Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 65

Veiðimaðurinn - 01.06.1993, Side 65
Kryppa í Austurá í Miðfirði. Ljósm. R.H. Ármaður gengur frá veiðihúsi hreinu, virðir vel bónda og lokar hliðinu á eftir sér“. Félagsfundir Heldur fínnst mér hvimleitt að þurfa að eyða tíma og dýrmætu rými Veiðimanns- ins í svona skrif, en það var ekki ég sem gaf upp boltann hér á síðum blaðsins. Og þó einnig sé óæskilegt að eyða tíma í svona mál á aðalfundum félagsins, þá hlýtur það að vera réttari vettvangur, því það hefur ekki enn verið gefinn kostur á því í annan tíma, þrátt fyrir síendurteknar óskir mínar á undanfomum aðalfundum um að halda í það minnsta einn almennan félagsfund milli aðalfunda. Æskilegur tími fyrir slíkan fund væri um miðjan maí, rétt fyrir laxveiðitímann, þar sem gerð væri grein fyrir sölu veiði- leyfa og lögð væri fram fjárhagsáætlun fram til næsta aðalfundar. Vissulega gætu komið þar fram einhverjar hugmyndir til hagræðingar og jafnvel bættrar afkomu. Einnig má benda á, að þegar fram kem- ur einhver málefnaleg gagnrýni á störf stjómar, ritnefnd blaðsins eða annað á að- alfundi, þá ætti í öllum tilvikum að taka slíkt fljótlega fyrir á stjómarfundi og bjóða viðkomandi til slíks fundar. Það mundi bæði spara tíma og oft á tíðum koma í veg fyrir misskilning og jafnvel misklíð milli vina. Góðir og gegnir félagar SVFR eiga annað og betra skilið. Með þakklæti fyrir annars ágætt síðasta blað nr. 140. VEIÐIMAÐURINN Rvk. 5. maí 1993, Rafn Hafnfjörð 63

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.