Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 27
Það er erfitt fyrir mig að horfa til baka af því að sem skapandi manneskja þarf maður að geta greint á milli þess sem var best heppnað markaðslega séð og því sem manni finnst vera best heppn- að listrænt séð. Jamie Cullum fagnar tuttugu ára afmæli vinsælustu plötu sinnar með því að horfa fram á veginn. Hann spilar í annað sinn á Íslandi og kveðst vera heillaður af landinu. Píanóstjarnan Jamie Cullum kemur fram á tónleikum í Eldborg 15. mars. Jamie er einn vinsælasti tón­ listarmaður sinnar kynslóðar og plata hans Twentysomething gerði hann að mest selda djasstónlistar­ manni Bretlands þegar hún kom út 2003. Jamie var staddur á heimili sínu í Bretlandi þegar blaðamaður náði tali af honum og kvaðst vera spenntur að koma aftur til Íslands en hann spilaði síðast í Hörpu árið 2011. „Ég er mikið til heima um þessar mundir að semja tónlist og er ekki svo mikið að túra. Raunar eru tón­ leikarnir mínir á Íslandi einstakt til­ vik. Ég var í viðtali í útvarpinu þar sem ég var spurður að því hvar í röð­ inni Ísland væri í túrnum og svaraði að þetta væri eiginlega bara Ísland. Við erum í raun bara að koma af því okkur langaði til þess,“ segir Jamie. Heillaður af Íslandi Þú spilaðir síðast á Íslandi fyrir rúmum áratug, hvað fékk þig til að vilja koma aftur? „Ég hafði mjög gaman af þeim tón­ leikum. Í fyrsta lagi er Harpa frábær tónleikastaður, virkilega fallegt tón­ leikahús sem er gaman að spila í og með æðislegan hljómburð. Ég varð virkilega heillaður af Íslandi og mér finnst maður komast mjög nálægt innsta kjarna plánetunnar á Íslandi. Það hljómar kannski eins og klisja en fyrir gest eins og mig þá varð ég virkilega heltekinn og innblásinn af landinu. Við ætlum að koma daginn fyrir og dvelja aðeins lengur en við þurfum fyrir tónleikana.“ Spurður um hvers konar efni áhorfendur geta búist við að heyra segist Jamie ætla að spila blöndu af frumsömdu efni og þekktum ábreið­ um eins og hans er von og vísa. „Í ljósi þess að fyrsta platan mín sem gefin var út af stóru plötufyrir­ tæki kom út fyrir tuttugu árum þá hef ég verið að heimsækja alla kima tónlistar minnar undanfarið. Allt frá upphafi til dagsins í dag, þannig að þetta verður sannkallaður þver­ skurður alls sem ég hef gert undan­ farna tvo áratugi,“ segir hann. Erfitt að horfa til baka Twentysomething eða Tuttugu­ ogeitthvað var þriðja stúdíóplata Jamie Cullum og skaut honum upp á stjörnuhimininn þegar hún kom út haustið 2003 og hefur síðan þá selst í nokkrum milljónum eintaka. Cullum segir að til standi að endur­ útgefa plötuna á vínyl í tilefni tutt­ ugu ára afmælis hennar. „Það er erfitt fyrir mig að horfa til baka af því að sem skapandi mann­ eskja þarf maður að geta greint á milli þess sem var best heppnað markaðslega séð og því sem manni finnst vera best heppnað listrænt séð. Mér finnst Twentysomething hljóma eins og káti og æsti ungi maðurinn sem ég var á þeim tíma. Ég held að hún nái því mjög vel og upptökustjórinn Stewart Levine hjálpaði virkilega við að fanga eitt­ hvað sem var bara partur af tíðar­ andanum. Ég var svo hrekklaus og spenntur og dróst að djasstónlist en líka Radiohead og Jimi Hendrix, það náðist að fanga allt þetta á plötuna á hátt sem ég gæti ekki gert núna af því ég er annar maður í dag. Listrænt séð finnst mér ég líka vera orðinn miklu betri píanóleikari, söngvari og laga­ höfundur en ég var þá,“ segir Jamie. Algjör fertugsplata Þótt Jamie sé kominn annað segist hann gera