Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Síða 17
Fallegt stökk. Ljósm. J.S.A.
í þann mund, sem menn voru að fara að
taka á sig náðir líklega upp úr eitt urðum
við vitni að stórbrotnum náttúrufyrir-
bærum. Hann var að breyta um átt.
Sunnanskýin með rigningu komu upp
Norðurárdalinn, þar sem norðanþræsingur
tók á móti þeim og blés sunnanrign-
ingunni á okkur úr norðri. I sama mund
tóku menn eftir því að áin, sem um kvöld-
ið hafði verið blátær var að breytast í litað
stórfljót svo að braut á Tvíburunum. Menn
skildu í fyrstu ekkert í því hvað væri á
seyði, því að úrkoman hafði engin verið.
En svo rann upp fyrir okkur ljós snjó-
bráðin eftir glampandi sólskin dagsins var
að fossa niður dalinn og vorleysingarnar,
sem höfðu engar verið í kuldum síðustu
tveggja vikna voru byrjaðar. Þetta fengum
við staðfest er við vöknuðum um morg-
uninn, því að áin hafði hækkað um hálfan
til einn metra og orðin ansi súkkulaðilituð.
Við flýttum okkur niður í Laugakvöm, þar
sem við töldum besta veiðivon á mið-
svæðinu í þessum skilyrðum. Þar komst
ég örskamma stund í tengingu við lax á
túbu nægilega til að fá hjartað til að slá
örar, en síðan ekki meir. Hann sló síðan
sporðinum einu sinni í maðk, er honum
var boðinn hann í desert. Næstu dagar
vom svipaðir nema hvað áin hélt áfram
að vaxa og litast þannig að veiðivonin var
heldur lítil. Þó endaði hollið á að slíta upp
eina tíu laxa og menn vom allir alsælir og
ákveðnir í mæta til leiks á sama tíma að
ári, enda næsta víst að þá verði Norðurá
pakkfúll af stórlöxum. IHJ.
VEIÐIMAÐURINN
15