Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Síða 10

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Síða 10
Þetta var um miðjan ágúst. Ekki besti tími á neðstu svæðum Langár. Þá er helst að hitta fyrir tökufisk þar sem von er á öðrum göngufíski. A stöðum eins og Katt- arfossbrún, Glannabroti, eða efst í Strengj- unum. Vatnið sennilega heldur lítið á hinni frægu Breiðu. Herdís vildi að ég reyndi Kattarfossbrúnina fyrst og þurfti ekki að dekstra kappann til þess. Ég var með flot- línu með sökkenda. Þingeying túpu með þyngdum legg. Ég byrjaði að kasta nokk- uð ofarlega og færði mig rólega niður á „heitasta“ svæðið. Nærri þétt við vestur- landið, mjög nærri blábrúninni kom hörkunegling. Eins og laxinn ætlaði ekki bara að afgreiða fluguna, heldur taum og stöng einnig. Þetta var fallegur fískur sem sótti strax fram af. Ég mátti streitast á móti og var það mikill bamingur, því þó laxinn væri ekki stór, þá var hann enginn smálax heldur og nýmnninn í þokkabót. Um tíma hékk hann á blábrúninni og barð- ist um í vatnsskorpunni á meðan ég hélt fast á móti. Hann bókstaflega vó salt með frelsi og líf í öðm sætinu, en bakkann og dauðann og laxapoka okkar hjóna í hinu sætinu. Tækin héldu og taugar mínar einnig. Laxinn fór að gefa eftir og eftir nokkrar snarpar mínútur landaði ég með aðstoð konu minnar 8 punda hæng. Nú óðum við saman út á ný. Ég ætlaði að sjá til þess að Herdís legði fluguna á nákvæmlega sama blett og ég hafði gert. En þó hún gerði svo, gerðist ekkert. Hún reyndi um hríð bæði þar og víðar á brot- inu, en varð ekki vör. Við veltum fyrir okkur að hætta, en ég vildi reyna nokkur köst enn. Tók við stönginni aftur og fór að þaula á tökublettinn. Nokkur köst skiluðu engu. Þá reyndi ég að kasta aðeins ofar, laga línuna upp efltir og stangartoppinn bókstaflega ofan í vatnið, til að sökkva túpunni betur. Og það stóð ekki á við- brögðunum. Hnykkur, boði, silfurbjarmi! Hrikaleg taka og engu líkara en að flugan sæti þrátt fyrir allt í kletti, svo fastur var þessi fyrir. Nú fann ég að meiri hætta væri á að taugamar gætu bilað. Svo til strax, sýndi þessi lax mér hliðina og kom bakið upp úr um leið. Hófleg ágiskun um þyngd er 14 pund. En ég sá að þetta var hængur og ný- renningur eins og sá fyrri sem lá dauður á bakkanum. Þessi viðureign var ekki löng, en gæti ekki verið minnisstæðari þó hún hefði verið í tvo klukkutíma. Alveg frá byrjun var ég í nauðvöm. Hængurinn sótti fast fram á brún og niður í gljúfrið. Ég reyndi að vama honum þess, en hafí þar verið erfitt með sprækan 8 pundara á flug- unni, hvað þá með um það bil 14 punda físk! Á „krítískum“ augnablikum í fyrri glímunni er laxinn var á blábrúninni greip ég til þess að halda fast um hjólsveifína og gefa ekki þumlung eftir. Ég hafði hrein- lega ekki þrek í fíngmm til að gera slíkt gegn þessum fiski, laxinn reif sig lausan og hjólsveifín barði á puttanum af gríðar- legu miskunnarleysi. Einu sinni reyndi ég þetta, tvisvar. I þriðja skiptið var hann svo nærri brúninni, að hann þeyttist fram af! Ég æpti upp og hljóp ýmist á klöppum eða í hnédjúpu vatni niður á klettinn við fossinn að austanverðu. Góndi þar á eftir línunni ofan í ægilegan hvítfyssandi hyl- inn fyrir neðan. Þótt ótrúlegt sé, þá var laxinn enn á og ég fór að súmmera upp stöðu mína, athuga hvort ég kæmist ein- hvers staðar niður að ánni. Mér til hryll- ings var ekki sjáanlegt að það mætti heppnast fyrr en nærri enda gljúfursins. Ég yrði þá að leiða laxinn ofan af klettun- um. Það voru einhverjar hugsanir á borð við: „Andskotinn!“ að fljúga um koll minn, er flugan kom siglandi upp úr djúp- inu og ég þakka fyrir að fá hana ekki í mitt eigið kjaftvik. Laxinn var farinn, en ég sat titrandi eftir. Og minningin lifír. 8 VEIÐIMAÐURINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.