Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 6
Síðustu lögin í Eurovision- riðli okkar voru kynnt í gærkvöldi. Flestir Eurovision- spekingar eru sammála um að fyrri riðillinn sé mun sterkari en sá sem Diljá keppir í. For- maður FÁSES segir Diljá eiga að fljúga inn á úrslitakvöldið og að landsmenn geti farið að skipuleggja gott partí. benediktboas@frettabladid.is Eurovision „Ég held að það sé nánast öruggt að við förum í úrslitin og upp úr þessum riðli,“ segir Ísak Pálmason, formaður Félags áhuga- fólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES). Síðustu lögin í síðari riðli Euro- vision, þar sem Diljá keppir, voru kynnt í gærkvöld. Armenía og Georgía kynntu þá sín lög og er Ísak sammála Eurovision-spekingum um að fyrri riðillinn sé mun sterk- ari. Þar keppa meðal annars Finnar, Svíar og Norðmenn, sem öllum er spáð góðu gengi. „Ég myndi alveg segja að við værum með eitt af sterkari lögunum í okkar riðli. Það er enginn augljós sigurvegari en það kæmi mér lítið á óvart ef Diljá yrði í topp þremur í undankeppninni,“ segir Ísak fullur bjartsýni. Ísak segir að lagið Power hafi fengið góða dóma úti í hinum stóra Eurovision-heimi. Sérstaklega í Bret- landi. „Þar hafa verið góð viðbrögð og sagt meðal annars að lagið henti vel inn í tónlistarsenuna þar í landi og því er spáð að það verði tekið vel undir í höllinni með henni.“ Hann bendir á að Íslendingar hafi orð á sér fyrir að velja góða flytjend- ur. „Við stöndum okkur vel undir pressu og flytjendur eru mjög góðir í að taka þátt í Eurovision-leiknum sem fylgir. Það er vel haldið utan um þá enda er bilað álag að vera ofur- stjarna í tvær vikur,“ segir hann. Eins og veðbankar standa núna er Svíum spáð sigri þrátt fyrir að vera ekki búnir að velja lag. Ísak bendir á að það sé samt ekkert gott að vera spáð sigri svona snemma og tekur dæmi frá 2014 þegar Conc- hita Wurst kom, sá og sigraði þvert á spár og 2017 var keppnin nánast formsatriði fyrir Ítali en Portúgal- inn Salvador Sobral söng sig inn í hjörtu Evrópubúa. „Núna er staðan þannig að allt getur gerst. Það er erfitt að toppa of snemma því það er svo margt sem getur gerst. Það kæmi mér ekkert á óvart ef sig- urinn yrði finnskur í vor. Ég held að það sé gott fyrir Eurovision-aðdá- endur að bóka Finnland á næsta ári missi fólk af Liverpool,“ segir Ísak en Finnar senda lagið Cha cha cha. n Það kæmi mér lítið á óvart ef Diljá yrði í topp þremur í undan- keppninni. Ísak Pálmason, formaður FÁSES gar@frettabladid.is Tyrkland Stjórnarandstaðan í Tyrk- landi sem oftast er sundruð hefur sameinast um einn frambjóðanda í forsetakosningum í maí. Kemal Kilicdaroglu, sem er 74 ára og leiðir stærsta veraldlega stjórn- málaflokk Tyrklands, verður leiðtogi Þjóðarbandalagsins sem sex helstu stjórnarandstöðuflokkarnir hafa myndað. Þjóðarbandalagið heitir því að vinda ofan af stefnu Erdogan Tyrklandsforseta í mannréttinda- málum, efnahagsmálum og utan- ríkismálum. Skoðanakannanir gefa til kynna jafnar kosningar þann 14. maí sem einkennast munu af tveggja ára- tuga einræði í valdatíð Erdogan. Forsetinn stendur nú andspænis sinni stærstu áskorun hingað til í skugga óðaverðbólgu, meintrar óstjórnar í efnahagsmálum og reiði almennings vegna viðbragða stjórnvalda við stóru jarðskjálft- unum sem kostuðu yfir 45 þúsund mannslíf í Tyrklandi. n Hyggjast vinda ofan af stefnu Erdogan Fylkingin gegn Erdogan Nýtt bandalag stjórnarandstæðinga Erdogan Tyrklandsforseta heitir því að vinda ofan af stefnumálum hans í kosningum sem margir telja að muni verða þær