Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Blaðsíða 55
ar Bender og Guðmundur Guðjónsson rit-
stýra, hefur komið út á hverju ári síðan
eða '89,'90 og'91.
„Hann er á !“ (1988) eftir Þröst Elliða-
son.
„Lífsgleði á tréfæti með byssu og
stöng“ (1989) eftir Stefán Jónsson, alþm.
„Vatnaveiðibókin" (1989) eftir Guð-
mund Guðjónsson.
„Þessu trúir enginn!" (1989) Viðtals-
bók, gefin út af Stangaveiðifélagi Reykja-
víkur í tilefni af 50 ára afimæli félagsins.
„Laxá á Ásum“ (1989), sem Páll S.
Pálsson og fleiri ritstýrðu.
„Hvítá“ (1989) myndabók Hjálmars R.
Bárðarsonar, fjallar um vatnasvæði Ölfús-
ár-Hvítár.
„Vatnsdalsá“ (1990), en Gísli Pálsson
hafði umsjón með útgáfúnni.
„Með fiskum og flugum“ (1990), bók
eftir Kristján Gíslason.
„Leyndardómur laxveiðanna“ (1990)
eftir Ólaf E. Jóhannsson.
Auk þess er stundum í minninga- og
viðtalsbókum vikið að þessu efni, eins og
í „Glampar í fjarska á gullin þil“ (1985)
eftir Þorstein Guðmundsson, Skálpastöð-
um og „Leiftur frá landi og sögu“ (1985),
viðtalsbók Jóns R. Hjálmarssonar.
TÍMARIT
Nokkur tímarit hér á landi hafa sér-
stöðu, vegna þess að þau fjalla einvörð-
ungu um veiðiskap og veiðivötn. Fyrst
ber að nefna tímaritið „Veiðimaðurinn“,
(stofnsett 1940), með alls 141 hefti til
þessa. Ritið var lengi eini vísi vettvangur
skrifa um sportveiði og veiðivötn hér á
landi. Efnisyfirlit Veiðimannsins (1991),
tímabilið 1940 - 1989, sýnir vel öflugt rit
af fróðleik og skemmtun fyrir áhugamenn
um veiðimál, raunar merkt heimildarrit á
þessu sviði. Auk þess hafa sum önnur
stangaveiðifélög gefíð út félagsblað, eins
Forsíða af 100 tölublaði Veiðimannsins í
nóvember 1978, undir ritstjórn Víglundar
heitins Möller.
og Stangaveiðifélag Keflavíkur og Ar-
menn.
Auk þessa, koma út „Sportveiðiblaðið"
(stofnsett 1981) og „Á veiðum“ (stofnsett
1984), en bæði ritin hafa verið með ágætt,
fjölbreytt efni um veiðimál og skotveiði.
Ennfremur má í þessu sambandi nefna
önnur rit, sem af og til hafa birt greinar
um þessi efni: Tímritið „Frcyr“ og „Hand-
bók bænda“, sem Búnaðarsamtökin gefa
út og „Ægir“, blað Fiskifélags íslands.
„Vötn og veiði“ 12 hefti, 564 bls. með
upplýsingar um 420 veiðivötn víðsvegar
um land, sem út komu á árunum 1980 til
1991 í ritstjóm Hinriks A. Þórðarsonar.
Utgáfa þessi er fmmsmíð, brautryðjenda-
verk af þessu tagi hér á landi. Einnig má
minna á handbókina „Islenskar laxveiði-
ár“ (1988). Landssamband veiðifélaga
gaf hvorttveggja út.
Að síðustu má nefna landkynningar-
VEIÐIMAÐURINN
53