Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Qupperneq 24

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Qupperneq 24
Minningar um góðan félaga Það riljaðist upp fyrir mér ein veiðiferð sem við fórum saman í, Jóhann heitinn Þorsteinsson ásamt fleirum í Haukadalsá, fyrir allmörgum árum. Þessi upprifjun átti sér stað við það að lesa nýútkomna bók eftir Kristján Gísla- son „Ain niðar“, þar sem hann minnist Jó- hanns heitins og lýsir mannkostum hans á varfæmislegan og smekklegan hátt, sem hans er von og vísa. Ég vil nota tækifærið og þakka Kristjáni fyrir hans ljúfu hug- leiðingar um veiðiskap almennt, í fyrr- nefndri bók og mættu sjálfsagt margir veiðimenn láta huga sinn reika um eigið hugskot, varðandi ýmsar þær sögur og hugleiðingar sem hann er að tíunda fyrir „frænda“ sínum. Svo ég snúi mér að veiðiferð okkar Jó- hanns í Haukadalsá, þá vomm við heppnir með vatn og veður, alla vega ef miðað er við þann árstíma er við dvöldum þarna, sem gjaman getur verið rysjóttur þegar kemur fram að haustdögum. Það var komið fram á síðasta dag og höfðum við veitt allvel, komnir á land 8 laxar að mig minnir, en nú vomm við staddir við veiði- stað sem heitir „Vilki“ og er næst efsti staðurinn neðan við Haukadalsvatn, mjög skemmtilegt flugufljót. Jóhann byrjaði að . kasta efst í fljótinu en ekki þori ég að á- byrgjast að hann hafí byrjað með flugu, sem hann nefndi Rauðhettu en þó finnst mér að svo hafi verið, en flugan var númer 8 og línan var hægsökkvandi. Ég settist á þúfu skammt ffá ánni, það langt frá að ég hvorki tmflaði Jóhann við köstin né að ég væri í nokkurri hættu frá flugunni í bakkastinu. Þama sat ég í nokkra stund og fylgdist með félaga mínum og dáðist að því hve fallega hann útfærði köstin og hvað flugan lenti létt á vatninu. Hann var kominn niður á móts við mitt fljótið er ég sá að fiskur reis á fluguna en tók ekki. Jó- hann kastaði nokkur köst til viðbótar, en ekkert gerðist svo hann dró í land og skipti um flugu og setti á Mörtu nr. 10 og bjó sig undir að kasta á blettinn þar sem fiskurinn reis fyrr. Varla var flugan lent, þegar fiskur hremmdi hana og sáum við strax að þama var á ferðinni vænn fiskur. - Hófst nú baráttan við að þreyta laxinn, en í upphafi tók hann mikla roku en þumbaðist síðan góða stund, en lagðist síðan eins og við stjóra í miðri ánni. Jó- hann var sérfræðingur í því að losa fiska frá botni, þar sem þeir höfðu lagst eins og í þessu dæmi. Hann barði með handarjaðr- inum á stöngina framan við handfangið og eftir nokkur högg fór fiskurinn af stað aft- ur, en það stóð ekki lengi því laxinn fann brátt annan stað, sem hann lagðist á, á ný en nú dugði ekki að lemja á stöngina, því nú haggaðist hann ekki. Eftir alllanga ár- angurslausa baráttu, var ákveðið að tína 22 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.