Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Qupperneq 21
ur með ánni til áð reyna að stöðva laxinn,
því mér sýndist hann ætla beint til sjáv-
ar, en það var stíf þingmannaleið. Sá ég
honum bregða fyrir öðiu hvoru, þar sem
liann öslaði niður ána, en allt í einu
stanzaði hann og' lagðist milli steina.
Þegar ég leit við sá ég að Halldór var
að landa laxi nokkru ofar. Ég hafði þá
verið að elta vitlausan fisk, og ég var víst
ekki sérlega gáfulegur á svipinn, þegar
Halldór spurði, hvort ég væri að smala
fyrir Miðfirðinga. En sá hlær bezt sem
síðast hlær. Þegar ég var búinn að kasta
mæðinni fór ég að renna fyrir laxinn,
þó ég teldi það vonlítið, en viti menn,
hann var ekki fyrr búinn að sjá beituna
en liann gleypti liana ofan í kok og eftir
stutta stund lá hann á bakkanum spik-
feitur og silfurgljáandi. Þetta voru 10
pd. fiskar, báðir lúsugir. Og þeir hafa
víst verið svangir eftir ferðina norðan úr
íshafi á vit æskustöðvanna, þar sem þeir
mættu örlögum sínum af hendi liinna
viðsjálu veiðintanna. Við héldum til baka
niður með ánni og renndunt á nokkrum
stöðum, en urðum ekki varir, enda vor-
um við ánægðir nreð þetta. Ekki hafði
Guðni fengið fisk í Vesturánni og var
hann öngulsár þetta kvöld. Það varð þó
ekki til að spilla matarlystinni, enda eru
víst fáir jafn gráðugir og veiðimenn, sent
koma þreyttir heiin að kveldi.
Eftir að hafa skipuiagt herför næsta
dags, var lagzt til svefns. Og mig var að
dreyma laxa á stærð við háhyrning, og
tófur á stærð við veturgamalt tryppi.
Næsta morgun var ákveðið að ég færi
með Guðna í Austurá, en Halldór átti að
fiska á heimavígstöðvunum. Var honum
m. a. falið að vei'ða mátulega stóran lax
í rnatinn, og þá gátum við verið vissir
um að þurfa ekki að svelta þann daginn.
Við Guðni lögðum nú af stað, en vor-
um ekki komnir langt áleiðis, þegar hann
tók viðbragð svo hart að bíllinn var nærri
kominn út í skurð. Þegar ég spurði
hverju þetta sætti kom það í ljós, að
liann hafði gleymt laxapokanum heima
í veiðihúsi. Var það heljar mikið ílát með
burðarólum og alls konar tilfæringum.
Var ekki við annað komandi en sækja
pokann, þó ég teldi það óþarfa, þar sem
hann hefði alla putta heila til að bera
nreð, ef hann fengi þá bröndu, og auk
þess ólánsmerki að dragast með stóran
poka í veiðiferðum.
Lcksins komumst við þó alla leið upp
að Kambsfossi, sem er efsti veiðistaður í
Austurá. Varð Guðni þar eftir og ætlaði
að ganga niður nreð ánni að Laxapolli,
sem er nálægt miðju gljúfrinu. En þar
átti ég að skilja bílinn eftir og veiða
niður nreð ánni, að ármótum Núpsár.Var
ég kominn þangað kl. 11 með 14 pd. lax,
sem ég fékk í hyl, senr Kerling lieitir, og
lrafði ég hvergi séð fisk nema þar.
Ég flatmagaði nú þarna á bakkanunr,
lrvíldi nrín lúnu bein og beið eftir
Guðna. Þegar klukkan var að verða 12,
kom hann þeysandi á gandreiðinni og
þegar ég sá sælusvipinn á andliti hans,
þurfti ég ekki að spyrja hvort lrann lrefði
veitt. Var lrann kominn þarna með fulla
skjóðuna miklu, 6 stórlaxa 11 til 14 pd.
að þyngd. (Hefði ég ekki viljað bera þá
langt í berum lúkunum). Taldi Guðni að
það lrefði verið hin mesta þrekraun að
bera veiðina í bílinn og var r sjöunda
lrinrni, éða vel það, yfir afreki sínu. En
ég lrafði við orð að Halldór nrætti fara að
Veiðimaðurinn
17