Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 41

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 41
Frá Þvottastreng í Laxá í Aðaldal. Ljósm. J.S.A. legu máli varðandi þéttleika og fram- leiðslu seiða. Langflest þeirra seiða sem veiddust voru á öðru sumri (1+). Það gef- ur til kynna að tveggja ára seiðin hafa gengið út þá um vorið og var hlutfall þeirra í rafveiðunum lægra en verið hefur undanfarin ár. Flest þeirra tveggja ára laxaseiða sem veiddust voru kynþroska smáhængir. Vöxtur seiða í Laxá er mikill samanborið við aðrar laxveiðiár. Þar var meðallengd 0+ seiða að hausti 4.8 sm, 1+ 10.4 og 2+ 13.8. Til samanburðar þá voru meðallengdir 1+ seiða í Hofsá í Vopna- fírði 6.8 sm, 2+ 9.0 sm og 3+ 10.5 sm 1992 (Þórólfur Antonsson 1993). Til að fá samanburð á þéttleika seiða í Laxá milli ára var litið á eins árs seiði en það er sá árgangur sem er allur í veiðan- legri stærð með rafveiði. Vorgömul seiði veiðast almennt illa vegna smæðar og eru oft hnappdreifð. Samanburður á þéttleika þeirra er því hæpinn. Hluti tveggja ára seiðanna getur hafa gengið til sjávar og hluti hænganna orðinn kynþroska sem smáhængar í ánni. Fram kemur að þétt- leiki eins árs seiða nú er sá mesti sem ver- ið hefur frá 1986 og að nokkur munur er í þéttleika seiða milli ára. Allar líkur eru til þess að þau seiði sem nú eru eins árs gangi út næsta vor. Athygli vekur hve hlutdeild laxa í veiði með tvö ferskvatnsár er lág en það er sá aldur seiða sem virðist uppistaðan í framleiðslu Laxár ef marka má rafveiðar. Um getur verið að ræða að dánartala þeirra sé hærri en eldri seiða eða þá að hlutfallsleg framleiðsla Laxár sé ekki meiri í þeirri veiði sem þar kemur fram. Mjög hátt hlutfall veiðinnar í Laxá veiðist neðan Æðarfossa og næstu tveimur veiðisvæðum ofan við. Þetta gæti gefíð til VEIÐIMAÐURINN 39

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.