Fréttablaðið - 09.03.2023, Síða 9

Fréttablaðið - 09.03.2023, Síða 9
Þann hagnað má nánast allan rekja til stóriðjunnar. Þetta eru öflug fyrirtæki sem eru styrkar stoðir í sam- félögunum. Ég held hins vegar að þessar sterku atvinnu- greinar, ferðaþjónustan og orkuvinnslan, styðji hvor aðra. Við Íslendingar þurfum að tvöfalda orkuvinnslu okkar í tengslum við orkuskiptin og heimurinn þarf að áttfalda vinnslu endurnýjanlegrar orku á svæðum sem ekki búa yfir sömu náttúruauðlindum og finnast hér á landi, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. olafur@frettabladid.is Landsvirkjun hefur lækkað skuldir um 70 prósent frá 2010 ásamt því að reisa fjórar virkjanir. Hörður Arnar- son, forstjóri Landsvirkjunar, segir fyrirtækið vera á ákveðnum kafla- skilum og geta nú farið að skila meiru til þjóðarinnar í gegnum arð- og skattgreiðslur. Hörður var gestur í Markaðnum á Hringbraut í gærkvöldi. Hann sagði að lagt yrði til við aðalfund fyrirtækisins að 20 milljarðar verði greiddir í arð til ríkisins. Greiðslur til eigandans, ríkisins, á þessu ári muni því nema alls um 50 milljörð- um þar sem Landsvirkjun greiði um 30 milljarða í skatta. Þessi heildar- fjárhæð er nálægt því að vera fimm prósent af heildartekjum ríkisins á þessu ári. Hörður segir skattgreiðslur Landsvirkjunar á þessu ári vera óvenju háar vegna sölu Landsnets á síðasta ári. „Við erum stolt af því að skila þessu til þjóðarinnar.“ Skuldahlutfall Landsvirkjunar hefur lækkað mikið frá árinu 2010. „Þegar við lögðum af stað 2010 var fyrirtækið mjög skuldsett, skuldahlutfallið var um 12 sinnum EBITDA, og það var bara mjög erfitt að fjármagna fyrirtækið. Við stefnd- um að því að koma þessu undir þrjá en gerðum gott betur, fórum niður í 1,85 sinnum EBITDA um síðustu áramót sem er mjög sambærilegt við það sem gerist hjá mjög sterkum orkufyrirtækjum í Skandinavíu,“ segir Hörður. Bæði spara og virkja Ekki veitir af sterkri fjárhagsstöðu þar sem fram undan eru mikil verk- efni, meðal annars tengd orkuskipt- unum. „Þjóðin er í dag að nota um millj- ón tonn af olíu á hverju ári sem við flytjum inn. Þessi orka er framleidd með mjög óumhverfisvænum hætti annars staðar, veldur mikilli losun á gróðurhúsalofttegundum. Stjórn- völd hafa gert skuldbindingar um að hætta að nota jarðefnaeldsneyti, auk þess sem það er pólitískt mark- mið. Til að mæta því þarf umtals- vert magn af orku. Mikilvægt er að spara orku og margt er hægt að gera,“ segir Hörður. „Við þurfum að breyta neyslu- venjum okkar líka til að draga úr orkunotkun, en það breytir ekki verkefninu, sem er að það þarf um- talsvert magn af endurnýjanlegri orku. Út frá þróun tækni má velta fyrir sér hversu mikið við þurfum en það breytir því ekki að við verðum að leggja af stað út frá þeim möguleikum sem við höfum, út frá þeirri þörf sem samfélagið hefur og við þurfum að fá þverpólitíska sátt um það eins og við sjáum í flestum nágrannalöndum okkar.“ Um þau sjónarmið að ekki sé þörf á frekari virkjunum vegna þess að næg orka sé til í landinu, einungis þurfi að loka stóriðju hér á landi, hefur Hörður þetta að segja: „Ég er ósammála þessu. Í fyrsta lagi má benda á að Landsvirkjun var með hagnað af undirliggjandi starf- semi upp á 45 milljarða á síðasta ári. Þann hagnað má nánast allan rekja til stóriðjunnar. Þetta eru öf lug fyrirtæki sem eru styrkar stoðir í samfélögunum.