Veiðimaðurinn - 01.03.1959, Page 12
tali. Þetta er langur strengur um 70—80
m., veiðilegur og fiskisæll. Veiðist aðal-
lega ofan til í honum, enda er þar nokkur
straumur, ágætur flugustaður, og liefi ég
þar marga liildi háð. Fyrir neðan Long
Strong skiptir áin sér enn í tvær kvíslar.
í nyrðri kvíslinni er veiðistaður, er ég
kann ekki nafn á. Þá er Happastrengur,
þar sem kvíslarnar renna saman, og hef-
ur liann sennilega fengið nafnið af góðri
veiði. Annars er mér ókunnugt um það,
því Stangaveiðifélag Akraness hefur ána
þarna á leigu báðum megin. Þá er Dall-
ur, og sleppi ég áð lýsa honum, því þar
mun lítil veiði. Þar eru landamerki bæj-
anna Stóra-Skógs og Harrastaða að sunn-
an, en Brautarholts og Lækjarskógs að
norðan. Þar fyrir neðan bevgir áin til
norðurs í kvíslum og fellur að holti einu,
en undir holtinu er strengur, sem er
breytilegur frá ári til árs. Veiðimenn
sunnan árinnar hafa nefnt hann Afla, en
einhvern veginn líkar mér ekki nafnið.
Það mætti alveg eins nefna hann Nafla
eða Naflastreng. Strengur þessi er nokkuð
góður veiðistaður þegar fiskur er í göngu.
Þá komum við að Gálgahamarshyl, eða
Gálga, eins og við veiðimenn nefnmn
liann oftast. Að norðan er hár hamar, en
sandeyri að sunnan, lieldur leiðinlegur
að mér finnst. Þar bönuðum við félagar
3 minkum sumarið 1957, eftir harða
vi'ðureign, enda illa vopnaðir. Voru þeir
þar í urð, og tókst okkur að hrekja þá út.
í Gálga veiddum við einu sinni einn
þann óásjálegasta fisk, er ég hefi séð.
Hann var búinn að liggja þarna lengi
á sama stað, eftir því sem veiðimenn
sögðu, sem þarna voru á undan okkur.
Var hann sýnilega að dauða kominn, svo
okkur kom saman um að fjarlægja liann
úr ánni, svo hann smitaði ekki aðra fiska,
og tókst okkur það án mikillar fyrirhafn-
Gdlgahamarshylur. — I.jósm. Sig. Haralds.
ar. Hann var allur með sárum og skell-
um. Það var óhugnanleg sjón.
Nú er nokkur spölur að næsta veiði-
stað, Harrastaðastreng, og þar rétt fyrir
neðan er Bjarnarlögn, góðir veiðistaðir,
og aðstaða ágæt beggja megin árinnar.
Ur því er lítið um veiðistaði fyrr en kem-
ur niður að Simafljóti, en þar má oft
fá góða veiði skammt fyrir ofan ósinn,
ög ekki er hann leginn sá, sem veiðist þar.
Að síðustu er svo Sjávarfljótið, fremur
lélegur veiðistaður. Þá erum við komn-
ir á leiðarenda.
Við setjum okkur nú niður, hvílum
okkur og skyggnumst um. Það er oft fag-
urt og friðsælt þarna við ósinn, Oft er þar
íleira á ferð en lax og silungur, töluvert
fuglalíf er þar og ber mest á æðarfugli.
Einnig má oft sjá selshöfuð skjótast upp
úr sjónum. Við vorum eitt kvöld í fyrra
sumar niður við ós, og voru þá fjórir
selkópar þar allan tímann að svamla.Fóru
8
Veiðimaðurinn