Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Page 23

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Page 23
Fallegur fengur á Efrahorni í Sogi. Ljósm. J.S.A. 1993 leggur áherslu á að kaupin á laxveið- kvóta Færeyinga sé mikið nauðsynjamál fyrir alla hagsmunaaðila, svo sem veiði- réttareigendur og hafbeitarstöðvar. Fundurinn telur eðlilegt að Fiskrækta- sjóður taki þátt í að greiða fyrir þennan kvóta en jafnframt er lögð áhersla á að hafbeitarstöðvar greiði líka fyrir kvótana að sínum hluta.” Þakkir til banka fyrir boðsferðir í lax- veiði „Aðalfundur Landssambands veiðifé- laga, haldinn á Blönduósi 10. - 11. júní 1993 bendir á að íslendingar verði að leita allra leiða til þess að efla hér atvinnu og auka hagvöxt. Fundurinn bendir á mikilvægi ferða- þjónustu í þessu sambandi og að engir skili jafn miklum tekjum inn í landið og erlendir veiðimenn. Fundurinn þakkar ráðamönnum banka og annarra fyrirtækja fyrir að bjóða er- lendum viðskiptavinum til laxveiða á Is- landi og vekur athygli á þeirri íslands- kynningu sem þar fer fram. Mörg dæmi eru um að slíkar boðsferðir leiði af sér stórfelld viðskipti og miklar gjaldeyris- tekjur inn í landið.” Kynningar-og markaðsleit Aðalfundur Landssambands veiðifé- laga, haldinn á Blönduósi 10. - 11. júní 1993 felur stjóm sambandsins að efla markaðsleit og kynningu íslenskrar lax- og silungsveiði erlendis eftir því sem að- stæður leyfa. Aðalfundurinn felur stjóm LV að leita eftir góðri leið í þessu efni í samvinnu við aðildarfélögin, Ferðamálaráð og hags- munaaðila í ferðaþjónustu um fram- kvæmdina. Fundurinn vill, þó að hver og einn aðili innan LV hafi með sín kynningar- og sölu- mál að gera, að landssambandið leggi sitt af mörkum eins og kostur er. Greinargerð: Aukin sala til erlendra veiðimanna kemur ekki aðeins þeim ám sem hana stunda til góða, heldur einnig öðmm félögum, þar sem öll slík sala minnkar framboð veiðileyfa á hinum þrönga markaði innanlands. A síðasta starfsári var stigið skref til undirbúnings og framkvæmda á þessu sviði og vill fundurinn þakka það og hvetur stjóm til að halda áfram á þeirri braut. VEIÐIMAÐURINN 21

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.