Gerðir kirkjuþings - 2021, Side 14
14 15
þjóðanna. Markmið ráðstefnunnar var að sameina ólíkar trúarstofnanir, lífskoðunarfélög
og trúarbrögð um heim allan til aðgerða sem tryggt geta heimsmarkmiðum Sameinuðu
þjóðanna framgang. Íslenskt teymi trú- og lífskoðunarfélaga, umhverfisstofnana og
umhverfissamtaka naut stuðnings ríkisstjórnarinnar við ráðstefnuhaldið og var þátttaka
þjóðkirkjunnar umtalsverð.
Ráðstefnu þessari var svo fylgt eftir með framhaldsfundi 12.-13. október síðastliðinn.
Nú er unnið að því að 5. Umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna sem fram verður haldið í
febrúar á næsta ári lýsi stuðningi við hugmyndina um Heimsbandalag trúarbragða fyrir
jörðina. Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti viðburðinum í Skálholti í fyrra sem
sögulegum og við sem stóðum að henni og tókum þátt í henni erum stolt af því að hafa
lagt þar gott til mála.
Kópavogskirkja og aðrar fréttir af kirkjan.is
Í gær var ég viðstödd samveru í Kópavogskirkju þar sem framkvæmdir hafa staðið yfir
síðastliðin ár. Margir komu að því verki á einn eða annan hátt og voru hlutaðeigandi
færðar að gjöf myndir af gluggum kirkjunnar sem eru eins og kunnugt er eftir listakonuna
Gerði Helgadóttur. Fram kom í máli sóknarnefndarformanns og sóknarprests að kirkja
nyti mikils velvilja sem hefði komið berlega í ljós í þessum framkvæmdum sem voru
miklar og dýrar. Jöfnunarsjóður sókna veitti líka styrki sem um munaði og bið ég þess
að sóknir landsins finni að þær eigi bakhjarl í þessum sameiginlega sjóði sóknanna.
Því miður er hann ekki jafn öflugur og áður var vegna skerðingar sóknargjaldanna sem
voru til viðmiðunar þegar framlagið í sjóðinn var ákveðið á sínum tíma. Vonandi verða
sóknargjöldin leiðrétt eins og unnið hefur verið að lengi en framlagið í sjóðinn mun ekki
leiðrétt verða enda sjóðurinn niðurlagður í þeirri mynd sem áður var og búið að skrifa
undir viðbótarsamkomulagið sem verður þar af leiðandi ekki breytt.
Í upphafi vitnaði ég í fréttir af fólkinu í kirkjunni á heimasíðu þjóðkirkjunnar kirkjan.
is. Margan annan fróðleik er þar að finna sem gefur sýnishorn af því mikla starfi sem
þjóðkirkjan leggur af mörkum um allt land. Þar eru fréttir af því gróskumikla listastarfi
sem fram fer. Tónlistarstarfi, bæði hér heima og þar sem íslenskir organistar halda tónleika
erlendis, myndlistarstarfi, þátttöku fulltrúa kirkju okkar í erlendum vígslum og atburðum,
fermingarbarnamótum, nýju barnaefni í sjónvarpi, starfsemi Skjólsins og söfnuðum á
grænni leið og þeim sem hafa náð settu marki. Þjóðkirkjan leggur sitt af mörkum til að
efla fólkið og auðga lífið. Nærir líkamann, sálina og andann, í trú, von og kærleika.
Einn presta landsins gaf út ljóðabók nýverið. Um hana má líka lesa á kirkjan.is. Sr.
Bragi Ingibergsson yrkir í kvæði sínu Gönguleið viskunnar:
Ég spurði um spádóma forðum
í spekinnar hofi
og leitaði’ að eilífum orðum
í auðnu og lofi: