Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Page 4
EFNISYFIRLIT
141. TÖLUBLAÐS 1993
Verðlaunasöguna að þessu sinni
ritar Guðmundur Guðjónsson
blaðamaður og veiðimaður og rifjar
upp slaginn við þann stóra á
Kattarfossbrún í Langá á Mýrum.
Það hafa ýmsir lent í ævintýrum á
þessum stað, þar sem laxarnir
hreinlega taka með sporð-
blöðkuna fram af fossbrúninni. bls. 6.
Vinur okkar Jón Pedersen skrifar
stutta hugleiðingu um hvað menn
séu eiginlega að fá'ann á þegar
þeir eru að fá'ann en við ekki. bls. 9.
Ritstjórinn og nokkrir vinir hans
tóku sig til og keyptu veiðileyfi í
Norðurá í fyrsta holli eftir opnunarholl
svona til að ná úr sér hrollinum og
prófa græjurnar. Þeir ætla að kaupa
leyfi í sama holli að ári, þótt fljótið
fagra hefði ekki verið gjöfult og aðeins
vantað þeyttan rjóma til ^ð geta
hitað súkkulaði úrárvatninu. bls. 12.
Ýmsir telja sig gegnum aldirnar
hafa séð vatnaskrímsli hér og þar
þótt ekkert þeirra jafnist á við
Lagarfljótsorminn. Guðmundur
Guðjónsson skrifar frásögnina af
vatnaveiðimönnunum, sem næstum
því tóku til fótanna er skrímsli virtist
stefna hraðbyri í átt til þeirra.
En ... bls. 16.
Veiöiréttareigendur funduðu um sín
mál á Blönduósi ekki fyrir löngu og þar
komu upp á borðið mörg mál, er
snerta hagsmuni veiðimanna.
Einar Hannesson segir okkur helstu
tíðindi af fundinum. bls. 18.
Jón Skelfir Ársælsson vinur okkar
og yfirljósmyndari var á ferð og flugi í
upphafi veiðisumars og við sýnum
ykkur myndarlega syrpu úr safni hans,
frá áropnunum, Veiðimessu og
veiðidegi fjölskyldunnar. bls 24.
Bændur og leigutakar
við Laxá í Aðaldal hafa undanfarin ár
staðið að stórfelldu ræktunarátkai og
sleppa nú árlega tugum þúsunda
gönguseiða í þetta mikla fljót, Guðni
Guðbergsson fiskifræðingur og
ráðgjafi þeirra nú segir okkur frá
árangrinum í ítarlegri úttekt. bls. 34.
Einar Hannesson hefur manna mest
fjallað um veiðimál gegnum árin og
hann hefur tekið saman stórfróðlega
2
VEIÐIMAÐURINN