Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 16
Litríkar handtöskur spruttu fram á Covid-tímanum en svarta handtaskan stendur þó enn fyrir sínu. 40 mg 100 mg 50 mg 2,5 mcg Kollagen týpa II Víðisbörkur Kúrkúmín D3-vítamín Liprari liðir, alla daga fyrir bættan hreyfanleika, uppbyggingu brjósks og heilbrigði liða BUILD-YOUR-JOINTS GOOD ROUTINE® fæst í Apótekaranum, Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónunni, Lyf og heilsu, og á goodroutine.is K AV IT A Handtöskur eru fylgihlutir sem breyst hafa í takt við tískustrauma áratugum saman. Sumar töskur verða klassískar á meðan aðrar eru kannski best geymdar í fortíðinni. sandragudrun@frettabladid.is Á sjötta áratug síðustu aldar olli efnahagsuppsveiflan eftir stríð byltingu í tísku. Á tíma ofur- fágaðrar tísku var mikilvægt að handtaskan passaði við hattinn, skóna og aðra fylgihluti sem konur þess tíma báru. Ný töskuefni komu á markaðinn og farið var að nota plexígler til skrauts, oft með marmaraáferð eða einfaldlega glært. Einnig var málmskraut áberandi og setti punktinn yfir i-ið á heildarútliti töskunnar. Guccio Gucci hannaði á þessum tíma handtösku með handföng úr bambus en það var Chanel sem gerði byltingarkenndustu tösku áratugarins. Það var vatteruð leðurtaska með axlaról úr langri keðju. Taskan kallast 2.55 og nýtur mikilla vinsælda enn þann dag í dag. Á sjötta áratugnum jókst frelsi í tísku kvenna sem varð til þess að yngri kynslóðir slepptu gjarnan handtöskunni alfarið og notuðu frekar kjóla með hagnýtum vösum. Þegar vasar voru komnir á kjólana var handtaska ekki lengur nauðsyn en hún var þó leið til að skapa sinn eigin stíl. Bóhemstíll Á sjöunda áratugnum varð hönnunin á handtöskum gjarnan frjálslegri í anda hippatískunnar. Töskur þessa tíma voru oft gerðar úr mjúku leðri með langri ól og því hægt að hengja yfir líkamann og hafa hendurnar frjálsar. Þegar níundi áratugurinn gekk í garð með sína hömlulausu neyslu- hyggju og maxímalískan stíl var handtaskan ein leið til að tjá stíl sinn. Fendi-töskur sem voru vin- sælar á sjöunda áratugnum urðu vinsælar aftur og hin fræga Birkin- taska leit dagsins ljós. Handtöskur héldu áfram að þróast næstu árin, ný merki litu dagsins ljós og eldri töskur voru endurhannaðar og nutu vinsælda á ný. Á fyrsta áratug þessarar aldar var oft langur biðlisti eftir vin- sælustu handtöskunum. Padding- ton-taskan varð mjög vinsæl árið 2005 og seldist upp áður en hún kom í verslanir. Taskan vó meira en kíló þökk sé veglegum hengilás sem hékk til skrauts á henni. Á næsta áratug urðu stærri handtöskur vinsælar, sérstaklega þær sem kallast Luggage tote, en í þær væri jafnvel hægt að pakka farangri til heillar helgar. Þriðji áratugur þessarar aldar hófst með fordæmalausum tímum, eins og við vitum öll. Fólk varði meiri tíma heima hjá sér en áður svo það er kannski engin tilviljun að koddalaga töskur urðu vinsælar. Einn helsti aðdáandi þeirra er söngkonan Rihanna sem reglulega hefur sést með slíka tösku. Litríkar töskur spruttu einn- ig fram á Covid-tímanum, enda höfðu kannski margir þörf fyrir smá lit í lífið. Svarta taskan stendur þó enn fyrir sínu og gerir líklega um ókomna tíð. n Handtöskur í áranna rás Chanel 2.55-taskan kom fram á sjónarsviðið á sjötta áratugnum en hún nýtur enn mikilla vinsælda. Paddington- taskan sló í gegn árið 2005 en stór hengi- lás einkenndi hana. Taskan var vinsæl hjá stjörnum á borð við Tori Spelling. Rihanna með koddalaga heimsfaraldurs- handtösku. Fendi-leður- töskur voru vin- sælar á sjöunda áratugnum og aftur á þeim níunda. Handtöskur hafa fylgt tísku- straumum og margar verða klassískar. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY 4 kynningarblað A L LT 9. mars 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.