Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 18
6 kynningarblað A L LT 9. mars 2023 FIMMTUDAGUR Fína kryddið, Victoria Beckham, sýndi glæsta hönnun sína í annað sinn á tískuvikunni í París sem lauk á þriðjudag. Þar gengu heimsfrægar ofurfyrirsætur, eins og Irina Shayk og Adut Akech, tískupallana og sýndu fjölbreytta tískulínu Victoriu fyrir haust og vetur komanda. thordisg@frettabladid.is Að sýningu lokinni sagðist Vict­ oria hafa orðið fyrir innblæstri frá kvikmyndinni Grey Gardens. Var kynningarefni fyrir haust­ og vetr­ arlínuna unnið með bandarísku leikkonunni Drew Barrymore sem lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni árið 2009 en myndin er byggð á samnefndri heimildarmynd eftir bræðurna og leikstjórana Albert og David Maysles frá árinu 1975. Sú mynd fjallaði um heldri mæðgur sem báðar hétu Edith Bouvier Beale og voru náfrænkur forseta­ frúarinnar Jackie Kennedy Onassis en bjuggu einangraðar og í sárri fátækt í niðurníddu höfðingja­ setrinu Grey Gardens. „Ég elska ríkulega litapallett­ una í myndinni og hversu sér­ vitur, heimspekilegur og tímalaus stíllinn er,“ útskýrði Victoria á Instagram. Með fjölskylduna á bekknum Smekkvísi Victoriu Beckham er óumdeild. Fagurfræðin á bak við hönnun hennar er þægilegur glæsileiki sem hún sýndi og sann­ aði með haust­ og vetrarlínunni í París. Þar voru til staðar fastir liðir sem einkenna stíl hennar, svo sem rúllukragar, aðsniðnar skyrtur og buxur sem liggja þétt að líkam­ anum, en líka óvænt tvist eins og eggjandi leður, gallaefni og lúxus strútsfjaðrir á pilsum og drögtum. Fataefni spiluðu líka stórt hlut­ verk, eins og silkikjólar sem blöktu með stórum og áberandi ermum. Victoria virtist einnig undir áhrif­ um 9. áratugarins, sýndi blazer­ jakka og kjóla í yfirstærðum og sumt var með herðapúðum. Á fremsta bekk sátu stjörnu­ blaðamenn tískuheimsins, Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, og Edward Enninful, ritstjóri breska Vogue. Einn­ ig hennar ástkæri David Beckham og þrjú barna þeirra, þau Cruz og Harper og Brooklyn með eigin­ konunni Nicolu Peltz, en Romeo var sá eini úr fjölskyldunni sem ekki var viðstaddur. Victoria, sem öðlaðist heims­ frægð fyrir að vera ein af stúlknasveit­ inni Kryddpíunum (e. Spice Girls), stofnaði tísku­ hús í eigin nafni árið 2008 og selur nú hönnun sína í 250 verslunum í 52 löndum. Árið 2019 bættist við snyrtivörulínan Victoria Beckham Beauty. n Strútsfjaðrir, silki og eitís hjá Victoriu Beckham Blá, skósíð buxnadragt með að- sniðnum jakka og fölbláum fjöðrum. Plíseraður, marglita toppur á litríkum síð- kjól sem skreyttur er strútsfjöðrum. Glæsilegur silkikvöldkjóll með síðum ermum og opinn að framan. Ferskjubleikur síðkjóll með slóða, púff- ermum, slaufu og perlum. Ermar sem ná fram yfir hendurnar verða áberandi hjá Victoriu í haust. Victoria er þekkt fyrir ást sína á rúllukrögum. Bux- urnar eru með krókódíla- mynstri og stígvélin í stíl. Skósíður síðkjóll með strúts- fjaðramynstri og síðum ermum. Kóngablá rúllu- kragapeysa við hvítt, svart og gultgrænt pils sem er skreytt með svörtum strútsfjöðrum. Eiturgrænn og eitursvalur einnar ermar kjóll og netasokkarbuxur við. Svört kápa við hvítan rúllukraga og hvítar buxur með svörtum líningum. Æðislegur svartur og ermalaus síð- kjóll með opinni klauf fyrir veturinn. Töff, grá rúllukragaprjónapeysa við skósítt gallapils með fleginni klauf. Eldrautt mínípils við eldrauða prjónaða peysu sem flaksar að aftan eins og hluti af pilsi eða kápu. Victoria Beck- ham er annáluð fyrir fágaðan glæsileik eins og sjá má frá ný- liðinni tískuviku í París. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.