Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Síða 16

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Síða 16
Síðasti dagur maímánaðar var að kvöldi kominn og aðeins nokkrar klukkustundir þar til veiðisumarið 1993 gengi í garð og næsta ótrúlegt að hugsa til þess að síðast er ég renndi fyrir lax sýndi dagatalið 19. september. Þann dag setti ég rétt sem snöggvast í þrjá laxa á Portlandsbragðið í Stangarhyl í Langá og lauk veiðitímabil- inu sæll og glaður. Að vísu tók ég smáfor- skot á sæluna 1. apríl sl. er ég fékk leyfi til að kasta aðeins í Elliðaámar til að gera myndband um Portlandsbragðið, sem ég ætlaði að nota í fyrirlestri á opnu húsi það kvöld. Þá gerðist það á Breiðunni fyrir ofan veiðihúsið að myndarlegur hoplax greip Green Butt einkrækjuna mína þannig að myndbandið varð raunverulegt kennslutæki og vakti mikla hrifningu við- staddra í troðfúllum salnum. Það verð ég að segja að sjaldan hef ég orðið eins hissa og þegar ég sá þá klassísku töku og það sem meira er, Friðrik Guðmundsson myndatökumaður, sem sjálfur er vanur veiðimaður hafði ekki hugmynd um að hann hefði náð tökunni fyrr en hann fór að skoða myndbandið í tækjunum upp á Stöð 2. Það æxlast stundum svo hlutimir, að maður nær á einni mínútu, því sem kvik- myndagerðarmenn eyða dögum og jafnvel vikum í að leita efltir, hinni fullkomnu töku. En nú var sem sagt komið að óska- stundinni afltur. Við höfðum fjórir félag- amir upp á Stöð, ég, Páll Magnússon, Ólafur E. Jóhannsson og Magnús E. Kristjánsson keypt okkur veiðileyfi í Norðurá í fyrsta holli efltir opnunardagana svona bara til að ná úr okkur hrollinum efltir veturinn, reyna græjumar og kannski var von til þess að ná laxi í soðið, þó að það skipti kannski minnstu máli. En það er ekki íjarri lagi að lýsa andlegu ástandi okkar félaganna sem óstöðugu síðustu dagana fýrir opnun. Hver minnsta frétt um að lax hefði sést einhvers staðar á Norður- hveli jarðar fór sem leifltur um húsakynnin á Lynghálsi og væm menn ekki á staðnum vom þeir rifnir út af merkilegustu fundum til að segja þeim tíðindin. Og viðbrögðin vom á Richter-skala, allt frá „Guð minn almáttugur” niður í „nú ma'r verður bara að fara bak við bíl til að beita.“ Það er óhætt að segja að hver frétt af einum laxi hafi í hugum okkar orðið að torfu af risa- löxum, sem biðu þess eins að ryðjast inn í Norðurá til að fagna þeim matseðli sem biði þeirra á línuendunum okkar að kvöldi þriðja júní. Það dró á engan hátt úr bjart- sýninni þótt þær fréttir bæmst að opnunar- dagar stjómarinnar hefðu aðeins gefíð 4 laxa. Þriðji júní rann upp bjartur og svalur. Við vomm komnir á réttum tíma upp að veiðihúsi og eftir að Dóri veiðivörður hafði dregið kom í ljós að við áttum að byrja á Fossasvæðinu. Þá hafði hlýnað til mikilla muna efltir kulda síðustu daga og skilyrðin eins hagstæð og hugsast gat. Ain í gullvatni og vatnshitinn, sem við mæld- um á leiðinni yfír var tæpar 8 gráður. Þetta þýddi bullandi Portlandsbragðstökur og ekkert annað. Efltirvænting okkar félag- anna fyrsta klukkutímann er við renndum hverri flugunni á fætur annrri yfír spegil- fagra Eyrina, var slík að menn héldu niðri í sér andanum. A móti okkur veiddu feðg- amir Snæbjöm Kristjánsson og Kristján sonur hans, þaulvanir og duglegir. En það var sama hvað þessi veiðimannahópur bauð uppá konungur laxfiskanna leit ekki við neinu og ekkert sáum við til ferða hans. Það vom engu að síður glaðir og þægilega þreyttir veiðimenn sem komu upp í hús og glöddust yfir þeim fréttum að Hermann Jónsson og félagi hans Walter Lenz hefðu landað fallegum físki á Stokk- hylsbroti. Að loknum glæstum kvöldverði settust menn að spilum og tafli og létu fara vel um sig og horfðu með lotningu á þá fegurð sem blasti við út um gluggann úr stofunni. 14 VEIÐIMAÐURINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.