Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 24
Ólíkir vinklar á fjölbreyttu við- fangsefni koma saman í mál- stofum og erindum á Hugvísinda- þingi sem hefst á morgun. arnartomas@frettabladid.is Hugvísindaþing 2023 hefst á morgun og stendur fram á laugardag. Þar er borið fram það helsta á döfinni í heimi hug- vísinda í stuttum fyrirlestrum og mál- stofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. „Þarna koma fram hugvísindi í sínum breiðasta skilningi, bókmenntir, tungu- mál, saga og svo framvegis,“ segir Mar- grét Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri Hugvísindastofnunar HÍ. „Við vinnum þetta þannig að fólk sem hefur áhuga á að skipuleggja málstofu finnur aðra sem hafa áhuga á efninu. Þannig verða til hópar sem senda saman inn efni og stundum hefur sprottið upp einhvers konar samstarf í kjölfarið. Þingið var fyrst haldið árið 1996 en hefur verið árlegur viðburður frá 1999. Það féll þó niður árið 2021 – af óvið- ráðanlegur ástæðum sem allir þekkja. Við höfum heldur ekki getað boðið upp á opnunarfyrirlestur síðan 2019 en í ár verður Vilhjálmur Árnason heiðursfyrir- lesari og talar um samtalið sem siðferði- legt hugtak. Hugvísindaþing er almennt vel sótt en Margrét fer óhefðbundnar leiðir til þess að mæla aðsóknina ár hvert. „Ég hef stundum mælt þetta bara í kleinum og út frá því hefur mér oft sýnst þetta vera um 400-450 manns sem koma við,“ segir hún. „Ég hef líka reynt að mæla þetta með vísindalegri aðferðum og reynt að telja gesti en kleinurnar tala sínu máli.“ Fjölbreyttir vinklar Málstofurnar á þinginu verða fjölbreytt- ar en þar verður meðal annars fjallað um Maríu mey sem einn mesta áhrifavald allra tíma, stef úr heimspeki fornaldar og Grýlu og hennar misfríðu krakkastóð. Ein málstofan ber yfirheitið Arfleið Bíbíar í Berlín – Hvernig fann þroska- skert kona lífi sínu farveg? Þar verða ævi og störf Bjargeyjar Kristjánsdóttur, betur þekkt sem Bíbí, í brennidepli en Háskólaútgáfa gaf sjálfsævisögu hennar út í fyrra í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. „Ég er nú ekki manna fróðust um Bíbí en hún bjó á elliheimili um tíma og síðar kom í ljós að hún hafði skrifað sjálfsævi- sögu sína,“ segir Margrét. „Það kom svo nýlega í ljós að hún hafði líka haldið dag- bækur en þær fundust bara fyrir algjöra tilviljun í tengslum við rannsóknaverk- efnið sem verið var að vinna. Saga henn- ar er heillandi og sorgleg og sýnir okkur líka hvernig við getum vanmetið fólk.“ Þá er Austurland þemað í annarri málstofu þar sem sagnfræði- og forn- leifafræðirannsóknir á landshlutanum verða skoðaðar. „Þarna kemur saman fólk sem nálgast landshlutann úr mismunandi áttum en það sem sameinar þau er Austurland. Hrefna Róbertsdóttir talar til að mynda um Vopnafjörð undir lok átjándu aldar en Hrafnkell Lárusson er nýlega búinn með sína doktorsritgerð sem tengdist Austurlandi. Ég held það hafi ekki gerst áður að svæði á landinu hafi verið þema í málstofu hjá okkur á sambærilegan hátt,“ bætir Margrét við. Nýjar greinar trekkja að Hugvísindin eru breitt fræðasvið og segir Margrét að nemendur þar deilist á margar greinar, hvort sem um er að ræða ritlist, siðfræði, bókmenntir eða aðrar greinar. „Við erum með margar greinar og nemendur eru mjög mismargir,“ útskýrir hún. „Það eru ekki miklar sveiflur á Hug- vísindasviði yfirleitt en dreifingin getur breyst milli greina.“ Þá eiga nemendur það til að sækja í nýjar greinar. „Þær mæta oft einhvers konar upp- safnaðri þörf og til að mynda eru margir nemendur að læra kóresku núna sem var nýlega farið að bjóða upp á,“ segir Mar- grét. „Pólskan er svo glæný og á eftir að reyna á vinsældir hennar.