Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.03.2023, Blaðsíða 4
Við viljum bara að allir komist sáttir frá borði og að börnin okkar fái þá þjónustu sem þau svo sannar- lega eiga rétt á. Ragnheiður Sölvadóttir Þetta er eldgamalt hús og í raun búið að vera óhæft undir þessa starfsemi í 15 ár. Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN lovisa@frettabladid.is K JARAMÁL Samningalotunni á almennum vinnumarkaði er lokið nú þegar Efling og Samtök atvinnu- lífsins hafa fengið nýjan kjara- samning. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að nú taki við næsta verkefni sem sé að semja fyrir hönd félagsfólks sem starfar á opinberum markaði en stór hópur starfar hjá Reykjavíkurborg, Sam- tökum fyrirtækja í velferðarþjón- ustu, hjá sveitarfélögum og ríkinu. Gert er ráð fyrir að fyrsti fundur verði í næstu viku. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og SA var sam- þykkt með yfirgnæfandi meirihluta í gær. Hún hefur því tekið gildi sem kjarasamningur þeirra á milli. Sól- veig Anna segir í samtali við Frétta- blaðið að henni og samninganefnd- inni hafi verið ljóst að ekkert annað væri í stöðunni en að samþykkja til- löguna. „Ég hef auðvitað mikinn skilning á því að Eflingarfólk vilji að þessu ljúki á þessum tímapunkti enda ljóst að ekki er hægt að komast lengra.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, fagnaði mikilli þátttöku og afgerandi niður- stöðu. Hann sagðist ósáttur við það að afturvirkni hefði verið sett aftur á borðið en samningurinn er aftur- virkur til 1. nóvember eins og aðrir samningar í þessari lotu. n Samningalotu á almennum vinnumarkaði lokið Sólveig Anna fundar í kvöld með samninganefnd félagsfólks Eflingar sem starfar á opinberum markaði. ser@frettabladid.is húsnæðisMÁL Fimm arkitekta- stofur hafa verið valdar til að taka þátt í samkeppni um hönnun nýs húsnæðis viðbragðs- og löggæsluað- ila á höfuðborgarsvæðinu sem mun leysa af hólmi núverandi húsnæði í Skógarhlíð. Stofurnar eru Arkis arkitektar, Arkþing Nordic, Hornsteinar Arki- tektar, T.ark Arkitektar og Yrki arki- tektar. Í tilkynningu frá verkkaupum segir að hvert og eitt teymi fái tíu milljónir króna fyrir tillögu sína. Að þeim fram lögðum muni mats- nefnd velja tvær tillögur sem unnar verði frekar. n Keppast um hönnun húsnæðis bth@frettabladid.is AKuReyRi Efla verkfræðistofa hefur fundið myglu í húsnæði heilsugæsl- unnar á Akureyri. Alútboð fór fram í gær, sama dag og myglan var staðfest, fyrir verktaka vegna byggingar 1.300 milljóna króna heilsugæslustöðvar á tjaldstæðisreitnum við Þórunnar- stræti. Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbr igðisstof nu nar Norðu r- lands, segir um að ræða myglu á 6. hæðinni í Amaro og ef til vill víðar í húsinu. „Já, ég held að það megi segja að mjög sterkur grunur sé um myglu þarna,“ segir hann. Ef la verkfræðistofa rannsakaði ástand Amaro-hússins eftir kvart- anir starfsfólks um ólykt og léleg vistgæði. Jón Helgi segir niður- stöðuna ekki koma á óvart. „Þetta er eldgamalt hús og í raun búið að vera óhæft undir starfsemi heilsugæslunnar í 15 ár.“ Jón Helgi segir löngu tímabært að reist verði ný heilsugæslustöð á Akur- eyri, kynning á alútboði fór fram fyrir verktaka í gær. Heilsugæslu á Akur- eyri verður tvískipt í framtíðinni, hluti starfseminnar fer fram í Sunnu- hlíð en hinn á Brekkunni. „Það verður mikil bót þegar nýja stöðin kemst í gagnið,“ segir Jón Helgi. „Ég held að Akureyri sé eina stóra samfélagið hér á landi þar sem aldrei hefur sérstaklega verið byggð heilsu- gæslustöð utan um svona starfsemi. Það var löngu tímabært,“ segir Jón Helgi og fagnar umbótunum á sama tíma og myglan veldur tjóni. n Húsnæði heilsugæslunnar á Akureyri sé bæði óhæft og myglað N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Alex og William manual hvíldarstólar Alex manual með 20% afsl. 195.000 kr. Alklæddir Anelín leðri Litir: svart, dökkbrúnt og cognac William manual með 20% afsl. 215.000 kr. Nú með 20% afslætti Móðir hefur staðið í stappi við Sjúkratryggingar Íslands vegna niðurgreiðslu á lækna- þjónustu fyrir son hennar sem fæddist með tvíklofna vör og góm. