Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 9. mars 2023 Búðin sem hefur brotið blað í tískusögu landsins í tólf ár Tískuverslunin Curvy fagnar tólf ára afmæli og býður í afmælisveislu um helgina. Versl- unin sérhæfir sig í því að bjóða upp á falleg og vönduð tískuföt í fjölbreyttum stærðum. 2 Starfsfólk verslunarinnar leggur mikla ástríðu og metnað í að þjónusta og hjálpa viðskiptavinum. Á myndinni frá vinstri eru: Inga, Elísabet, Birta og Ingunn. Fréttablaðið/Eyþór Árnason thordisg@frettabladid.is Áberandi „eyeliner“ er eitt af tískutrendum ársins, samkvæmt tískubiblíunni Vogue. Kattaraugu eru enn og aftur í tísku, þegar augnblýantur er sveigður upp til hliðanna við enda efra augnloks, en nú má gera gott betur og draga þykkan augnblýant út frá neðri augnkróknum líka þar sem hann sameinast línunni á augnlokinu. Þessi aðferð kallast „siren eyes“ og hefur verið einkar vinsæl á TikTok þar sem hún er sýnd af mörgum flinkum í förðun. Útkoman getur í senn orðið rómantísk í anda gotn­ eskra tískustrauma eða svolítið lifuð og sjúskuð í anda „grunge“­ tískunnar. Í dag eru nýjustu augn­ blýantarnir orðnir viðráðanlegri en áður, það er auðveldara að beita þeim og lúkkið helst lengur eftir alla fyrirhöfnina. Andlitsskart er flott við­ bót í förðun, hvort sem fólk vill setja glitrandi steina í kringum augnumgjörðina, stöku freknur eða glitrandi munstur á andlitið. Augabrúnir eru látlausari og grennri en verið hefur og á tísku­ pöllunum hefur færst í aukana að fyrirsætur séu með aflitaðar augabrúnir sem gerir þær næstum gegnsæjar. Sumir áhrifavaldar hafa gengið skrefinu lengra og rakað augabrúnirnar af, sem er enn eitt afbrigðið af tísku vors og sumars og leggur enn meiri áherslu á fal­ lega málaða augnumgjörð. n Speglar sálar Skrautsteinum prýtt andlit gefur glit og glampa í augu. Fréttablaðið/GEtty Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.