Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 10
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is halldór Frá degi til dags Þetta eru herfræði- legar ham- farir. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Nú hefur Sorpa viðurkennt mistök við byggingu f lokkunarstöðvar í Álfsnesi. Framkvæmdastjóri segir að mistök hafi verið gerð þegar ákveðið var að kaupa f lokkunarkerfi sem vitað var að myndi ekki skila af sér nothæfri moltu. Takið eftir! „Vitað var að f lokkunarkerfið myndi ekki skila af sér nothæfri moltu.“ Hver kaupir rándýrt f lokkunar- kerfi sem vitað er að skilar ekki nothæfu hráefni til moltugerðar? Það gerði Sorpa. Milljarður er farinn í súginn hjá Sorpu. Reyndar hafði stjórn Sorpu mikla trú á þessu f lokkunar- kerfi í byrjun. Bundnar voru einnig væntingar við vindflokkara sem Sorpa fjárfesti í. Vindflokkarinn er sérstakur vélbúnaður sem fékk nafnið Kári og átti hann að blása léttu plasti frá þyngra lífrænu efni. Þetta gekk reyndar aldrei almennilega og ef rétt er munað bilaði Kári. Nú hefur Kári verið blásinn endanlega af og einnig móttöku- og f lokk- unarstöðin í Álfsnesi eins og hún leggur sig. Skella á í lás því aldrei mun koma nothæf molta út úr framkvæmdinni og eru mistök viðurkennd. Stjórn hlustaði ekki á varnaðarorð Við þessu var margsinnis varað meðal annars af borgarfulltrúa Flokks fólksins sem fékk fátt annað en bágt fyrir frá meirihlutanum og fulltrúa borgar- innar í stjórn Sorpu. Hér má vísa í eina af mörgum bókunum Flokks fólksins frá 2021 þar sem varað er við að aldrei komi nothæf molta út úr þessu kerfi: „GAJU var lýst sem töfrabragði, átti að geta tekið blandað sorp og gert úr því hágæða moltu. Fyrir utan Kára átti að veiða málma úr sorpinu með segli, en aðeins járni er hægt að ná með segli. Stjórn Sorpu hlustaði ekki á varnarorð. Niður- staðan varð plastmenguð molta með málmum og gleri, mengun langt yfir viðmiði. Sorpa hindraði aðgengi að gögnum. Sorpa neitaði að afhenda sýni. Gögn voru loks afhent sem sýndu að 1,7% af moltu var plast, 2 mm eða stærra. Viðmiðið á að vera 0,5%. Moltan var með öllu ónothæf. GAJU-ævin- týrið, þessi hluti alla vega, var bara draumsýn sem kostað hefur borgarbúa og aðra eigendur Sorpu ómælt fé.“ n Kári blásinn af  Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Kynntu þér dreifingu Fréttablaðsins Skannaðu kóðann í snjalltækinu þínu Nánari upplýsingar www.frettabladid.is/stodsidur/dreifing Í einu áhrifamesta ritverki allra tíma ferðast austurríski stíljöfurinn Stefan Zweig frá þeirri vongleði sem skein úr andlitum Evrópumanna við dagsbrún síðustu aldar til þess örvænis sem lesa mátti úr sömu ásjónum um miðbik þessa sama árhundraðs. Áfallið mikla var Zweig um megn. Lífslöng- unin hvarf eftir endurtekin heimsstríð. Mann- kynið gæti ekki búið í sátt og friði. Ekki eru liðnir nema tveir áratugir af nýrri öld þegar Evrópubúar horfa fram á miskunnarlausa innrás Rússa í Úkraínu þar sem saklausir íbúar eru stráfelldir í heimahúsum og á götum úti – og þeir hinir sem eftir lifa hírast í sundurskotnum byggingum og neðanjarðarbyrgjum. Sagan endurtekur sig. Enn einu sinni verður fólki hugsað um veröld sem var. Líkurnar á að friðurinn sé úti á komandi tímum, eins