Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 28
Kosið er í nýja stjórn samtakanna um þessar mundir með rafrænum hætti – og lýkur henni síðdegis á morgun. Þau vilja berjast fyrir samtökin Fimm einstaklingar í framboði til stjórnar Samtakanna ‘78. Hrönn Svansdóttir, Kitty Anderson, Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, Jóhannes Þór Skúla son og Kristmundur Pétursson. fréttablaðið/anton brink Samtökin ‘78 hafa verið við lýði í hálfan fimmta áratug – og baráttan heldur áfram sem aldrei fyrr, enda má henni aldrei ljúka, eins og þeir þekkja best sem hafa kynnt sér sögu mannréttindabar- áttu hinsegin fólks á undan- liðnum áratugum. Baráttan aldrei búin Jóhannes Þór Skúlason 50 ára, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar „Mannréttindabarátta er aldrei búin. Við þurfum að efla innra starf Samtakanna ‘78, en þeim mun sterkari verður röddin út á við,“ segir Jóhannes Þór og bætir við að fræðslustarfið þurfi að auka því það sé besta vopnið gegn fordómum. „Á næst- unni mun reyna sérstaklega á baráttuna fyrir réttindum og virðingu trans fólks í sam- félaginu. Þörfin fyrir ráðgjöf og stuðning mun aukast og einnig fyrir þjónustu við ungt hinsegin fólk. Starfið verður sífellt mikilvægara,“ segir Jóhannes Þór. Taka þarf á bakslaginu Hrönn Svansdóttir 35 ára, gjaldkeri hjá Íþrótta­ bandalagi Reykjavíkur „Mínar helstu áherslur eru að tryggja öryggi og samheldni innan hinsegin samfélags- ins,“ segir Hrönn sem kveðst jafnframt vilja taka þátt í að móta starf samtakanna og halda hinsegin baráttunni áfram. „Þar þarf að horfa til þeirra fjármála sem samtökin hafa og huga að því hvernig er hægt að nýta þau sem best. Einnig að halda áfram með hinseginfræðslu á öllu land- inu með það að markmiði að taka á þessu bakslagi og byrja til dæmis á því að tala fallega til allra,“ segir Hrönn. Gleymum ekki breiddinni kristmundur Pétursson 25 ára, nemi við Háskóla Íslands „Það sem mér liggur helst á hjarta eru málefnin sem standa mér næst, en það eru málefni trans fólks og hinseg- in barna,“ segir Kristmundur og telur eðlilegt að þunga- miðja hagsmunabaráttunnar sé þar núna í ljósi stöðunnar sem uppi er. „Þó má ekki gleymast að Samtökin ‘78 eru vettvangur þar sem mikil breidd af fólki kemur saman og það skiptir máli að við upplifum okkur öll saman í liði, en það er alveg ljóst að þannig gengur okkur best,“ segir Kristmundur. Taka þarf á ofbeldi Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir 22 ára, meistaranemi heima og erlendis „Ég sit nú þegar í stjórn sam- takanna og hef gert það frá árinu 2017, með pásu, og vil að Samtökin ‘78 haldi áfram að bjóða upp á öflugt félagslíf fyrir hinsegin samfélagið og alla hópa þess,“ segir Þór- hildur, en þar fyrir utan sé af- skaplega mikilvægt að standa vaktina í réttindabaráttu okkar fólks. „Það er enn mikil- vægara nú en áður þar sem mikið bakslag hefur orðið á síðustu árum og ofbeldi í garð hinsegin fólks hefur verið að aukast,“ segir Þórhildur. Raddir allra heyrist kitty anderson 41 árs, mannréttinda­ sérfræðingur „Ég legg höfuðáherslu á að raddir allra hópa undir hin- segin regnhlífinni endur- speglist í starfi samtakanna með sem fjölbreyttustum og víðtækustum hætti,“ segir Kitty, en huga þurfi líka að uppbyggingu inn- viða þeirra með stórauknum umsvifum og starfsmanna- haldi til að tryggja stöðu og styrk félagsins til framtíðar. „Málefni inter sex fólks verða einnig tekin fyrir á Alþingi á þessu ári og intersex þekking verður því mikilvæg innan stjórnar,“ segir Kitty. ser@frettabladid.is Kosið er í nýja stjórn samtakanna um þessar mundir með rafrænum hætti – og lýkur henni síðdegis á morgun, en fimm manns sækjast eftir því að efla málstaðinn á næstu misserum. En hvað er brýnast? Fréttablaðið leitaði til f imm- menninganna og bað þá um að nefna helstu áhersluatriðin og það sem brennur mest á hinsegin fólki á Íslandi í dag. n 20 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 9. mARs 2023 fiMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.