Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 8
NEYTENDUR | hEimilisbókhalDið | 299 kr./109 kr. 899 kr. Kílóið af heilum ferskum Bónus- kjúklingi í Bónus. 8,34% Breytilegir vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum Arion banka. Hálfur lítri af klaka í Corner Market í Aðalstræti vs. Bónus. gar@frettabladid.is Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjón- ustu (SVÞ), segist ekki geta sagt til um hvort einhver aðildarfyrirtæki samtakanna lækki verð á vörum sínum og þjónustu í þeim tilgangi að stemma stigu við verðbólgu hér- lendis. Fyrirtækið Bestseller tilkynnti í gær að verð yrði lækkað um tíu pró- sent í mars í viðleitni til að hemja verðbólguna. Bestseller rekur fata- verslanirnar Vero Moda, Jack & Jones, VILA, Selected og Name It. „Það er okkar skoðun að allir verði að leggja sitt af mörkum til að draga úr verðlagshækkunum og hægja á þeirri verðlagsþróun sem við höfum séð undanfarna mánuði. Við skorum á önnur fyrir- tæki að gera slíkt hið sama,“ var haft eftir Hrefnu Lind Heimisdóttur, framkvæmdastjóri Bestseller, í til- kynningu. „Þegar kemur að verðlagningu vöru er það algjörlega ákvörðun hvers fyrirtækis fyrir sig,“ segir Andrés. „Við verðum að gæta okkar mjög í opinberri umræðu um þessi mál til að gefa ekki til kynna að við séum að leiðbeina fyrirtækjum um verðlagningu, það megum við ekki gera.“ Þannig segir Andrés engar til- kynningar hafa borist SVÞ um verð- lækkanir enda væri slíkt óeðlilegt. Hann hafi heldur ekki heyrt neitt óformlega um slík áform. „Við vitum að í þessu krefjandi umhverfi sem öll fyrirtæki eru í núna, í þessari verðbólgu, í þessari vaxtahækkun og við þessar gífur- legu hækkanir á erlendum aðföng- um sem við höfum verið að glíma við alveg síðan í upphafi Covid og með stríðinu, þá hafa fyrirtæki í verslun og þjónustu lagt sig í framkróka við að halda verðhækkunum eins mikið í skefjum og kostur er,“ segir Andrés. Spurður hvort þetta þýði að enn séu innbyggðar og óútleystar verð- hækkanir í pípum innflytjenda og verslana kveður Andrés einfaldlega útilokað að segja til um hvort hækk- unin sé komin fram að öllu leyti. „Við getum ekkert sagt um það. Við höfum séð að hráefnisverð hefur farið lækkandi á heimsmark- aði frá því á seinni hluta síðasta árs. Ég held að allir innflytjendur vöru geti úttalað sig um það að þær hækkanir sem þeir hafa orðið fyrir af þessum ástæðum sem ég nefndi voru meiri en menn hafa séð árum saman. Hvort þær eru að öllu leyti komnar fram núna er bara ekki nokkur leið fyrir okkur að meta,“ segir Andrés Magnússon. n Útilokað að segja hvort fleiri fylgi fordæmi um verðlækkun Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Samtaka verslunar og þjónustu 29.700 kr. Íslensk lopapeysa í Thorvaldsen í Austurstræti. Eftir að samningar milli sér- greinalækna og Sjúkratrygg- inga runnu út hafa læknar sett á sérstök komugjöld, bæði á viðtöl og aðgerðir. Gagnsæið er lítið og munur milli lækna- stofa mikill. kristinnhaukur@frettabladid.is Villtavestursástand ríkir á einka- reknum læknastofum þegar kemur að svokölluðum komugjöldum. Gjöldum sem flestir sérgreinalækn- ar innheimta vegna þess að ekki hafa náðst samningar við Sjúkra- tryggingar. Þessi gjöld eru utan við greiðsluþátttökukerfi ríkisins, eru afar mishá og eru í fæstum tilvikum sýnileg á vefsíðum stofanna. Flestar stofur rukka fast gjald fyrir viðtöl við lækna. Þá eru einnig rukk- uð aukagjöld ofan á gjöld fyrir ýmsar aðgerðir eða þjónustu sem stofurnar veita. Þessi gjöld geta hlaupið á tugum þúsunda króna og sjúklingar vita ekki alltaf af þeim fyrr en í lok læknisheimsóknar. Á einni stofunni sem Fréttablaðið hafði samband við símleiðis, vegna þess að ekki fundust upplýsingar á netinu, fengust þau svör að gjöldin væru á bilinu 500 til 27 þúsund krónur. „Það má segja að þetta sé villta vestrið,“ segir Emil Thoroddsen, framkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands. Hann segir að þessi gjöld leggist þyngst á sinn hóp, fólk með stoðkerfisvanda og gigtarsjúkdóma. Ekkert líffæri mannsins sé óhult fyrir gigt og því þurfi þessir sjúkl- ingar að leita til margra sérgreina- lækna. Sjálfur fer hann á bilinu sex til átta sinnum til læknis á ári og er hjá sjúkraþjálfara vikulega, en þeir innheimta einnig komugjöld. „Við þekkjum dæmi um að fjöl- skyldur séu að borga 50 þúsund krónur á mánuði,“ segir Emil um komugjöldin. Hann segir það öruggt að einhverjir sjúklingar þurfi að neita sér um læknisþjónustu út af þessum gjöldum. „Ástandið er algjörlega ómögu- legt