Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 1
Erfitt getur reynst að finna hversu mikið þarf að greiða fyrir viðtal hjá lækni á einka- rekinni stofu eða aðgerð. Samningar hafa verið lausir í meira en fjögur ár. kristinnhaukur@frettabladid.is neytendur Villtavestursástand ríkir á einkareknum læknastofum þegar kemur að svokölluðum komu- gjöldum. Það er gjöldum sem flestir sérgreinalæknar innheimta vegna þess að ekki hafa náðst samningar við Sjúkratryggingar í rúm fjögur ár. Þessi gjöld eru utan við greiðslu- þátttökukerfi ríkisins, eru afar mishá eftir læknastofum og eru í fæstum tilvikum sýnileg á vefsíðum. „Við þekkjum dæmi um að fjöl- skyldur séu að borga 50 þúsund krónur á mánuði,“ segir Emil Thoroddsen, framkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands, um komu- gjöldin. Hann segir það öruggt að einhverjir sjúklingar þurfi að neita sér um læknisþjónustu út af þessum gjöldum. „Við höfum núna verið samn- ingslaus í fjögur ár, tvo mánuði og sjö daga,“ segir Ragnar Freyr Ing- varsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, sem situr í samninga- nefnd gagnvart Sjúkratryggingum. Óformlegar þreifingar hafi verið í gangi milli félagsins og Sjúkra- trygginga síðan í október en þar áður hafi ekkert samtal átt sér stað í tíu mánuði. Sjá Síðu 8 | f r e t t a b l a d i d . i s | Frítt 2 0 2 3 KYNN INGARBL AÐALLT FIMMTUDAGUR 9. mars 2023 Búðin sem hefur brotið blað í tískusögu landsins í tólf ár Tískuverslunin Curvy fagnar tólf ára afmæli og býður í afmælisveislu um helgina. Versl- unin sérhæfir sig í því að bjóða upp á falleg og vönduð tískuföt í fjölbreyttum stærðum. 2 Starfsfólk verslunarinnar leggur mikla ástríðu og metnað í að þjónusta og hjálpa viðskiptavinum. Á myndinni frá vinstri eru: Inga, Elísabet, Birta og Ingunn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ÁRNASON thordisg@frettabladid.is Áberandi „eyeliner“ er eitt af tískutrendum ársins, samkvæmt tískubiblíunni Vogue. Kattaraugu eru enn og aftur í tísku, þegar augnblýantur er sveigður upp til hliðanna við enda efra augnloks, en nú má gera gott betur og draga þykkan augnblýant út frá neðri augnkróknum líka þar sem hann sameinast línunni á augnlokinu. Þessi aðferð kallast „siren eyes“ og hefur verið einkar vinsæl á TikTok þar sem hún er sýnd af mörgum flinkum í förðun. Útkoman getur í senn orðið rómantísk í anda gotn­ eskra tískustrauma eða svolítið lifuð og sjúskuð í anda „grunge“­ tískunnar. Í dag eru nýjustu augn­ blýantarnir orðnir viðráðanlegri en áður, það er auðveldara að beita þeim og lúkkið helst lengur eftir alla fyrirhöfnina. Andlitsskart er flott við­ bót í förðun, hvort sem fólk vill setja glitrandi steina í kringum augnumgjörðina, stöku freknur eða glitrandi munstur á andlitið. Augabrúnir eru látlausari og grennri en verið hefur og á tísku­ pöllunum hefur færst í aukana að fyrirsætur séu með aflitaðar augabrúnir sem gerir þær næstum gegnsæjar. Sumir áhrifavaldar hafa gengið skrefinu lengra og rakað augabrúnirnar af, sem er enn eitt afbrigðið af tísku vors og sumars og leggur enn meiri áherslu á fal­ lega málaða augnumgjörð. n Speglar sálar Skrautsteinum prýtt andlit gefur glit og glampa í augu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is HALLdÓr | | 10 POnduS | | 18 Krafa um milljónir 4 8 . t ö L u b L A ð | 2 3 . á r g A n g u r | Fréttir | | 6 líFið | | 30 Fréttir | | 4 menning | | 19 Hægt að plana partíið F I M M t u d A g u r 9 . M A r S| Við þekkjum dæmi um að fjölskyldur séu að borga 50 þúsund krónur á mánuði. Emil Thorodd- sen, fram- kvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands Sparaðu tíma og gerðu einfaldari innkaup á netto.is Jamie Cullum elskar Ísland Fjölskyldufríið á Íslandi fór í vaskinn Ógagnsæ gjöld hjá læknum Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mátar fyrstu mottumars-sokkana sem hann fékk afhenta frá Höllu Þorvaldsdóttur, framkvæmdastjóra Krabba- meinsfélags Íslands. Rakel Sólrós Jóhannsdóttir og Þórdís Claessen hjá 66°Norður voru einnig viðstaddar. FréttABlAðið/AntOn BrinK mottumars.is StjÓrnSýSLA Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna, missti dreng úr móðurkviði 3. júní síðast- liðinn. Hún segir aðgengi að fag- þjónustu í kjölfar dauðsfalls mjög ábótavant víða á landsbyggðinni. „Það er mjög mikilvægt að aðgengi, umönnun og geymslu lík- anna sé almennilega háttað, hvar sem fólk býr,“ segir Jódís. Sjá Síðu 2 Missti son sinn og vill fá jafnræði Jódís Skúla- dóttir, þing- maður Vinstri grænna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.