Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 14
„Ótrúlegt en satt, þá byrjaði þetta allt í bílskúrnum árið 2011. Ég var 23 ára gömul og var að vinna sem grafískur hönnuður en hafði líka mikla reynslu af búðabransanum. Ég var nýbúin að eiga stelpuna mína, fann að líkaminn hafði breyst töluvert og það var orðið nánast ómögulegt fyrir mig að finna föt sem pössuðu og mér fannst flott,“ segir Fríða Guð- mundsdóttir, eigandi Curvy. Á þessum tíma hélt Fríða úti tískubloggi á netinu. „Þannig fann ég að það sem ég var að leita að var vissulega til, en bara ekki á Íslandi. Það voru kannski tvær eða þrjár verslanir á Íslandi sem buðu upp á fjölbreyttari stærðir og í mörgum tilfellum fannst mér sniðin og stíllinn á þeim klæðnaði ekki henta mér. Mér fannst vanta meiri fjölbreytni og þá snið sem gætu líka hentað yngri konum.“ Draumurinn rætist „Ég fann frá mörgum lesendum mínum að þeir voru sammála mér um að það vantaði meiri fjölbreytni í „plus size“ tískuna á Íslandi og fann að það vantaði klárlega eitthvað á markaðinn á Íslandi. Draumurinn var alltaf að opna verslun og þarna sá ég tæki- færi sem ég gat ekki hunsað. Ég bar þessa hugmynd undir mömmu sem fannst ég vera alveg galin, en gat þó ekki annað en haft trú á dóttur sinni sem var sannfærð um að þetta ætti eftir að slá í gegn. Eftir góðan tíma og mikla rannsóknar- vinnu tók ég af skarið, hafði sam- band við nokkur erlend merki sem voru að fókusa á stærri stærðir og eftir það byrjaði boltinn að rúlla.“ Árið 2011 fór curvy.is í loftið sem netverslun. „Fyrst átti þetta bara að vera netverslun en vatt svo fljótt upp á sig. Við enduðum á að innrétta bílskúr eins og litla búð og tókum þar á móti viðskiptavinum sem vildu fá að skoða vörurnar og máta. Ég fékk mjög mikla hjálp frá foreldrum mínum og má segja að þetta hafi þróast strax í að verða fjölskyldufyrirtæki,“ segir Fríða. Breiður hópur viðskiptavina Haustið 2012 var fyrsta fataverslun Curvy opnuð í Nóatúninu. „Síðan þá höfum við stækkað jafnt og þétt og flutt búðina í tvígang. Í dag er verslunin við Fellsmúla 26 og höfum við reglulega bætt við okkur fleiri merkjum, vöruflokk- um og erum hvergi nærri hættar.“ Fyrst byrjaði verslunin með fatnað í stærðum 42–60 en smátt og smátt bættust við sundföt, íþróttaföt og breiðari skór. „Nú síðast bættust við undirfötin en þau komu mikið á óvart og hafa slegið þvílíkt í gegn hjá okkur. Það er ótrúlega gaman að sjá hversu breiður aldurshópur kemur til okkar en það er ekki óalgengt að sjá mæðgur koma saman að versla. Svo höfum við árlega boðið upp á fermingarlínu sem hefur ávallt verið vel tekið. Við reynum líka að stilla verðinu í hóf en höfum því miður barist við verðhækkanir hjá birgjum eins og aðrar verslanir hér á landi. Sem betur fer höfum við náð að hagræða í rekstri til þess að halda verðhækkunum í lágmarki,“ segir Fríða. Tólf ár í tískunni Curvy fagnar tólf ára afmæli í ár. „Við hefjum afmælishelgina okkar strax í dag, fimmtudag, og verðum með léttar veitingar í búðinni. Þá ætlum við að bjóða 20% afslátt af öllum vörum út sunnudag. Fyrstu þrjátíu viðskiptavinir sem versla fyrir yfir 12 þúsund krónur fá gjafapoka og tveir heppnir geta unnið 20 þúsund króna gjafabréf. Svo verður líka smá sprell inni á samfélagsmiðlunum okkar í tilefni afmælisins þar sem við birtum vís- bendingar um fjölda afsláttarmiða sem við felum um alla búð fyrir heppna viðskiptavini að finna.