sér grein fyrir því að margir haldi enn upp á Twenty­ some thing enda er hann sjálfur mikill tónlistarunnandi sem hefur gaman af fyrstu plötum listamanna. Spurður um hvort hann telji sig hafa þroskast mikið sem listamaður Mér finnst ég vera orðinn miklu betri tónlistarmaður Jamie Cullum finnst mikil- vægt að temja sér hógværð í tónlistinni og vill fremur samgleðjast öðrum tón- listarmönnum en öfunda þá af velgengninni. Mynd/Aðsend Jamie Cullum spilaði síðast á Íslandi í Hörpu árið 2011 og var fyrsta erlenda poppstjarnan til að koma fram í tónlistarhúsinu. FréttAblAðið/Anton brink undanfarin tuttugu ár segir Jamie: „Já, fjandinn hafi það, ég vona það alla vega.“ Er kominn t ími á framhald? Myndir þú íhuga að gera plötuna Fortysomething, eða Fjörutíu og eitt- hvað, núna? „Guð minn góður, ég held að síð­ asta platan mín sé algjör fjörutíu og eitthvað­plata miðað við það sem ég samdi fyrir hana. En mér finnst alltaf betra að horfa fram á við af því það er í raun eina leiðin til að ná einhverjum framförum. Ég er ekki einhver sem finnst gaman að endur­ heimsækja hluti, það kemur alla vega ekki náttúrulega til mín, vegna þess að ég er fyrst og fremst tónlist­ armaður og lagahöfundur. Að feta gamlar slóðir finnst mér ekki vera framför persónulega, kannski eru einhverjir sem hafa gaman af því en ég vil frekar bara halda áfram.“ Tónlistarmaður og útvarpsmaður Jamie Cullum hefur haldið úti viku­ legum djassþætti á BBC Radio 2 síðan 2010 þar sem hann fær til sín góða gesti úr tónlistarheiminum. Hann segir djassheiminn í dag vera mjög frjósaman og fjölbreyttan. Hvað er u ef t ir minnileg u st u augna blikin úr þættinum þínum og eftirminnilegustu gestirnir? „Þau eru svo mörg. Til dæmis að fá að vera einn af þeim fyrstu til að spila fólk eins og Gregory Porter, Jacob Collier og Lady Blackbird í útvarpinu, tónlistarmenn sem hafa síðan vakið athygli í megin­ straumnum og gert mjög góða hluti. Að takast að varpa ljósi á eitthvað sem er gott og að sjá það ná árangri lætur manni líða eins og maður sé að gera eitthvað gott fyrir tónlistar­ samfélagið og gerir manni kleift að baða sig í hæfileikum annarra. Það er mikil gjöf að geta notið þess þegar öðrum gengur vel í stað þess að verða afbrýðisamur og líða eins og það láti þig líta illa út. Að vinna í útvarpi gefur manni tækifæri til að njóta velgengni og hæfileika ann­ arra og það finnst mér vera góð leið til að lifa lífinu.“ Ný plata á leiðinni Jamie Cullum er að mestu leyti sjálf­ lærður tónlistarmaður en kveðst þó hafa byrjað að sækja sér einkatíma í píanóleik í Covid­faraldrinum, inn­ blásinn af börnunum sínum. Finnst þér námið hafa breytt því hvernig þú nálgast tónlist? „Nei, það hefur bara gefið mér f leiri liti til þess að mála með og gert mig auðmýkri. Af því að þegar maður lærir eitthvað og sér fólk sem er virkilega hæfileikaríkt þá áttar maður sig á því hversu mikið það hefur þurft að hafa fyrir því.“ Síðasta stúdíóplata Jamie er jóla­ platan The Pianoman at Christmas sem kom út 2021. Spurður um hvort von sé á nýrri plötu segir hann: „Já, ég er að vinna í henni akkúrat núna. Það er bókstaflega það sem ég er að fara að gera þegar við klárum þetta spjall. Hún er á leiðinni, ég veit ekki hvenær hún verður tilbúin en hún er á leiðinni og ég er ánægður með það sem er komið hingað til.“ n nánar á frettabladid.is Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is Fréttablaðið menning 199. Mars 2023 FimmTUDAgUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.