Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Qupperneq 63
Veiðimaðurinn hefur margoft yljað mér
um hjartarætumar á dimmum skammdeg-
iskvöldum og enn þann dag í dag gríp ég
til gamalla blaða, því þama er að fínna
heimildir og fróðleik frá upphafi stanga-
veiði á Islandi.
Það er rétt hjá Guðmundi að útlitshönn-
un blaða og tímarita hefur fleygt mjög
fram hin síðari ár, en heldur finnst mér hin
klassískari og vandaðri blöð fara varlega í
útlitsbreytingar og þá einkum ásjónu sína,
- forsíðuna. Vil ég nefna sem dæmi:
Time, Newsweek, Stem, Der Spiegel og
að lokum blaðið sem Guðmundur starfar
hjá, sjálft Morgunblaðið. Það hefur verið
með sama letrið á forsíðunni í 80 ár!
Völvur og tölvur
Þá gagnrýndi ég á aðalfundinum fyrirferð-
ina í völvu- og tölvuspá blaðsins, sem
Guðmundur undrast og segir sig og fleiri
lesa og hafa gaman af. Ég skrifaði það
einhvem tíma í Veiðimanninn að ég færi
til veiða til að flýja allt fjölmiðlafárið,
hraðann og streituna sem fylgir borgarlíf-
inu. Mig minnir að ég hafi hnýtt aftan við
þessar hugleiðingar að ég mundi hætta
stangaveiði þegar tölvumar tækju þar
einnig við, eins og er að verða í öllu okkar
daglega amstri.
Ég held að ég muni standa við þessa á-
kvörðun mína Guðmundur, ef tölvur eða
svo ég tali nú ekki um völvur, eiga að
segja mér íyrir um veiði. Nei, fyrir alla
muni firrið ekki okkur sérvitringana þeirri
ánægju að Qasa um framtíðar veiðihorfur
og þá í mesta lagi með upplýsingum frá
sérfræðingum Veiðimálastofnunar eins og
verið hefur.
í þessum 6 blöðum sem nýja ritnefndin
hefur staðið að eru teknar 19 bls. undir
„Völvu og tölvuspár“! Mundi ekki ein
síða í blaði nægja til friðþægingar þeim
sem hafa gaman af þessum leik?
Forystugreinarnar
Að lokum segir Guðmundur mig hafa á
ómaklegan hátt, verið að bera saman for-
ystugreinar Víglundar og Magnúsar forð-
um og nýja ritstjórans Ingva Hrafns og ég
hafí verið með bamalegan samanburð á
því hver skrifi betur. Bregst þér ekki þama
bogalistin með stílvopninu kæri Guð-
mundur og er þama ekki skotið yfír mark-
ið?
Ekki minnist ég þess að hafa borið sam-
an ritsnilli fyrrverandi og núverandi rit-
stjóra. Aftur á móti bar ég saman lengd
forystugreina þeirra og endurtek það hér
að ég vildi gjaman sjá tveggja og hálfrar
síðu forystugreinar firá Ingva Hrafni, eins
og frá fyrrverandi ritstjómm, en ekki að-
eins hálfa síðu eins og verið hefur í þeim 6
blöðum sem hann hefur ritstýrt. Þama var
ekki verið að gagnrýna núverandi ritstjóra
fyrir ritstíl eða efnistök nema síður sé,
þegar kallað er eftir meiri skrifum frá hon-
um.
Forsíðurnar
Þó þér, kæri Guðmundur, finnist forsíð-
ur síðustu blaða fallegri og nýtískulegri og
birtir litmyndir af tveimur forsíðum máli
þínu til stuðnings, þá er ég þér alls ekki
sammála og æski einnig að fá birtar tvær
forsíður t.d. nr. 131 og hina litskrúðugu nr.
135, sem ég nefndi hér fym Það má sjálf-
sagt öllu nafn gefa og kalla það nýtísku-
legt útlit að setja litaborða og letur (efnis-
yfírlit) ofan í fallegar forsíðumyndir. En
mér sem ljósmyndara og útlitshönnuði
fínnst þetta bæði ljótt og óþarft. Ég sé
engin skynsamleg rök fýrir því að vera
með efnisyfírlit á forsíðu og síðan aftur á
tveimur síðum inni í blaðinu! Er ekki ein
síða yfrið nóg fyrir ekki stærra blað?
Fræðsluefni
Viðvíkjandi efnisútvegun í svona blað,
þá veit ég að það er erfítt verk, þrátt fyrir
VEIÐIMAÐURINN
61