Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Síða 6

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Síða 6
RITST JORASP J ALL Júlímánaðar 1993 verður minnst í ann- álum veiðimanna um allan heim um ó- komna framtíð því að þá lá fyrir ramma- samkomulag alþjóðlegu laxakvótanefnd- arinnar og laxaútgerðarmanna á Græn- landi um kaup á úthafskvóta þeirra. Þar með hafði nefndin undir forystu Orra Vig- fússonar náð þeim ótrúlega árangri að hafa tekist á aðeins þremur árum að stöðva nær allar úthafsveiðar á laxi á N- Atlantshafi. Varla er hægt að tala um nefndina, sem orsakaaflið í þessu ein- stæða náttúruverndarafreki, því þótt hún sé að sjálfsögðu til og starfi, vita allir, sem fylgst hafa með, að þetta er í nær einu og öllu verk Orra Vigfússonar. Nafn hans er löngu landsþekkt og í dag eru ekki margir Islendingar þekktari úti í hinum stóra heimi, en Orri Vigfússon og varla til það blað, er fjallar um umhverfismál, að ekki sé talað um sportveiði, sem ekki hefur fjallað um störf hans og birt um hann greinar og viðtöl og um leið vakið al- þjóðaathygli á Islendingum sem ábyrgri þjóð í umhverfismálum og þar með vegið upp á móti þeirri neikvœðu umræðu, sem Grœnfriðungar og fleiri samtök hafa hald- ið uppi gegn okkur í hvalamálinu. Tímasetning samkomulagsins er einnig táknræn, því að þótt undirritaður sé í júní- lok fullkomlega sannfærður um að er upp verður staðið í vertíðarlok verði stórveiði- sumar að baki, þá hafa menn orðið fyrir vonbrigðum með upphaf vertíðarinnar. Kannski einkum og sér í lagi vegna þess að sérfræðingar hafa verið óvenju djarfir í að spá góðu veiðisumri, þar sem öll skil- yrði hafi verið eins hagstæð og best yrði á kosið. En þessi trega veiði minnir óneitan- lega á lélegu veiðiárin, sem komu hvert af öðru upp úr 1980 og leiddu til þess að Orri hóf baráttu sína til að stöðva út- hafsveiðarnar. Efvið reiknum með þriggja kg meðalþyngd og að samanlagðar veiðar Fœreyinga, Grænlendinga og sjóræn- ingjaveiðar frá Borgundarhólmi hafi numið um 2000 lestum erum við að tala um friðun allt að 700 þúsund laxa, sem í framtíðinni gœtu árlega gengið i uppruna- ár sínar í löndunum við Atlantshafið. Hvenær það í raun og veru skilar sér í stóraukinni stangaveiði veit enginn, en mikið lifandi skelfingar ósköp hlítur að verða gaman þá. Veiðimaðurinn óskar Orra Vigfússyni, laxakvótanefndinni og veiðimönnum hvar sem þeir eru innilega til hamingju og hvetur þá til að standa um ókomna framtíð vörð um vöxt og viðgang þessa konungs laxfiskanna. IHJ. Veiðimaðurinn Málgagn stangaveiðimanna 49. árgangur nr. 141. Ritnefnd Ingvi Hrafn Jónsson /ábm. s. 22879, Guðlaugur Bergmann s. 611705, Jón Skelfir Ársælsson s. 44321 og Kristinn Valdimarsson s. 13071. Útgefandi Stangaveiðifélag Reykjavíkur Háaleitisbraut 68,105 Reykjavík. Kemur út í mars, júní, nóvember. Eftirprentun aðeins með leyfi útgefenda. Setning uppsetning og filmugerð, Prentþjónustan H/F. Prentun Frjáls Fjölmiðlun H/F. Verð kr 560. 4 VEIÐIMAÐURINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.