Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 12
Auðvelt er að detta í þá gryfju að halda að mælingar á trausti séu beintengdar dægur- málum eins og snjó- mokstri eða viðhalds- málum í skólum og leikskólum. Þar er umræða um orkukrísuna á megin- landinu þó sett til hlið- ar, sem ESB-leiðtogar bera mikla ábyrgð á og kostar marga íbúa ESB mánaðarlega reikninga sem nemur húsnæð- isafborgun. Traust var rætt í borgarstjórnarfundi í vikunni. Traust er mikilvægt en það fer dvínandi í heiminum. Sérstaklega traust til opinberra aðila sem áður var mikið en er nú lítið. Samsæris­ kenningar lifa góðu lífi og popúlismi og jaðarskoðanir grassera um allan heim. Við lifum sannarlega á sérstök­ um tímum sem á síðar eftir að vera lýst sem tímabili öfga, þjóðernispop­ úlisma og stríða. Og hvers vegna skrifa ég um þetta hér í tengslum við traust til borgarstjórnar? Jú, það er vegna þess að mitt í þessu umróti lifum við og hrærumst. Alla daga fáum við fréttir, fáum ekki fréttir og fáum falsfréttir með gríðarlegum fyrirsögnum. Á dögunum var kynnt könnun Gallup á trausti til stofnana og embætta. Í þeim gögnum kemur í ljós að traust til borgarstjórnar hefur minnkað á milli ára og er það áhyggjuefni. Borgarbúar eru þó tvö­ falt líklegri til að treysta borgarstjórn en íbúar nágrannasveitarfélaganna og þrefalt líklegri en fólk á lands­ byggðinni. Auðvelt er að detta í þá gryfju að halda að mælingar á trausti séu beintengdar dægurmálum eins og snjómokstri eða viðhaldsmálum í skólum og leikskólum. En mæling á trausti er flóknari en svo. Hvað getum við gert? Ég átta mig vel á að almennt dvín­ andi traust til opinberra stofnana er mun stærra mál en traust til borgar­ stjórnar Reykjavíkur, en sem forseti borgarstjórnar vil ég taka til mín hvað getum við gert betur í Reykja­ vík. Pólitík er pólitík en ég sé að við getum gert mikið. Í borgarstjórn, fagráðum og nefndum vinnum við saman. Langoftast í sátt og sam­ lyndi en samt virðast landsmenn halda að hér séum við að rífast og þræta alla daga. Ég vil stuðla að góðum samskipt­ um sem byggjast á virðingu. Við verðum seint sammála, öll í borgar­ stjórn. Hér tökum við þúsund og eina ákvörðun alla daga. Um þær eru mismunandi skoðanir, alls ekki alltaf sem allir eru sáttir og þann­ ig verður það alltaf. En við getum hins vegar viðhaft góð samskipti og virðingu fyrir hvert öðru, fyrir þjón­ ustu borgarinnar, fyrir starfsfólki, talað máli borgarinnar, talað vel um þjónustu borgarinnar, vel um starfs­ fólkið og vel um borgarfulltrúa allra flokka. Við erum öll samábyrg. Við getum öll haft áhrif á það að breyta þessu ef við viljum. Það verður ekki gert með því að benda í allar áttir. Það er í okkar höndum ef við viljum auka traust íbúa borgarinnar. Tökum höndum saman um að efla traust Ég mun taka málið inn til forsætis­ nefndar Reykjavíkur þar sem ég vil gjarnan ræða hvað við getum gert saman til að traust til borgarstjórn­ ar aukist. Þetta verkefni er þverpól­ itískt og okkur öllum í hag að auka traust Reykvíkinga. Við munum þar taka ríkið okkur til fyrirmyndar en fyrir liggur ítarleg vinna frá 2018 um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu frá forsætisráðuneyt­ inu. Hér er um langtímaverkefni að ræða og ég tek það verkefni að mér heilshugar. n Traust til lýðræðisins Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar og forseti borgar- stjórnar Nudd Nudd Nudd Slökunarnudd í miðbæ Reykjarvíkur. Lausir tímar. Sími 694 7881, Janna. Óska eftir manni með vinnuvélaréttindi Looking for a man with a machine