Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 45

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 45
Spegilfagurt sumarkvöld í Aðaldal. Ljósm. J.S.A. verður það sama og var úr sleppingu 1990 má búast við 104 stórlöxum. Ef þær for- sendur standast má búast við að slepping- in í heild skili 447 löxum í veiði og þá fer kostnaður á hvem veiddan físk úr göngu- seiðasleppingum niður í 5.450 kr. Ef gert er ráð fyrir að sleppingar seiða í Laxá séu hrein viðbót við veiði og að afli náttúru- legs lax hafi verið sá sami, hefði veiðin í ánni verið 1915 laxar ef slepping hefði ekki komið til. Líklegt er þó að afli hefði verið eitthvað meiri því þá hefði sókn á hvem fisk aukist og þar með væntanlega einnig afli. Sumarið 1992 var sleppt 36.900 göngu- seiðum í Laxá. Hluti seiðanna var ör- merktur og vom sleppiaðferðir svipaðar og viðhafðar vom 1991. Þessar slepping- ar eiga að gefa endurheimtur í veiði 1993 og samanburð við endurheimtur 1992. Auk þessara sleppinga var sleppt 40.000 seiðum sem vom að meðaltali um 21 g að þyngd (Bjöm Jónsson munnl. uppl.). Seiðunum var sleppt 21.- 23. október og falla því undir það sem kallað hefúr verið haustseiði. Líta verður á þetta sem tilraun og verður úr skorið um endurheimtur og tilkostnað í samanburði við gönguseiðin. Af þessum seiðum vom 9.000 örmerkt og sleppt í þremur hópum á mismunandi stöðum í ánni. Hugmyndin er að prófa hvort hægt sé að sleppa smærri og ódýrari seiðum að hausti, sem þó fái náttúrulega birtu og hitastig í ánni án þess að taka þaðan fæðu að ráði í samkeppni við nátt- úrulegan fisk. Endurheimtur merkja ættu að geta skorið úr um hvemig til tekst. Þó hægt sé að auka veiði með seiðaslepping- um er líklegt að endurheimtuhlutfall verði sveiflukennt og fari efitir umhverfísað- stæðum eins og endurheimtur náttúmlegra seiða í ánum og veiðin gera. VEIÐIMAÐURINN 43

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.