Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 36

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 36
Eftir Guðna Guðbergsson Stórlaxalöndun í Hrúthólma í Laxá í Aðaldal. Ljósm. J.S.A. Inngangur Rannsóknir á seiðabúskap Laxár 1 Að- aldal hafa farið fram árvisst frá 1984 (Tumi Tómasson 1985, 1987, 1988, 1989 og 1991). Þá hefur verið metinn þéttleiki seiða í ánni og aldursskipting þeirra. Auk þessa hefur verið fylgst með aldurssam- setningu veiðinnar eftir hreisturlestri. Til- raunir hafa verið gerðar með bætt bú- svæði fyrir seiði. Þá hefúr verið sett grjót í ána sem eykur flatarmál botnsins og myndar skjól fyrir seiði og fæðudýr og hafa þessar aðgerðir gefið góða raun (Tumi Tómasson 1991). Veiðiskýrslur eru til úr Laxá áratugi aft- ur í tímann og hafa þær verið notaðar til að skýra samsetningu veiðinnar og við gerð spálíkana fyrir laxveiði (Scamecchia 1984; Magnús Þór Hafsteinsson og Tumi Tómasson 1989; Jónas Þór Þorvaldsson 1991). Þá hafa veiðiskýrslur verið lagðar til grundvallar við samanburð á samspili umhverfisþátta og veiði (Guðni Guð- bergsson 1989; Jónas Þór Þorvaldsson 1991; Þórólfur Antonsson o.fl. 1992). Góðar veiðiskýrslur em homsteinn þess að hægt sé að fylgjast með breytingum í veiði, orsökum þeirra og árangri af fisk- ræktaraðgerðum. Talsverðum íjölda seiða hefur verið sleppt í Laxá á undanfömum ámm, til fiskræktar. Þar er um að ræða seiði allt frá smáseiðum og upp í gönguseiði. A seinni ámm hefur nokkur hluti gönguseið- anna verið merktur til að auðvelda mat á árangri, aðferðum við sleppingar og á- vinningi af þeim. Þær rannsóknir sem gerðar vom á síð- astliðnu sumri og greinir frá í þessari sam- antekt, em mat á þéttleika og stærð seiða í 35

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.