“ Hörður bætir því við að þessi fyrirtæki séu með langtímasamn- inga sem beri að virða. „Ég held líka, ef við horfum út frá samfélags- legri ábyrgð, að það að flytja fram- leiðslu annað til að losa orku fyrir orkuskiptin, ef allar þjóðir hugs- uðu svona, leysum við ekki lofts- lagsvána. Við höfum góð tækifæri til orku- vinnslu. Það er mikil sátt um orku- vinnsluna á Íslandi og stóriðjan er hluti af framtíðinni. Stóriðjan mun hins vegar loka einhvern tímann,“ segir Hörður, „það er alveg ljóst. Sagan segir okkur að allar verk- smiðjur sem eru byggðar munu loka á endanum. En það er ákvörð- un eigendanna sem þarf að vera út frá almennum rekstrarskilyrðum í landinu. Við getum ekki, samkvæmt lögum, sett einhverjar íþyngjandi reglur um að selja einhverju einu fyrirtæki ekki orku. Slíkt stenst ekki alþjóðalög, enda er það mjög óskynsamlegt viðskiptalega, sam- félagslega og umhverfislega.“ Hörður segir að þótt talað sé um stóriðjuna sem hér starfar sem alþjóðleg fyrirtæki séu þetta einfaldlega íslensk fyrirtæki sem starfa hér á landi þó að þau séu í eigu erlendra aðila. „Þarna finnst mér pólitíkin þurfa að marka stefnuna. Ég hef ekki hitt neinn stjórnmála- mann sem sér þetta sem hluta af lausninni.“ Sátt um starfsemina Niðurstöður nýlegrar skoðana- könnunar, sem Landsvirkjun fól Gallup að gera um afstöðu fólks til fyrirtækisins, orkuvinnslu og virkj- ana, voru kynntar á ársfundinum í fyrradag. Hörður segir Landsvirkjun hafa lagt mikla áherslu á það í sinni vegferð að auka sátt um starfsemi fyrirtækisins með mjög öf lugri upplýsingagjöf og með því að hlusta á samfélagið og taka tillit til sjónarmiða í nærsamfélögum. „Við finnum mjög sterkan meðbyr með fyrirtækinu og það endurspeglast í þessum könnunum, bæði það sem gert var á landsvísu og ekki síður þegar við horfum til nærsamfélag- anna þar sem mælist gríðarlega sterkur stuðningur við virkjan- irnar. Almennt er um 80 prósenta stuðningur og á bilinu 2–5 prósent neikvæð og nálægt 15 prósentum sem hafa ekki skoðun. Við erum mjög stolt af þessum niðurstöðum en teljum okkur líka hafa lagt inn fyrir þeim.“ Nú hefur komið í ljós að erlendir ferðamenn hafa mikinn áhuga á vinnslu grænnar orku hér á Íslandi og eru mjög jákvæðir gagnvart henni. „Við höfum alltaf fundið mikinn áhuga ferðamanna á orkunni okkar og orkukerfinu okkar og aðdáun á því hvernig við Íslendingar höfum þróað okkar orkukerfi, húshitun og raforkuframleiðsluna. Það eru aðilar sem hafa haldið því fram að við þurfum að velja milli frekari orkuvinnslu og hvort við fáum ferðamenn,“ segir Hörður. „Þessi sjónarmið hafa aldrei verið studd með gögnum. Mér vitanlega hafa ferðamenn aldrei verið spurðir að þessu þannig að við ákváðum að spyrja og fengum Gallup til að gera það. Niðurstöðurnar voru mjög afgerandi því að 99 prósent ferða- manna eru mjög jákvæð gagn- vart orkuvinnslunni og hún hefur jákvæð áhrif á þeirra upplifun af náttúrunni.“ Landsvirkjun er með gestastofur fyrir ferðamenn á tveimur stöðum, á Ljósafossi og við Kröflu. Hörður segir þær vinsælar en upplifunin felist ekki síður í því að koma og keyra um svæðin og sjá mann- virkin. „Flest okkar stærstu mann- virki eru á hálendinu og eru hluti af landslaginu þar, til dæmis stór uppi- stöðulón.“ Hörður segir að vanda verði mjög til verka og passa vel upp á hvaða land er tekið undir orkuvinnslu. „Ég vil alls ekki gera lítið úr því. Ég held hins vegar að þessar sterku atvinnugreinar, ferðaþjónustan og orkuvinnslan, styðji hvor aðra.“ Nýlega gagnrýndi sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps það að vegna reglna um úthlutun úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga geti fjárhags- leg niðurstaða af virkjunum orðið neikvæð fyrir sveitarfélög þar sem virkjað er. Hörður segir Landsvirkjun hafa átt í góðu samstarfi við Skeiða- og Gnúpverjahrepp og f leiri sveitar- félög í þessum efnum. „Við höfum verið í greiningarvinnu með þeim á þessum áhrifum. Svona heilt yfir eru áhrif okkar mjög jákvæð á sveit- arfélögin og við erum mjög stolt af þeim gjöldum sem við greiðum til þeirra. Við erum oft og iðulega stærstu greiðendur opinberra gjalda í þessum sveitarfélögum, auk þess að vinna náið með þeim að inn- viðauppbyggingu eins og vegagerð og annað sem fer alveg saman. En ég deili alveg sjónarmiðum sveitar- stjórans. Það þarf að endurskoða áhrif jöfnunarsjóðsins og ég veit að innviðaráðherra er að gera það.