Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Síða 25

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Síða 25
saman nokkra steina og reyna að hrekja hann af stað, þetta tókst eftir nokkur vel- heppnuð köst. Fiskurinn seig af stað og þumbaðist nokkra stund, en lagðist síðan aftur á svipaðan stað og áður. En hann fékk engan ffið, því aftur var hafist handa að kasta að honum steinum og endaði þessi barátta með uppgjöf hans þegar hann strandaði á réttum kili við litla eyri nálægt vesturbakkanum. Ég óð aftur fyrir fiskinn og sporðtók hann og bar hann upp á bakk- ann og flýtti mér að ljúka dauðastríði hans. Þessi barátta hafði þá staðið í fullar 50 mínútur, en eftir lá á bakkanum 15 punda hrygna, ljómandi falleg en löngu gengin. Ég reis upp frá laxinum og tók í hönd Jóhanns og óskaði honum til ham- ingju með þennan fallega feng, en tók þá eftir að hann var óvenju þögull. - Rann þá upp fyrir mér að ég hafði brotið stórlega af mér, gagnvart mínum elskulega félaga. Ég hafði gleymt mér í þessari hörðu bar- áttu hans við fiskinn. Ég býst við að hann hafi verið miklu afslappaðri og rólegri heldur en ég, sem sjálfsagt hef snúist eins og skopparakringla á bakkanum umhverf- is hann. En ég hafði gleymt þeirri sið- venju, sem Jóhann hafði tamið sér og ég vissi mætavel um. Hann vildi ekki láta hjálpa sér við löndun, hann taldi að veiði- maðurinn ætti sjálfur að sjá um löndunina, þar sem því væri við komið, fiskurinn ætti að hafa sem jafnastan hlut á móti veiði- manninum til síðustu stundar, án utanað- komandi hjálpar. - Eftir að þetta hafði runnið upp fyrir mér bað ég minn kæra fé- laga afsökunar á framhleypni minni, en hann af sinni alkunnu hógværð veitti mér fyrirgefningu á framhlaupi mínu. Síðan settumst við á bakkann og skáluðum í ein- um bættum öl og skeggræddum um þessa mögnuðu hrygnu sem við höfðum nýland- að og hvað fiskar gætu verið mishugvits- samir í baráttu sinni við ofureflið. Eftir smá þögn segir Jóhann: „Mikið hefði þessi hrygna átt skilið að fá frelsi sitt aftur og það get ég sagt þér Dóri, að hefði ég verið hér einn þá hefði hún farið aftur í ána“. - Ég hef oft hugsað til þessara orða Jóhanns og hefur það ofit hvarflað að mér að nær væri, áð geta stungið fallegum hrygnum í kistu til klaks, til varðveislu á þeim. Það er í flestum ám, sem hafin er klakveiði strax að loknum veiðitíma og þá ofit með misgóðum árangri, sem eðlilegt er vegna erfiðara tíðarfars og þá ekki síður vegna anna hjá bændum, þar sem réttir og sláturtíð standa sem hæst. Þá kæmi það sér vel fyrir þá, að geta gripið til þeirra fiska, sem varðveittir hafa verið frá seinni hluta veiðitímans og þá sennilega hrygnur, ffekar í stærri kantinum. Svo ég víki nú aftur að félaga mínum Jóhanni, þá finn ég mig knúinn til að skýra frá því, að hann renndi aldrei færi fyrir lax efitir þessa ferð okkar í Hauka- dalsá. Hvort þetta atvik, sem ég greindi frá hér að framan, hafi valdið því að hann hætti veiðiskap á laxi læt ég ósagt um, en óneitanlega finnst mér ég eiga nokkra sök á. Þótt Jóhann hafi hætt laxveiði eftir þetta, þá var hann samt ávallt tilbúinn að aðstoða menn og leiðbeina við veiðar og ég veit að hann hélt áfram að hnýta flugur og útbýtti þeim gjaman til vina og kunn- ingja og fór ég ekki varhluta af þeirri rausn hans. - Einn þátt í fari Jóhanns verð ég að nefna, en það var hvað hann átti gott með að laða að sér böm og unglinga. Hann var óþreytandi að benda þeim og sýna þeim náttúmna, hvort heldur það vom fuglar, blóm eða annað sem henni við kom og féll þetta í góðan jarðveg hjá unga fólkinu. Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri að sinni, en ég hefði getað minnst á margt fleira í fari Jóhanns, sem eflaust margir veiðimenn hefðu mátt temja sér. Halldór Þórðarson VEIÐIMAÐURINN 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.