Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Síða 20
Höfuðáhersla
verði lögð á
veiðieftirlit í sjó
Ályktun L.V.
Aðalfundur Landssambands veiðifélaga
var haldin á Blönduósi 10. og 11. júní sl.
og komu félagar og gestir til hádegisverð-
ar að Hótel Blönduósi fimmtudaginn 10.
júní og að honum loknum setti Böðvar
Sigvaldason, formaður fundinn. Fundar-
stjóri var kjörinn Ófeigur Gestsson, bæjar-
stjóri á Blönduósi og ritarar þeir Jón Guð-
mundsson, Fjalli og Óðinn Sigþórsson,
Einarsnesi. Formaður kjörbréfanefndar
var Ævar Þorsteinsson, Enni.
Mættir voru um 40 fulltrúar frá veiðifé-
lögum víðsvegar um land. Fundinum var
slitið seinni hluta föstudags 11. júní og
óskaði formaður félögum góðrar heim-
ferðar.
- í ítarlegri skýrslu Böðvars Sigvaldason-
ar, formanns LV sem dreift var fjölritaðri
á fundinum, greindi m.a. frá endurskoðun
lax- og silungsveiðilaga, laxveiðinni 1992,
þróun veiðileigu 1991 og 1992, virðis-
aukaskattsmálum, kynningu og markaðs-
setningu íslenskra veiðivatna í útlöndum,
ferðamálaráðstefnu, laxveiðikvótakaup-
um, alþjóðlegu samstarfi um laxavemd,
veiðieftirliti í sjó, fiskeldi og hafbeit, af-
réttarvötnum og veiðiréttindum, nám-
skeiði um nýtingu á ám og vötnum, Veiði-
málanefnd og Veiðimálastofnun, sam-
skiptum við LFH og LS, silungsverkefni
og fleiru.
Amaldur Mar Bjamason, atvinnumála-
18
VEIÐIMAÐURINN