“ Hörður segir jafnframt að Lands- virkjun hvetji til þess að ákveðin pólitísk stefnumörkun verði gerð. „Nú höfum við verið að stækka kök- una, stækka þann arð sem verður eftir í samfélaginu. Þetta hefur allt gerst í gegnum endursamninga við stórnotendurna, við álfyrirtækin og önnur stórfyrirtæki. Við höfum tekið þann slag á síðustu tólf árum. Þetta endurspeglast svo í sterkum fjárhag Landsvirkjunar sem aftur birtist í arðgreiðslum og skatt- greiðslum til ríkisins. Við teljum rétt að spyrja hver sé sanngjörn skipting köku sem hefur stækkað. Er ekki skynsamlegt að nærsamfélög framkvæmdanna njóti meiri ávinn- ings í ljósi þessarar breyttu stöðu? Mín persónulega skoðun er að þau eigi að gera það,“ segir Hörður. Hann segir pólitíska stefnumörk- un verða að eiga sér stað í þessum efnum. „Lög um tekjustofna sveitar- félaga eru mjög ströng. Við megum ekki greiða sveitarfélögum þótt við viljum. Fyrir því þarf að vera lög- bundið leyfi. En þetta er pólitísk stefnumörkun. Þetta er líka byggða- stefna. Ef við ætlum að fara í þessa vegferð með orkuskiptunum þá þurfum við stuðning nærsamfélaga. Við höfum tækifæri til að gera þetta vel og ég deili þeim sjónarmiðum sveitarstjórans, í ljósi þess að stærri kaka er til skiptanna núna, að það sé skoðað.“ Tvöföldun vinnslu í orkuskiptin Hörður segir alla heimsbyggðina þurfa að gera átak í tengslum við orkuskiptin. Alþjóðaorkumála- stofnunin telji að það þurfi að átt- falda endurnýjanlega orkuvinnslu í heiminum. Spurður um það hve mikið við Íslendingar þurfum að auka orku- vinnslu okkar vegna orkuskiptanna segir Hörður þetta í raun vera tví- skipt. Annars vegar sé það sem við berum ábyrgð á, landsskuldbind- ingar sem tengjast samfélagslosun. Þar sé um að ræða innan lands- akstur, fiskiskipin og innanlands- flug. Hins vegar séu millilandasigl- ingar og -flug sem ekki sé á ábyrgð Íslendinga, heldur í svokölluðu ETS- kerfi. Hvor hluti fyrir sig sé um það bil átta teravattsstundir. „Heildarorkuvinnslan hjá okkur í dag er um það bil 20 teravatts- stundir þannig að þetta tvennt slagar upp í þá orkuframleiðslu sem við erum með í dag. Það geta orðið tækninýjungar sem draga úr orkuþörf en að mínu mati ættum við að miða við í langtímastefnu- mótun að tvöfalda orkuvinnsluna. Það þarf hins vegar ekki að gerast á næstu tíu árum einfaldlega vegna þess að tæknin í orkuskiptunum er ekki til staðar. Mikil þróun þarf að eiga sér stað, sérstaklega í f luginu sem er um helmingur af þessum 16 teravattsstundum. Kostnaður við að gera rafeldsneyti er mjög hár og er kominn skammt á veg. Síðan getum við alltaf endur- skoðað. Langtímasýnin um hvað við þurfum er út frá bestu upp- lýsingum í dag. Það mun örugg- lega verða endurskoðað, vonandi til lækkunar ef við finnum leiðir til þess að nota minni orku. En í dag ættum við að horfa til tvöföldunar. Á sama tíma þarf heimurinn að átt- falda sína orkuvinnslu á svæðum sem hafa ekki sömu náttúruauð- lindir og við.“ n Vill sanngjarnari skiptingu stærri köku Nær allir erlendir ferðamenn eru jákvæðir gagnvart orkuvinnslunni hér á landi og líta á orkumannvirki sem hluta þeirrar náttúru sem þeir sækjast eftir. Orkuvinnslan styður við ferðaþjónustu. MYND/LANDSVIRKJUN Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að miðað við núverandi að- stæður þurfi að tvöfalda orkuvinnslu hér á landi í tengslum við orkuskiptin. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Fréttablaðið markaðurinn 99. mars 2023 FimmTuDaGur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.