Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 2
Ég gagnrýni skort á faglegu ferli í þessum erfiðu aðstæðum. Jódís Skúla- dóttir, þingkona Vinstri grænna Kynnast íslensku gluggaveðri Mikill kuldi hefur geisað um landið seinustu daga og eru þessir erlendu ferðamenn vonandi undirbúnir fyrir íslenskt veðurfar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ferðafélag Íslands | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S. 568 2533 | www.fi.is Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 16. mars kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6. Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Skýrsla forseta um starfsemi félagsins á árinu sem leið. 2. Ársreikningur félagsins lagður fram með áritun endurskoðanda. 3. Lagabreytingar. 4. Kosin stjórn samkvæmt 5. grein félagslaganna. 5. Kosnir tveir skoðunarmenn og einn til vara. 6. Önnur mál. Atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi hafa: 1. Skráðir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald fyrir 2022. 2. Gengið hafa í félagið fyrir næstu áramót á undan aðalfundi. Stjórnin. Drengur Jódísar, Sigbjörn Skógar, fæddist og dó 3. júní síðastliðinn. MyNd/AÐseNd Þingkona missti barn í fyrra- sumar. Hún segir mikilvægt að landsmenn búi við jafnræði þegar dauðinn knýr dyra. bth@frettabladid.is StjórnSýSla Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna, missti dreng úr móðurkviði 3. júní síðast- liðinn, Sigbjörn Skógar Jódísarson. Jódís segist hafa fengið eins góða þjónustu og hægt var að vænta í kjölfarið en þar vó þungt að hún var stödd í Reykjavík, lá á Kvennadeild Landspítalans þegar missinn bar að. „Ég bý á Egilsstöðum, en þegar þetta gerðist var ég í bestu aðstæð- um, á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Jódís. „Ég velti fyrir mér hvað hefði orðið ef þetta hefði gerst fyrir aust- an,“ bætir Jódís við. Hún vísar til þess að víða á lands- byggðinni sé aðgengi að fagþjónustu í kjölfar dauðsfalls mjög ábótavant. Nefna megi skort á útfararstofum, líkbrennslu, ráðgjöf og fleira í þeim efnum. Jódís er f lutningsmaður tillögu um að dómsmálaráðherra skipi starfshóp um umönnun og geymslu líka. Mikilvægt er að hennar sögn að tekið verði saman hve mörgu sé ábótavant úti á landi. Landsmenn sitji ekki allir við sama borð þegar dauðinn knýr dyra. Fréttablaðið sagði frá því á dög- unum að dæmi væru um að lík væru f lutt með f lutningabíl innan um vörur svo sem kartöflupoka. Blaðið vitnaði í þingræðu Jódísar þar sem þetta kom fram. Segist Jódís hafa fengið mikil viðbrögð frá fólki en þau hafi einkum snúist um þá mis- munun sem íbúar búi við eftir land- svæðum. „Hér í Reykjavík höfum við líkhús og líkbrennslu, við höfum alla útfar- arþjónustu sem hægt er að veita,“ segir Jódís. „En ástandið er slæmt víða á landsbyggðinni. Það er mjög mikilvægt að aðgengi, umönnun og geymslu líkanna sé almennilega háttað, hvar sem fólk býr.“ Eitt dæmi er þegar kallað er eftir krufningu þegar tildrög andláts eru óljós. Krufningar fara allar fram í Reykjavík og þarf að flytja lík fram og til baka ef hinir látnu búa úti á landi. Jódís segir að allur gangur sé á flutningsmátanum. Þá geti mikill kostnaður hlotist af f lutningi fyrir aðstandendur. Ramma vanti utan um aðstæðurnar. „Ég held því ekki fram að þeir sem flytji lík geri það ekki af fullri virðingu,“ segir Jódís. „Ég gagnrýni skort á faglegu ferli í þessum erfiðu aðstæðum.“ Miklu fleiri líkhús þyrftu að vera úti á landi að mati þingmannsins. Af orðum hennar að dæma má álykta að aðstæðum fólks úti á landi sé engan veginn nægur gaumur gefinn. „Ég hjó eftir því í fyrra að mann- eskja í Reykjavík átti þess kost að vera f lutt til Akureyrar og fá læknisþjónustu þar. Þá fór af stað umræða um hreppaf lutninga og virtust margir mjög hneykslaðir. Þetta stakk mig vegna þess að við á landsbyggðinni höfum vanist svona flutningum sem normi. Við þurfum að sækja nánast alla þjónustu á einn stað, oft þvert yfir landið. Það leiðir oft af sér mikinn kostnað, að ekki sé talað um amann.“ n Missti son og vill jafnræðiAndstaða hefur aukist frá árinu 2021. FRÉTTABLAÐIÐ/GeTTy ser@frettabladid.is fiSkElDi Yfir sextíu prósent lands- manna eru andvíg laxeldi í opnum sjókvíum, að því er fram kemur í könnun Gallup sem gerð var seinni hluta síðasta mánaðar. Merkja má viðhorfsbreytingu meðal landsmanna gagnvart þess- ari eldisaðferð, en í sambærilegri könnun frá haustinu 2021 voru mun fleiri sáttir við sjókvíaeldi. Nýja könnunin sýnir jafnframt að ríf lega fimmtíu prósent sem tóku afstöðu vilja leggja bann við sjó kvía eldi á Íslandi. n Meirihluti á móti laxeldi í sjókvíum gar@frettabladid.is rEykjavík Hið heilsuspillandi efni asbest hefur fundist í húsinu Höfða við Borgartún. „Við endurnýjun á eldhúsinu á Höfða kom í ljós að asbestplötur voru undir dúk og í veggjum. Unnið er að því að fjarlægja það með aðstoð sérfræðinga,“ segir Eva Berg- þóra Guðbergsdóttir, samskipta- stjóri á skrifstofu borgarstjóra. „Asbest er ekki hættulegt nema það sé hreyft við því þannig að ekki er talin hætta á heilsutjóni,“ segir Eva. „Það er talið að þetta taki nokkrar vikur.“ Vegna þessa fara engir viðburðir nú fram í Höfða. Afhending Fjöru- verðlaunanna sem jafnan fer fram í húsinu var því flutt annað í gær. n Asbest í Höfða  lovisa@frettabladid.is fjÁrMÁl Rúmri viku eftir að opnað var fyrir framtalsskil einstaklinga hafa 29 prósent þeirra skilað því, eða 95.700. Á sama tíma fyrir ári höfðu 27 prósent skilað framtali. Alls eiga 330 þúsund einstaklingar að skila framtali fyrir 14. mars. „Fyrir þorra fólks eru framtals- skilin mjög einföld. Unnið hefur verið að því svo árum skiptir að auka áritun upplýsinga í framtöl einstaklinga. Fyrir flest tekur fram- talsgerðin því mjög stuttan tíma. Gott er að fara yfir allar tölur þótt fæstir þurfi að gera leiðréttingar á þeim,“ segir Jónas Magnússon, rit- stjóri stafrænna miðla. Gera þarf grein fyrir ýmsum eignabreytingum, svo sem bíla- kaupum. „Almennt er fæst af þessu flókið og alltaf hægt að hringja og fá aðstoð ef í harðbakkann slær.“ n Þrjátíu prósent búin að skila Jónas Magnús- son, ritstjóri stafrænna miðla hjá Skattinum 2 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 9. mARs 2023 fiMMtUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.