina höfum öðlast þann hæfileika, að geta breytt okkur aftur i drengi öðru hverju. Við sjdum undur og ævintýri, þar sem aðrir sjá aðeins gráan hversdagsleikann. Steirin, sem myndar straumbrot úti i ánni, getur i okkar augum verið staðselt- ur með svo meistaralegum hætti, að við leljurn hann ótvirætt vitni um óskeikul- leikann i virmubrögðum skaþarans, þótt aðrir, sem gengið hafa þarna framhjá i áratugi, hafi aldrei leitt hug að þess- um steini né gert sér þess grein, að það breytti nokkru, þótt honum hefði ver- ið kornið fyrir tíu föðmum ofar eða neð- ar. Þeir sjá ekki heldur að vissir blettir á vatninu séu öðrurn fegurri, og allra sízt dettur þeim i hug að meta fegurð- ina eftir því, hvernig gervifluga flýtur þar, þegar henni hefur verið kastað út i strauminn. Og það er enginn að ætl- ast til þess af fullorðnu fólki! En „drengurinn", sem stendur með stöng- ina sína við ána og horfir vonaraugum út á þennan blett, í sælli von um að fallegur lax gríþi gervifluguna hans, cins og 18. júlí 1956, kl. 23 min. gengin i tiu — hann sér þarna ekkert nema fegurð, og bíður þess eins, að ævintýrið gerist aftur. Það má vel vera, að hann brosi að sjálfum sér siðar, þegar hann er aftur kominn i sitin hversdagslega ham, en hann átti þessa stund einn sum- ardag, og minningin um hana verður ekki frá honum teián. Þeir dagar koma, er hann þarf á henni að halda, og verð- ur afar þakklátur fyrir að eiga hana. Kvörn tirnans malar án afláts. Ars- tiðir koma og fara, og samkvæmt þvi reglubundna lögmáli lifir nú skammt þessa vetrar og vorið er að taka við. Sjó- birtings-timinn er að byrja og margir kornnir í veiðihug. Það er ótrúlega slutt síðan í seþtember i fyrra, þegar við lítum aftur. Raunar er sagt, og mun vist rétt vera, að eftir þvi sem fólk eldist, finnist því timinn fljótari að liða. Lík- lega gildir þetta lögmál lika i veiði- skapnum. Meðan við erum þar byrjend- ur, biðum við þess með mikilli eftir- væntingu að veturinn líði og veiðitim- inn hefjist aftur. En þegar við höfum „hlaupið af okkur hornin“ verður til- hlökkunin ekki eins óþreyjufull, þótt hugurinn hvarfli tíðum til þess, sem i vændum er. Við vitum að þessir dagar korna, og við vitum lika hve undur fljót- ir þeir eru að liða, og þess vegna getur jafnvel farið svo, þegar að þeim er að koma, að kviðinn fyrir því, hve fljótt þeir liði, verði tilhlökkuninni yfirsterk- ari á stundum. Og skilji nú hver sem skilið getur, kann einhver að hugsa, og ef til vill sumir veiðimenn. En verið þið rólegir, drengir. Þetta á eftir að koma yfir ykkur, ef þið hafið ekki orðið þess varir enn. Hér gegnir svipuðu rnáli og í sögunni um manninn, sem seint á langri veiðimannsævi fékk stóra fisk- inn sinn. Hann settist hjá fiskinum, horfði lengi á hann hugsandi og sagði við félaga sína: „Vitanlega œtti ég að vera glaður — og ég er glaður — en sarnt get ég varla varizt gráti. Eg er bú- inn að bíða eftir þessum fiski í tugi ára, og nú þegar hann liggur hérna við hlið- ina á mér, finnst mér að hér eftir verði Vkhíimaihirinn 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.