Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 61

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 61
Jötnabrúarfoss í Grímsá. Ljósm. Rafn Hafnfjörð. Lög SVFR Ég vil endurtaka þakklæti mitt til Guð- mundar íyrir að koma þó þessu lítilræði frá aðalfundinum á framfæri og ganga þar fram fyrir skjöldu vinar síns og kollega, þó svo að ég álíti Olaf Jóhannsson, rit- stjóra „A veiðum“, vel færan um að svara sjálfur fyrir sig. En lítum eilítið nánar til skrifa Ólafs um bændur við Grímsá í 137. tbl. Veiði- mannsins og ummæla minna á aðalfundin- um um greinina sem ég kallaði, að mig minnir, stórslys fyrir Stangaveiðifélagið sem gefur út Veiðimanninn og er þar af leiðandi, að mínu mati, í ábyrgð fyrir öll- um meiriháttar málefnum sem þar birtast. Enda er merki SVFR sem eins konar gæðastimpill við allar slíkar greinar. Ein aðalástæðan fyrir gremju minni vegna þessarar greinar er sú að í lögum SVFR stendur: 2. gr. „Að stuðla að félags- lyndi og góðri samvinnu meðal stanga- veiðimanna, svo og góðri samvinnu við veiðiréttareigendur“. Og þá spyr ég Guð- mund Guðjónsson og hlutaðeigandi hvort hér hafi verið rétt að málum staðið með birtingu þessarar greinar í málgagni SVFR? Segir ekki máltækið „Maður líttu þér nær“? Eða vitnandi í hina helgu bók um flísina í auga bróður þíns og bjálkann í þínu eigin. Hefði ekki verið nær að nota málgagnið okkar til að setja ofan í við alla þá stangaveiðimenn sem eru að brjóta af sér með ólöglegum veiðiaðferðum, eða eru sífellt að ganga á svig við hinar ó- skráðu siðareglur góðra sportveiðimanna, sbr. 1. kaflann í bókinni „Vatnavitjun“ eftir Guðmund Guðjónsson, þar sem hann nefnir nokkur all hrikaleg dæmi? Veiðivarsla Ég hef veitt í Grímsá nokkrum sinnum og aldrei mætt þar öðru en fyllstu kurteisi, tillitssemi og alúð þeirra sem þar búa. VEIÐIMAÐURINN 59

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.