Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 22
Þetta verður brekka ef þessi undankeppni byrjar illa. Kristján Óli Sigurðsson Nú verður enginn afsláttur gefinn Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur leik í undankeppni Evrópumótsins 2024 eftir tvær vikur. Liðið fær afar mikilvægt en jafnframt krefjandi verkefni í fyrsta leik. Sparkspekingurinn Krist­ ján Óli Sigurðsson segir að landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson fái engan afslátt í komandi undankeppni. helgifannar@frettabladid.is Fótbolti Íslenska karlalandsliðið hefur leik í undankeppni EM 2024 þann 23. mars næstkomandi þegar liðið heimsækir Bosníu og Herseg­ óvínu. Þremur dögum síðar fer liðið til Liechtenstein og mætir þar heimamönnum. „Þetta leggst þokkalega í mig eins og er. Maður veit samt aldrei hvað gerist á leikdegi. Það er til dæmis talað um að völlurinn í Bosníu sé í skelfilegu ástandi. Sama hvað því líður er þetta leikur sem þarf að vinnast,“ segir Kristján Óli Sigurðs­ son um komandi verkefni í samtali við Fréttablaðið. Ef allt er eðlilegt vinna Strákarnir okkar nokkuð þægilegan sigur á Liechtenstein í öðrum leik undan­ keppninnar. Öll augu beinast að leiknum við Bosníu þremur dögum áður. „Jafntef li væru ekki hræðileg úrslit en það væri ansi gott að byrja á sigri til að létta brúnina á land­ anum aðeins þessa síðustu daga vetrarins.“ Þróunartímabili lokið Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson tók við erfiðu búi eftir að hann var ráðinn til starfa á sínum tíma. Nú hefur hann hins vegar þróað liðið í dágóðan tíma og segir Kristján að nú verði enginn afsláttur gefinn. „Þetta verður brekka ef þessi undan keppni byrjar illa. Það er krafa að fá fjögur stig úr þessum leikjum að mínu mati. Þrjú stig eða minna, þá erum við komnir í alvöru vesen strax í upphafi. Það er dómsdagur núna. Ef Arnar ætlar að fá þjóðina með sér væri ansi sterkt að fá 1–3 stig í Bosníu. Liðin eiga eftir að taka stig af hvort öðru. Það gæti vel endað þannig að liðið sem endar í öðru sæti í þessum riðli verði ekki með svo mörg stig,“ segir Kristján, sem gerir ráð fyrir að Portúgal rúlli yfir undanriðil Íslands. Tvö efstu liðin fara á EM. Flestir að spila vel Margir af lykilmönnum Íslands hafa verið að gera vel með félagsliðum sínum undanfarið. Kristján segir það afar jákvætt. Hann bendir þó á að landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verði ekki með. Hann byrjar undankeppnina í leikbanni en verður mættur í leikinn gegn Liechtenstein. „Það eina sem pirrar mig hrotta­ lega mikið núna er að fyrirliðinn verði ekki með. Að hafa hann inni á í svona leik væri mikilvægt. En það verða bara aðrir að gjöra svo vel að stíga upp, eins og Alfreð (Finn­ bogason), Sverrir Ingi (Ingason) og Jóhann Berg (Guðmundsson).“ Þá hefur Ísak Bergmann Jóhann­ esson verið úti í kuldanum hjá FC Kaupmannahöfn. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Arnar Þór stillir upp miðsvæði sínu. „ Þ a ð e r s m á áhyg g juef ni en v ið verðum bara að leysa það. Hann er í formi til að spila heilan leik en ég er samt ekki svo viss um að hann verði í liðinu, þó svo að pabbi hans sé í þjálfarateyminu. Ég myndi hafa Hákon á miðj­ unni í áttu­hlutverkinu. Ég myndi svo hafa Guðlaug Victor djúpan á miðjunni. Ef ég mætti ráða væri svo Jóhann Berg fremstur á miðjunni,“ segir Kristján, en bendir þó á að Birkir Bjarnason virðist eiga fast sæti hjá Arnari. „Birkir er búinn að vera frábær þjónn. Hann er mikilvægur fyrir hópinn og ég vil frekar að hann sé bara til taks.