Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 7

Gerðir kirkjuþings - 2021, Page 7
7 Á þessu kirkjuþingi eru nú 38 mál. Ánægjulegt er að geta þess að langflest málanna voru lögð fram með þeim fjögurra vikna fresti sem áskilinn er í þingsköpum. Málin hafa verið í opinni samráðsgátt til kynningar og kostur gefinn á framlagningu umsagna. Hafa borist nokkrar umsagnir um tiltekin mál. Þá hefur sá háttur nú verið hafður á að öll þingmál eru birt á opnum vef kirkjunnar í stað þess að vera í aðgangsstýrðu gagnaherbergi. Það er mat forseta að það hafi leitt til þess að fleiri sýna nú áhuga á þingmálum þegar þau eru svo aðgengileg öllum. Nú skal farið yfir helstu viðfangsefni þessa fráfarandi kirkjuþings þ.e. fyrir tímabilið 2018-2021. Sameiningar prestakalla Á þessu kjörtímabili hófst umfangsmikil skipulagsbreyting á prestakallaskipan landsins með sameiningum og stækkun prestakalla í dreifbýli jafnt sem þéttbýli. Segja má að sú vinna hafi byrjað árið 2018 með stefnumörkun biskupafundar sem birt var það ár í nýrri samráðsgátt á opnum vef kirkjunnar. Í þessu sambandi má minna á þá stefnumörkun um framtíðarskipan sókna, prestakalla og prófastsdæma sem kirkjuþing samþykkti árið 2000 og sem enn er í gildi. Þá samþykkti kirkjuþingið sama ár að gerð skyldi tilraun með starfrækslu Grafarvogssóknar og Grafarvogsprestakalls í óbreyttri mynd frá 1. janúar 2001, að telja. Söfnuðurinn og prestakallið hafa starfað undir óbreyttu skipulagi síðan og er þetta fjölmennasta þjónustueining kirkjunnar í dag. Verkefnið hefur gefist vel. Telja verður að reynslan af því að hafa prestaköllin stærri, þ.e. með tveimur eða fleiri prestum sé góð og æskilegt er að áfram verði haldið á sömu braut, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Stefnumótun. Eins og áður sagði var á kirkjuþingi 2019 samþykkt að ráðast í stefnumótunarvinnu fyrir þjóðkirkjuna. Haldinn var stefnumótunarfundur þjóðkirkjunnar 6. febrúar 2021, með þátttöku u.þ.b. 100 manns. Megin áhersluþættir sem fram komu á þeim fundi voru eftirfarandi: 1) Efla og bæta æskulýðsstarf. 2)Endurskoða stjórnskipun kirkjunnar. 3) Efla til muna kynningarstarf. 4)Tryggja fjárhagslegt öryggi og gæta að ráðdeild. Þessu til viðbótar voru tilgreindir aðrir þættir s.s. að efla mannauð kirkjunnar, að efla stuðning við einstaka þætti í starfsemi safnaða og efla aðsókn að kirkjunni. Kirkjuþing hefur fylgt þessu eftir m.a. með samþykkt skipulagsbreytinga sem greint verður frá hér. Endurskoðun þjóðkirkjulaga og kirkjujarðasamkomulags. Lyktir fengust á árunum 2019-2021 hvað varðar þá endurskoðun laga um þjóðkirkjuna sem hófst upphaflega á kirkjuþingi árið 2007 eins og áður segir. Í því sambandi skal einnig minnt á að kirkjuþing 2015 kaus þriggja manna viðræðuhóp við ríkisvaldið um fjárhagsleg samskipti ríkisins og kirkju. Viðræðurnar skiluðu þeirri niðurstöðu að gerður var svonefndur viðbótarsamningur ríkis og kirkju við kirkjujarðasamkomulagið frá 1997, til fimmtán ára, sem öðlaðist gildi 6. september 2019. Samhliða var innleidd ný og einfölduð löggjöf um þjóðkirkjuna, samin af fulltrúum kirkjunnar í samvinnu við fulltrúa ríkisins og samþykkt á kirkjuþingi 2020. Löggjöf þessi öðlaðist endanlega gildi 1. júlí sl.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.