“ Hugvísindaþing er öllum opið og aðgangur ókeypis. n Ég hef stundum mælt þetta bara í kleinum og út frá því hefur mér oft sýnst þetta vera um 400-450 manns sem koma við. Margrét Guð- mundsdóttir, verkefnisstjóri Hugvísindastofn- unar HÍ Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Merkisatburðir | Þetta gerðist | | 9. Mars 1950 Elsku eiginmaður minn, pabbi, afi og langafi okkar, Gunnar Hans Pálsson byggingarverkfræðingur, lést á Landakotsspítala, fimmtudaginn 2. mars. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 16. mars kl. 11. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á góðgerðarfélög. Kærar þakkir færum við öllum sem komu að umönnun hans. Sesselja Guðrún Kristinsdóttir Guðrún Gunnarsdóttir Þór Sigurjónsson Steinþór Örn Gunnarsson Sonja Björk Dagsdóttir Hrund Þórsdóttir Óskar Páll Elfarsson Freyr Þórsson Eva Hlín Hermannsdóttir Birnir, Dagmar, Ísak, Bjarki, Arnar, Sunna og Sölvi Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Rögnu Erlendsdóttur frá Þorlákshöfn. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Ási fyrir hlýhug og góða umönnun. Linda Björg Sigurðardóttir Guðlaug Sigurðardóttir Björgvin Jón Bjarnason Jónas Sigurðsson Áslaug Hanna og fjölskyldur Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, sonar, bróður og mágs, Ármanns Einarssonar Básahrauni 44, Þorlákshöfn. Linda Ósk Jónsdóttir Unnur Rós Ármannsdóttir Guðmundur J. Ármannsson Magnea Ásta Magnúsdóttir Jón Þór Eyjólfsson Einar Friðrik Sigurðsson Helga Jónsdóttir Eydís Einarsdóttir Jörgen Jörgensen Sóley Einarsdóttir Guðbjartur Örn Einarsson og frændsystkini Hugvísindaþing margra kleina Hugvísindin eru breitt fræðasvið og deilast nemendur á margar en oft fámennar greinar. Mynd/Aðsend Fyrstu tónleikar sinfóníuhljómsveitar Íslands fóru fram í austurbæjarbíói í reykjavík þann 9. mars 1950. Telst þetta vera stofndagur sveitarinnar þótt hún hafi hafið æfingar um mán- uði áður. Hljómsveitina skipuðu 39 hljóð- færaleikarar undir stjórn róberts abrahams Ottóssonar og á efnis- skránni voru verk eftir Beethoven, schubert, Haydn og Bartók. aðgangs- eyrir var 20 krónur og voru gestir greinilega ekki sviknir um peninginn enda greindu dagblöðin frá þeim miklu fagnaðarlátum sem brutust út að tónleikunum loknum. aðdragandinn að stofnun sinfóníu- hljómsveitarinnar var langur og hafði verið erfitt að fá peninga til að styðja við verkefnið. Fyrir þennan tíma höfðu ýmsar tilraunir verið gerðar til stofnunar svipaðrar sveitar og má þar nefna Útvarpshljómsveitina sem starfrækt var í nokkur ár. starfsemi hljómsveitarinnar fór hægt af stað og stóð rekstrargrundvöllur hennar oft tæpt. Tímamót urðu svo í sögu hennar árið 1982 þegar alþingi samþykkti lög um sveitina. n Sinfóníuhljómsveit Íslands stofnuð 1776 auðlegð þjóðanna, hið áhrifaríka rit adams smith, kemur út. 1796 Napóleon Bonaparte giftist fyrstu konu sinni, Jose- phine de Beauharnais. 1833 sigurður Guðmundsson málari fæðist. 1945 Japanar leggja allt Indókína undir sig. 1953 Útför Jósefs stalín gerð í Moskvu eftir fjögurra daga sorg. 1962 Nasser,forseti Egyptalands, lýsir því yfir að Gaza tilheyri Palestínumönnum. 1986 Kafarar úr flota Bandaríkjamanna finna stjórnklefa geimskutlunnar Challenger með líkum allra geim- faranna sjö sem fórust með skutlunni. 1987 The Joshua Tree, plata hljómsveitarinnar U2 kemur út. 1991 Tugþúsundir mótmæla stjórn slobodans Milosevic í Belgrad. 1997 Bandaríski rapparinn The Notorious B.I.G. myrtur í Los angeles. 2007 Byggingu nýja Wembley-leikvangsins í Lundúnum lýkur. 16 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 9. mARS 2023 FImmtUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.