exam Óska einnig eftir smið í vinnu eða manni sem hefur unnið við smíðar. Upplýsingar í síma 893 5374 nybyggd@gmail.com Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Á Íslandi er spenna í hagkerfinu og of mikil þensla. Það er vandamál af öðrum toga en flest samanburðar­ lönd okkar glíma við. Baráttan við verðbólguna sem er samfara of mikilli þenslu ætlar að vara lengur en við höfðum vonað. Það er til mikils að vinna að við náum henni niður, en við erum blessunarlega vel í stakk búin til að takast á við verð­ bólgu. Því er hins vegar alltaf hægt að treysta á að ESB­þingmenn á Alþingi grípi öll tækifæri til að tengja við­ fangsefni okkar og vandkvæði við aðild að Evrópusambandinu og upptöku evrunnar. Í því skyni finna þeir hagstæðustu dæmin í hverju landi, en vísa svo gjarnan almennt í ESB eða evrusvæðið um þessi dæmi. Við getum verið sammála um að hér er allt of há verðbólga. Verð­ bólgan er þó um 10%, sem er sama tala og meðalverðbólgan í ESB, en á því svæði er verðbólgan hæst yfir 26% um þessar mundir. Þrátt fyrir verðbólgu og aðrar áskoranir hefur kaupmáttur allra tekjuhópa aukist hér verulega á síðustu árum. Laun á Íslandi eru mjög há í alþjóðlegum samanburði og hafa hækkað hér u.þ.b. tvöfalt meira á undanförnum árum en í helstu samanburðarríkjum. Tekjur íslenskra heimila hafa þannig aukist mikið og mun meira en sem nemur verðbólgu. Staða heimilanna birt­ ist skýrt í þeirri staðreynd að van­ skil heimilanna á lánum hafa ekki mælst lægri í langan tíma og aldrei hafa færri heimili átt erfitt með að ná endum saman. Hér er atvinnustig jafnan hátt og atvinnuleysi í janúar síðastliðinn var 3,6%. Meðal atvinnuleysi á evrusvæðinu samkvæmt OECD var hins vegar 6,7% á sama tíma, þar af yfir 7% í Frakklandi og 13% á Spáni. Meðal atvinnuleysi ungs fólks á evrusvæðinu var reyndar tæp 15% á sama tíma. Vegna hárra nafnvaxta hér eru lágir vextir algeng sölulína hjá ESB­ sinnum nú sem fyrr. En eins og með svo margt annað innan ESB, þá er vaxtaprósentan þar eins misjöfn og löndin sem sambandið mynda. Ekki er því hægt að setja samasemmerki milli vaxta, og annarra lánskjara, og aðildar og ekki heldur myntar. Vaxta prósentan segir aukinheldur ekki alla söguna þar sem vextir eru mjög lágir. Meðal annars þarf að skoða hvort stöðnun ríkir í viðkom­ andi ríki. Samanburður á hagvexti í Evrópusambandinu og Íslandi telst langt í frá vera aðild til framdráttar, enda er hagvöxtur sjaldan ræddur af ESB­sinnum. Lágur framfærslukostnaður er önnur vinsæl sölulína hjá ESB­ sinnum. Þar er umræða um orku­ krísuna á meginlandinu þó sett til hliðar, sem ESB­leiðtogar bera mikla ábyrgð á og kostar marga íbúa ESB mánaðarlega reikninga sem nemur húsnæðisafborgun. Þeir sem halda að evran sé töfra­ lausnin við öllum okkar vanda hljóta að klóra sér í hausnum yfir framangreindum staðreyndum. Og ef þetta er einfaldlega spenn­ ingur yfir nýrri skínandi mynt, af hverju skyldum við veðja á evru? Ekki er það vegna velgengni hag­ kerfa sem nota þá mynt. Ísland er auk þess útflutningsdrifið hagkerfi og Bandaríkjadollar er okkar lang­ mikilvægasti viðskiptagjaldmiðill, af hverju tala sjálfnefndir alþjóða­ sinnar ekki fyrir upptöku dollara? Nú auðvitað af því að aðild að ESB hangir á spýtunni og í þeirri veg­ ferð er bara hentugum upplýsingum haldið til haga. n ESB og evran til bjargar Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálf- stæðisflokksins 12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 9. mARS 2023 FIMMTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.