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú krafið tann- réttingasérfræðing drengsins um tugi milljóna króna. erlamaria@frettabladid.is heiLbRigðisMÁL Ragnheiður Sölva- dóttir, móðir fjórtán ára drengs sem fæddist með tvíklofna vör og góm, kveðst hafa staðið í stappi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) að undanförnu vegna niðurgreiðslu á læknaþjónustu fyrir son hennar. Í síðustu viku hafi tannréttinga- sérfræðingur drengsins fengið rukk- un frá Sjúkratryggingum Íslands og hann verið krafinn um endur- greiðslu upp á tugi milljóna króna vegna tannréttinga barna, meðal annars vegna Guðmundar Sölva. „Við fengum bréf síðastliðinn föstudag um að tannréttingalæknir- inn okkar ásamt öðrum hefði fengið endurkröfu frá Sjúkratryggingum upp á rúmlega 24 milljónir króna. Það er útreikningur síðan síðasta haust og samkvæmt nýjustu upp- lýsingum dettum við inn í þennan hóp,“ segir Ragnheiður. Hún segir að krafan frá SÍ taki meðal annars á því að tannréttinga- sérfræðingurinn hafi rukkað fyrir meira en hann hafi haft heimild fyrir. „Okkur skilst að þetta komi til vegna þess að hann sé búinn að vera að nota meira af kubbum fyrir teina, myndum og föstum tækjum en þeir vilja meina að sé leyfilegt á einu ári, samkvæmt einhverjum gjaldalið- um. Hann sé sum sé að fara umfram það sem hann megi nota á ári,“ segir Ragnheiður og heldur áfram: „Þegar þú ert með börn sem þurfa á þessari þjónustu að halda og eru með þennan fæðingargalla, eru fædd með skarð í vör eða góm, er ekki hægt að áætla hversu mikið þarf að nota. Það þarf að meta hvert barn fyrir sig og sinna því.“ Ragnheiður segir þessar nýjustu vendingar setja mál Guðmundar Sölva í afar erfiða stöðu. „Við erum í biðstöðu sem stendur en tannréttingalæknirinn okkar heldur okkur upplýstum og ég dáist að því hvað hann er öf lugur að tala við okkur. Hann til dæmis rukkar okkur ekki fyrir símtöl eða ráðleggingar ef eitthvað kemur upp á,“ segir hún. Ragnheiður og Guðmundur Sölvi funduðu í gær með Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra. Ragnheiður segir að ráðherra hafi tekið vel í erindi þeirra. „Það kom honum á óvart að skarðabörn eru sett undir sama hatt og venjulegar tannréttingar, en það hefur alltaf verið þannig,“ segir hún. „Frá því Guðmundur Sölvi byrj- aði í þessu ferli fyrir tíu árum síðan höfum við fallið undir 95 prósenta regluna. En sú regla virðist bara ekki vera í gildi lengur og við sett í biðstöðu,“ segir Ragnheiður. „Willum segist ætla að fara ofan í saumana á þessu og skoða þetta betur,“ bætir hún við. Ragnheiður segist vona að heil- brigðisráðherra taki á þessum málum af meiri festu en áður og auðveldi ferlið fyrir börn sem fæðast með skarð í vör eða góm. „Ég vil bara að mál þessara barna verði skoðuð og það verði hlustað á okkur. Við foreldrarnir erum held ég bestu sérfræðingarnir í okkar börnum og við veljum réttu sér- fræðingana til að sinna þeim,“ segir Ragnheiður og heldur áfram: „Ég vil ekki þurfa að taka þennan slag lengur. Við viljum bara að allir komist sáttir frá borði og að börnin okkar fái þá þjónustu sem þau svo sannarlega eiga rétt á.“ Nánar verður rætt við Ragnheiði og Guðmund Sölva á Fréttavakt- inni á Hringbraut klukkan 18.30 í kvöld. n Krafa um milljónir eftir tannréttingar Ragnheiður Sölvadóttir og sonur hennar Guðmundur Sölvi Ármanns- son, funduðu með Willum Þór Þórssyni heil- brigðisráðherra í gær. Fréttablaðið/ anton brink lovisa@frettabladid.is FJÁRMÁL Ragnhildur Geirsdóttir, for- stjóri Reiknistofu bankanna, segir öll gögn örugg hjá þeim og telur ólíklegt að þau mannlegu mistök sem áttu sér stað þegar gögn indó voru send Kviku í síðustu viku endurtaki sig. Hún segir starfsmenn RB hafa verið að vinna að sérstöku verkefni fyrir Kviku þegar gögnin voru send áfram í misgripum. n Um mannleg mistök að ræða Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reikni- stofu bankanna ninarichter@frettabladid.is K JARAMÁL Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT, sam- taka fyrirtækja á veitingamarkaði, segir miðlunartillögu Eflingar og SA ólýðræðislega atlögu að rekstrarum- hverfi veitingamanna. Hann segir greinina vera jaðar- grein og rekstrarumhverfið ósjálf- bært. Afturvirkar launagreiðslur starfsmanna muni reynast fyrirtækj- um í greininni endanlegt rothögg . n Rothögg fyrir veitingarekstur 4 fRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 9. mARs 2023 fiMMtUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.