“ Allir líkamar eru fallegir Að sögn Fríðu hefur margt skemmtilegt átt sér stað síðustu tólf árin. „Við höfum verið óhræddar við að prufa nýja hluti til að vekja athygli á Curvy og því sem við stöndum fyrir. Sem dæmi tókum við þátt í verkefni með Siggu Lund árið 2013. Þar hélt ég fyrirlestur með fleiri góðum konum á námskeiði þar sem yfirskriftin var Líkamsvirðing – sjálfsvirðing: Frá átökum og öfgum yfir í vellíðan, virðingu og sátt. En þetta viðfangsefni hefur verið mér mikið hugleikið í mörg ár og mér finnst rosalega mikilvægt að halda umræðunni gangandi um jákvæða líkamsmynd og að allir líkamar séu fallegir. Við leggjum mikla áherslu á samfélagsmiðlana okkar og notum okkur sjálfar mjög mikið þegar við sýnum fötin á Instagram. Okkur finnst mikilvægt að hafa fjölbreyttar týpur og líkama sem sýna fötin. Sem betur fer hefur úrvalið orðið töluvert betra hér á Íslandi á síðustu tólf árum. En það sem mér finnst við hafa fram yfir margar aðra verslanir er að starfsfólkið sem vinnur hjá okkur hefur svo mikla ástríðu og metnað til að þjónusta og hjálpa. Við tengjum algjörlega við þennan vanda að finna á sig föt sem passa og manni líður vel í. Viðskiptavinir okkar eru mjög ánægðir með að hafa það úrval og þann valkost sem Curvy býður upp á,“ segir Fríða. Fyrir dömur og bráðum herra „Við erum ávallt með augun opin fyrir nýjum merkjum og eru dönsku merkin Kaffe Curve og Zizzi vinsælustu merkin okkar. Nýlega bættist við í hópinn Fransa Plus. Þessi merki bjóða öll upp á vandaðan fatnað í stærðum 42–60 og úrvalið er ótrúlega gott,“ segir Fríða. Að sögn Fríðu munu spennandi hlutir gerast í haust. „Þá eigum við von á herralínu, en við munum auglýsa það betur síðar,“ segir hún. „Tískan í dag hefur breyst svo mikið og það eru engin boð og bönn lengur. Þú mátt einfaldlega klæðast því sem þú vilt og finna þinn eigin stíl. Og eitt af því sem okkur finnst skemmtilegast er þegar við fáum fyrirspurnir eða sérstakar óskir um ákveðna vöru. Þá förum við af stað og höfum samband við alla birgja til þess að geta svo boðið upp á hana í búðinni,“ segir Fríða. Vor- og sumarvörurnar streyma inn núna og er búðin einstaklega björt og með glaðlegt yfirbragð. „Dragtir í alls konar litum eru mikið að koma inn núna. Bjartir tónar eins og lavender, ljósappel- sínugulur, grænn og ljósblár eru mjög áberandi fyrir sumarið. Við finnum líka að margir Íslendingar eru á leið til útlanda í hitann og því er mjög mikil sala í sundfötum og léttari sumarklæðnaði.“ Sterk netverslun skipti máli Að sögn kom það sér vel að vera með sterka netverslun í faraldr- inum. „Á þeim tíma fór mestöll salan í gegnum curvy.is og það bjargaði okkur algerlega á þessum tíma að hafa lagt metnað í hana á sínum tíma. Í dag er þó auð- vitað mun meira líf í búðinni sem okkur finnst að sjálfsögðu miklu skemmtilegra. Netverslunin stendur þó enn sterk og þjónustar landsbyggðina prýðilega. Ég held að í og eftir Covid hafi Íslendingar svolítið uppgötvað þessi þægindi sem það er að panta á netinu og fá sent heim. Við í Curvy bjóðum upp á fría heimsendingu og fjórtán daga skilafrest svo það er auðvelt að panta og skila ef varan passar ekki. Curvy-ævintýrið heldur áfram og það er ótrúlega gaman að geta fagnað tólf ára afmælinu í ár og líta stolt til baka með það í huga að við höfum brotið blað í sögu tísku- verslunar á Íslandi þegar kemur að fatnaði í fjölbreyttari stærðum og jákvæðri líkamsmynd,“ segir Fríða að lokum. Curvy er staðsett að Fellsmúla 26 í Hreyfilshúsinu við Grensás- veg. Netverslun: curvy.is. Sími: 581-1552. Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Curvy er með frábært úrval af fallegum sundfatnaði og undirfötum. Sumarflíkurnar eru komnar í Curvy og segir Fríða að dragtir í alls konar björtum og fallegum litum verði áberandi í vor og sumar. Fríða segir það gaman að sjá hversu breiður aldurshópur sæki verslunina heim, en þar má finna fjölbreytt úrval af fallegum tískufatnaði. Curvy býður í tólf ára afmælis- veislu sem stendur yfir frá deginum í dag til sunnu- dags. Afslættir, gjafapokar og vinningar. Þetta viðfangsefni hefur verið mér mikið hugleikið í mörg ár og mér finnst rosalega mikilvægt að halda umræðunni gangandi um jákvæða líkams- mynd og að allir líkamar séu fallegir. Fríða Guðmundsdóttir Fríða Guðmundsdóttir stofnaði Curvy fyrir tólf árum þegar hún kom auga á að úrvalinu af tískufatnaði í fjölbreyttari stærðum var afar ábótavant á Íslandi. FRéttABLAðið/Anton BRink 2 kynningarblað A L LT 9. mars 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.