Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 20
8 kynningarblað A L LT 9. mars 2023 FIMMTUDAGUR Tónlistarmaðurinn Elton John lýkur síðustu stóru tónleikaferð sinni í Svíþjóð í sumar. Hann mun meðal annars bjóða upp á lokaat- riði Glastonbury-tónlistar- hátíðarinnar í sumar. starri@frettabladid.is Síðasta tónleikaferðalagi Elton John lýkur í Stokkhólmi í júlí næst- komandi. Tónleikaferðalagið, sem ber heitið Farewell Yellow Brick Road, hófst í Bandaríkjunum í september 2018 og þegar yfir lýkur hefur hann komið fram á rúm- lega 300 tónleikum víða um heim. Hann lauk árinu 2022 í Banda- ríkjunum og byrjaði nýtt ár með tónleikum í Ástralíu og á Nýja-Sjá- landi. Stórstjarnan, sem verður 76 ára þann 25. mars, heldur fjölda tón- leika á Bretlandseyjum í mars og apríl áður en hann heldur yfir til Þýskalands. Elton John mun einnig koma fram á tónlistarhátíðinni í Gla- stonbury þann 25. júní en þetta verður í fyrsta sinn á löngum ferli sem hann kemur fram á þeirri hátíð. Tónleikarnir verða lokaat- riði hátíðarinnar og um leið loka- tónleikarnir á síðustu tónleikaferð hans um Bretland. Elton John hefur löngum verið þekktur fyrir litríkan og skrautlegan fatnað auk áberandi gleraugna. Í seinni tíð hefur hann tónað sig aðeins niður en hann er alltaf smekklegur til fara. Lítum á nokkrar myndir af stjörnunni frá tónleikaferð síðustu mánaða. n Blátt og grænt blómamunstur á hvítum jakka í Sydney í Ástralíu í janúar 2023. Stílhrein svört jakkaföt brydduð með silfurlit- uðum perlum í Christchurch í Nýja Sjálandi í janúar. fréttABLAÐIÐ/getty Elton John kemur fram á rúmlega 300 tónleikum víða um heim á tónleikaferðalaginu Farewell Yellow Brick Road. Blár, rauður og grár litur setur skemmtilega svip á jakkann í Los Angeles. Litríkur á lokametrum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.