afdrifaríkustu í 100 ára sögu lýðveldisins. Kemal Kilicdaroglu, 74 ára, formaður stærsta veraldlega stjórnarandstöðuƒokksins, Lýðveldisƒokks fólksins. Valinn af sex ƒokka Þjóðarbandalaginu til að bjóða sig fram á móti Recep Tayyip Erodogan, 69 ára, í forsetakosningum í maí. MEGINLOFORÐ ÞJÓÐARBANDALAGSINS Heimild: Reuters, Bloomberg Myndir: Getty © GRAPHIC NEWS Snúa a£ur til þingræðis og endurvekja stöðu forsætisráðherra. Forsetaembættið verði eingöngu táknrænt og eitt sjö ára kjörtímabil. Réttur þjóðþingsins til að draga Tyrkland út úr alþjóðasamningum verði bundinn í stjórnarskrá. Ljúka ferli að fullri aðild að Evrópusambandinu. Treysta sambandið við Bandaríkin og eƒa gagnkvæmt traust. Endurvekja F-35 orrustuþotuverkefnið. Halda sambandi við Rússland á grunni jafnræðis. Endurreisa sjálfstæði dómstóla sem nú eru taldir lúta stjórn Erdogan. Tryggja að dómstólar innleiði úrskurði bæði stjórnlagadómstólsins og Mann- réttindadómstóls Evrópu hratt og vel. Styrkja tjáningarfrelsi og tryggja að gæsluvarðhald í aðdraganda réttarhalda verði eins stutt og unnt er. Lækka verðbólgu, sem var 55% í febrúar, niður í eins stafs tölu á næstu tveimur árum. Endurvekja stöðugleika tyrknesku lírunnar sem hefur tapað 80% af verðgildi sínu á síðustu ªmm árum. Endurvekja sjálfstæði seðlabankans. Draga úr valdi ráðuneyta, svo sem til að tilnefna ríkisstjóra. UTANRÍKISSTEFNA LAGALEGAR UMBÆTUR STJÓRNMÁLAKERFI EFNAHAGSMÁL Hægt að fara að plana partí því að Diljá er örugg áfram bth@frettabladid.is MývaTnssvEiT Talið er að hellirinn undir Jarðböðunum við Mývatn liggi í 8.000 ára gömlu hrauni. „Það er í raun fordæmalaust í þessum aðstæðum að hellisop opn- ist og finnist við byggingarfram- kvæmdir,“ segir Daníel Már Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Engir verkferlar eru til um hvern- ig skuli bregðast við þegar hellir finnst á framkvæmdasvæði. Því er úr vöndu að ráða en Daníel mun á morgun leggja leið sína niður í hell- inn, sem starfsmenn Jarðbaðanna hafa kallað Jarðbaðshelli. Hellirinn verður kortlagður og verndargildi hans metið. Ef hraunstrá eða annað viðkvæmt finnst kann að vera að umferð um hann verði ekki leyfð almenningi. Á hinn bóginn vinnur með vonum almennings um að fá notið náttúruvættisins hve langur, hár og víður hann er, að sögn Daníels. Ómögulegt er á þessu stigi að segja til um heildarlengd hellisins. Forskoðun starfsmanna Jarðbað- anna bendir til að hann gæti verið allt að 200 metra langar. Hellirinn liggur undir öll mann- virki Jarðbaðanna. Hrein tilviljun varð til þess við jarðvegsfram- kvæmdir verktaka vegna nýbygg- inga að starfsmaður sá hellisopið opnast skammt frá útiklefum bað- anna við rask á jarðvegi. „Þetta er einstakur fundur, ég held að aldrei áður hafi hraunhellir fundist við svona aðstæður,“ segir Daníel. n Fordæmalaus fundur fornhellis Fundur hraunhellisins er jafnvel enn merkari en fyrst var talið. Mynd/Aðsend Síðari riðill Eurovision Land Flytjandi Armenía Brunette Belgía Gustaph Kýpur Andrew Lambrou Danmörk Reiley Eistland Alika Grikkland Victor Vernicos Ísland Diljá Rúmenía Theodor Andrei Albanía Albina & Familja Kelmendi Ástralía Voyager Austurríki Teya and Salena Georgía Iru Khechanovi Litáen Monika Linkytė Pólland Blanka San Marínó Piqued Jacks Slóvenía Joker Out Diljá mun stíga á stokk í Liverpool 11. maí og á að fljúga inn í úrslitin. Úrslitakvöldið fer svo fram laugardaginn 13. maí. Mynd/MuMMi Lú 6 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 9. mARs 2023 FiMMtUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.