og raunin var á síðustu öld, eru meiri en minni. Þjóðir heims eru að fylkja sér í tvær ólíkar fylkingar. Svo er nú komið að lýð- ræðið og andlýðræðið standa andspænis hvort öðru, grá fyrir járnum. Ekki eru liðnir nema þrír áratugir frá því ríkin sem kenna sig við G7, Bandaríkin, Bret- land, Frakkland, Ítalía, Kanada, Japan og Þýskaland, höfðu yfir að ráða tvöfalt meiri her- styrk en hinar svokölluðu Briks-þjóðir, Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka, en þær hafa bundist sterkum böndum á síðustu áratugum. En þróunin í vopnabúrinu er öll á einn veg. Þegar aldarfjórðungur er að verða liðinn af nýrri öld er álitið að herstyrkur G7-ríkjanna og Briks-hópsins sé álíka mikill. Hlutföllin hafa riðlast, þeim síðarnefndu í hag. Og þau eiga eftir að riðlast enn frekar. Sér- fræðingar í varnar- og öryggismálum telja allar líkur vera á því að um miðja öldina muni Briks-þjóðirnar ráða yfir helmingnum af öllum hergögnum þessa heims, en G7-löndin aðeins fimmtungnum af vígvélunum. Þetta eru herfræðilegar hamfarir, slíkar eru og verða breytingarnar í hervæðingu heims- kringlunnar á einum mannsaldri eða svo. Til viðbótar verða Evrópubúar að rýna í mögulegar afleiðingar þess að Bandaríkin gangi úr skaftinu í þessum efnum. Augljóst er að þar í landi vaða uppi einangrunar- og aðskilnaðaröfl sem hafa ímugust á þeim opna og alþjóðlega heimi sem stjórnvöld í Washing- ton hafa löngum trúað á. Fjölmargir stjórnmálaskýrendur segja ekki lengur nokkra framtíð í því að byggja Atlants- hafsbandalagið upp í kringum Bandaríkin. Evrópa verði að geta staðið á eigin fótum með varnir sínar og öryggi. Og Ísland er þar á meðal. n Veröld sem var kristinnhaukur@frettabladid.is Milljarðamæringar Mál málanna núna er rifrildi tveggja milljarðamæringa á netinu. Einn góður milljarða- mæringur og einn vondur millj- arðamæringur. Rifrildið snerist um hvort sá góði hefði vinnu hjá hinum vonda eða ekki. Eins og milljarðamæringar þurfi yfir höfuð að hafa vinnu. Þeir eiga milljarða. Allavega, þá endaði rifrildið vel. Vondi milljarðamær- ingurinn bað þann góða afsök- unar á framferði sínu og bauð honum að halda áfram að vinna hjá sér. Góði milljarðamæringur- inn er nú að íhuga það. Já, það er gott að þessi saga endaði vel. Sérstaklega fyrir okkur Íslend- inga sem eigum eins vegabréf og góði milljarðamæringurinn. Nú getum við farið út í daginn sátt og haldið brauðstritinu áfram. The Last of Us Verkfræðistofan Efla hefur fund- ið enn eitt mygluhreiðrið, núna heilsugæslustöðina á Akureyri. Virðist svo sem ekki ein einasta bygging sé óhult fyrir þessu, sérstaklega ekki opinberar bygg- ingar, meira segja ekki á Akur- eyri. Íslendingar hafa nú mikinn áhuga á myglu. Svo mikinn að þeir horfa stíft á sjónvarpsþætti um hana. The Last of Us fjallar um heimsyfirráð myglusvepps og hvernig sveppurinn stjórnar heilum fólks. Kannski verður þetta raunin. Eða … kannski er sveppurinn nú þegar búinn að taka yfir og farinn að stýra hegðun okkar. n Hver kaupir rándýrt flokkunar- kerfi sem vitað er að skilar ekki nothæfu hráefni til moltu- gerðar? Það gerði Sorpa. 10 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 9. mARs 2023 FIMMTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.