“ Þurfa að leysa deiluna Albert Guðmundsson hefur verið úti í kuldanum hjá Arnari Þór og bendir f lest til þess að hann verði ekki með í komandi verkefni. „Er hann búinn að hringja í Arnar? Ef ekki þá verður hann ekki valinn. Mér finnst það liggja í augum uppi. Við getum heldur betur notað hann, sama hvort það er í byrjunarliði eða að hann komi inn af bekknum ef okkur vantar mark. Á móti Liechtenstein ætti hann svo að geta skorað með bund­ ið fyrir augun,“ segir Kristján léttur. Hann segir stöðuna sem er komin upp á milli Arnars og Alberts hins vegar grafalvarlega. „Þetta er hrikalegt. Hann átti að taka við kyndlinum af gulldrengj­ unum. Maður hafði það alltaf í huga því hann var í hópnum á HM í Rúss­ landi, kom meira að segja við sögu. Ég held því að það hefðu allir búist við því að hann yrði fyrsti maður á blað árið 2023. Ég veit ekki hvað gerðist á milli þeirra en við erum bara ekki með það marga góða leikmenn að við höfum efni á svona þvælu. Það er dauðafæri að fara á EM í Þýskalandi. Við vitum hvað það gerði fyrir Ísland að fara á EM í Frakklandi. Við verðum að hafa alla klára um borð. Það er þeirra að leysa þetta.“ Dagur fái traustið Kristján vonast til þess að Arnar Þór velji Dag Dan Þórhallsson í lands­ liðshópinn. Kappinn gekk í raðir Orlando City í vetur frá Breiðabliki og hefur byrjað vel vestanhafs. „Hann er strax orðinn fasta­ maður í Orlando og var besti leik­ maðurinn í verkefnunum með landsliðinu í nóvember og janúar. Ef menn fá ekki traustið eftir að hafa staðið sig í svoleiðis verkefnum, hvenær fá þeir það þá? Til hvers eru þá svoleiðis verkefni? Er verið að eyða peningum til einskis, verið að gefa mönnum frí til að fara í heitari lönd? Það er fullt af mönnum sem spila hérna heima sem hefðu alveg eins haft gott af því að fara í frí heldur en að vera að rífa sig upp í landsliðsverkefni í nóvember og aftur í janúar, þegar undirbúnings­ tímabilið hér heima er nýbyrjað. Ég sé Dag þess vegna byrja á miðj­ unni með Hákoni. Ég myndi alveg treysta þeirri miðju til að gera góða hluti með Jón Dag (Þorsteinsson), Alfreð og Arnór (Sigurðsson) fyrir framan.“ Kristján telur nær öruggt að Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Alanyaspor á láni frá Arsenal, standi á milli stanganna í leikjunum gegn Bosníu og Liechtenstein. „Rúnar er einn af fáum sem eru öruggir með sæti sitt í byrjunar­ liðinu. Patrik (Sigurður Gunnars­ son) er ekki farinn af stað á sínu tímabili með Viking í Noregi og Elías (Rafn Ólafsson) hefur verið á bekknum hjá Midtjylland. Rúnar hefur líka verið að spila vel í síðustu leikjum. Það væru ansi skrýtin skilaboð ef hann myndi ekki spila þessa leiki. Hann er loks að fá traustið sem aðal­ markvörður. Þú þarft að nýta það. Við sáum hvernig Hannes var í þessum undan­ keppnum. Það var varla feilspor sem hann steig. Þannig markvörð þurfum við að hafa því við erum ekki með besta liðið.“ Miðverðirnir Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason hafa verið að spila vel með sínum liðum í Grikklandi, Panathinaikos og PAOK. Kristján er á því að þeir byrji í hjarta varnarinnar í fyrri leiknum gegn Bosníu og Hersegó­ vínu. „Ég hugsa að Hörður og Sverrir verði miðverðir. Davíð Kristján (Ólafsson) verður líklega í vinstri bakverði. Það er engin ástæða til að taka hann út. Ef Aron væri með væri hann sennilega í miðverði með Sverri og Hörður í vinstri bak­ verði. Staða hægri bakvarðar er kannski eina spurn­ ingarmerkið í varnar­ línunni. Guðlaugur Vic­ tor gæti spilað þar. Svo erum við líka með Alfons og Valgeir,“ segir spark­ s p e k i n g u r i n n K r i st já n Ól i Sigurðsson. n Ég veit ekki hvað gerðist á milli þeirra en við erum bara ekki með það marga góða leikmenn að við höfum efni á svona þvælu. Kristján Óli Sigurðsson Undanriðill Íslands n Bosnía og Hersegóvína n Ísland n Liechtenstein n Lúxemborg n Portúgal n Slóvakía 14 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 9. mARs 2023 FiMMtUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.