Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Qupperneq 47
huga þær nánar. Svo er annað, sem allir
vita, að litlítil fluga reynist bezt á drunga-
Jegum degi og Ijjört fluga á sólbjörtum
degi. Einnig er gul eða gyllt fluga góð
í gruggu'ðu vatni. Og samkvæmt öllu því,
sem sagt hefur verið hér á undan, myndi
flugnauppskriftin liljóða þannig:
1. Thunder and Lightning: Afbragðs
fluga á drungalegum degi og í skoluðu
vatni. Einnig Black Doctor og Jock Scott
(8/0—2/0). "
2. Silver fíoctor, Crosfield og aðrar
silfurleggjaðar flugur eru viðurkenndar
beztar á sólbjörtum degi. (5/0—2^0—2).
3. Á björtum degi, þegar vatnið er að
lireinsast eftir mikið regn þykja Torrish,
fíusty Miller og Mar Lodge góðar flug-
ur. (5/0—2/0—2).
Auk þess er Blue Charrn ágæt vorfltiga
og jafnbezta bláa flugan sent maður notar
bæði í lrjörtu og skýjuðu.
SnilJingarnir viðurkenna, að þegar liiti
vatnsins fer mikið niður fyrir 10 stig
breytist háttarlag laxins mikið. Ef vatnið
er lieitara en þetta, og þá jafnframt gert
ráð fyrir að loftliiti sé meiri en vatnsins,
þá lítur laxinn sjaldan við stórri flugu,
sem sekkur djúpt, en rís eftir lítilli, létt-
klæddri flugu, sem sekkur lítið. Margar
flugur ltafa verið tilnefndar sem hinar
einu réttu, en þar lield ég að veiðimað-
urinn geti leyft sér öllu frjálsara val. Þó
eru Blue Cliarm og Logie þær sem reynzt
liafa jafn bezt. Flestum kemur saman um
að stærðin sé miklu meira áríðandi Jield-
ur en tegundin. Wood hélt alltaf mikið
upp á March Brown og líkist liún all-
mikið rækju. Hann fiskaði á þessa flugu
þar til allar fjaðrir voru farnar, og jafn-
vel eftir það. Hann sagði alltaf að það
væri stærðin sem máli skipti. Með þessar
flugur allar í fluguboxinu getur hver
veiðimaðQr verið ánægður. Það myndi
ég einnig vera — það er að segja, þangað
til ég frétti að Jón Jónsson hefði veitt
lax á einhverja flugu, sem áður var
óþekkt.
Þýtt og endursagt af SAI.AR.
Verðlaunabikar
Stangaveiðifélags
Borgarness.
A ÁRSHÁTÍÐ félagsins 1957 gaf Al-
bert Erlingsson, kaupmaður í Reykjavík,
mjög myndarlegan verðlaunabikar til
árlegrar keppni innan Stangaveiðifélags
Borgarness, og skal veita hann fyrir
stærstan fluguveiddan lax. Fer verðlauna-
VlIÐIMAÐURI.NN
43