fyrir veikt fólk,“ segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar, sem lagt hefur fram frumvarp til að laga ástandið. Sam- kvæmt því megi sérgreinalæknar ekki undir neinum kringumstæð- um rukka aukagjöld fái þeir endur- greiðslur úr ríkissjóði. Ef samningar hafa verið lausir í níu mánuði verði að vísa deilunni í gerðardóm. Oddný segir að höggva verði á hnútinn því enginn hvati sé hjá ríkinu til að semja. Ríkið vilji ekki borga og læknar geti rukkað sjúkl- ingana. „Fólk sem er veikt þarf að taka upp veskið og greiða fleiri þúsundir fyrir algengar rannsóknir og læknis- heimsóknir,“ segir Oddný. Markmið heilbrigðislaga og laga um Sjúkra- tryggingar sé að heilbrigðisþjónusta sé aðgengileg öllum óháð efnahag en það sé ekki að nást. Bæði einka- reksturinn og opinberi reksturinn verði að virka til þess að það náist. „Við höfum núna verið samn- ingslaus í fjögur ár, tvo mánuði og sjö daga,“ segir Ragnar Freyr Ing- varsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, sem situr í samninga- nefnd gagnvart Sjúkratryggingum. Hann segir að óformlegar þreifingar hafi verið í gangi síðan í október en þar áður hafi ekkert samtal átt sér stað í tíu mánuði. Það muni koma í ljós á næstu vikum hvort eiginlegar samningaviðræður hefjist. „Ríkið getur ekki ákveðið sig hvað það vill greiða fyrir þjónust- una eða hversu mikla þjónustu það vill kaupa,“ segir Ragnar um hvar hnífurinn standi í kúnni. Endurgreiðslureglugerð ráðherra hafi verið sett í janúar árið 2019 og verð til lækna ekki hækkað síðan í janúar 2020. Einingaverð heilbrigð- isþjónustu sé 439 krónur en ætti að vera 596 krónur miðað við vísitölu- hækkanir síðustu þriggja ára. Þessi mismunur sé ástæðan fyrir komugjöldunum, sem og að ný tækni sem hefur bæst við þjónustu lækna hafi ekki verið bætt inn í gjaldskrá Sjúkratrygginga. En gjaldskráin hefur ekki tekið nein- um raunverulegum breytingum í rúman áratug. Læknar hafa því þurft að búa sjálfir til nýja gjaldaliði sem endurspegla þjónustuna. Ragnar tekur undir að ógagnsæið sé slæmt en bendir á að læknar megi ekki hafa neitt samráð. Þeir séu einnig að selja ólíka þjónustu. „Ég væri ekki í þessu nema ef ég væri bjartsýnn maður,“ segir Ragnar. „Ég tók að mér formennsku í Læknafé- lagi Reykjavíkur aðallega til þess að reyna að leiðrétta þessi mál því þetta bitnar fyrst og fremst á sjúkl- ingum. Sérstaklega þeim sem hafa lítið á milli handanna.“ n Villtavestursástand á læknastofum Sjúklingar komast oft að kostnaðinum eftir viðtal eða aðgerð. Fréttablaðið/ Getty Emil Thorodd- sen, fram- kvæmdastjóri Gigtarfélagsins Ragnar Freyr Ingvarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur Oddný Harðar- dóttir, þing- maður Sam- fylkingarinnar læknastöð Komugjald viðtal Komugjöld annað læknastöðin Glæsibæ 3.000 8.000 fyrir speglanir Handlæknastöðin Glæsibæ Á ekki við 20% af aðgerðum Klíníkin Ármúla 1.000 til 2.000 læknastöðin Sogavegi læknar innheimta sjálfir lækning lágmúla 500 til 27.000 Meltingarsetrið bíldshöfða 4.000 12–22.000 fyrir speglanir Domus læknar Hlíðasmára 5.390 Hjartamiðstöðin Holtasmára 4.500 1.700–25.000 læknastöðin í Mjódd 3.000 8–13.000 læknastöðin Orkuhúsinu 5.000 20–60.000 Komugjöld á nokkrum læknastofum ser@frettabladid.is Framlegð íslenskra dagvörusala jókst um 29 af hundraði á árunum 2017 til 2021 en á sama tímabili jókst framlegð heildsala um 14 pró- sent. Þetta eru helstu niðurstöður í samantekt Samkeppniseftirlitsins um þróun verðlags hér á landi. Framlegð varpar ljósi á hvernig sala hefur áhrif á arðsemi. Framlegð er notuð yfir tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Eftir að fastur kostnaður hefur verið dreginn frá framlegðinni stendur eftir hagnaður eða tap. Hærri framlegð skilar því meiri arð- semi að því gefnu að fastur kostn- aður hækki ekki. n Framlegð eykst í dagvörusölu Framlegð smásala hækkar meira en heildsala. Fréttablaðið/erNir ser@frettabladid.is Verðbólga á Íslandi hefur fimmfald- ast á síðustu þremur árum, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Verðbólgan var innan við tvö prósent í ársbyrjun 2020 og hafði þá farið lækkandi allt árið á undan. Hún var hins vegar komin í tíu prósent um mitt síðasta ár, gaf lítil- lega eftir fram á haust, en mælist nú í fyrsta skipti yfir tíu prósentum, sem er það mesta frá september 2009. n Fimmföldun verðbólgunnar Verðgildi krónunnar minnkar nú hratt. Fréttablaðið/eyÞÓr 8 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 9. mARs 2023 FiMMtUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.