Gerðir kirkjuþings - 2021, Qupperneq 22
22 23
6. mál. Starfsreglur um fjármál þjóðkirkjunnar.
Með viðbótarsamningi ríkis og kirkju, frá 6. september 2019, fékk kirkjuþing í hendur
fjárstjórnarvald yfir gagngjaldi sem ríkið greiðir kirkjunni vegna afhentra kirkjueigna á
grundvelli kirkjujarðasamkomulags frá 1997. Starfsreglur um fjármál Þjóðkirkjunnar-
Biskupsstofu eru afurð af vinnu Framtíðarnefndar þjóðkirkjunnar, en nefndin er skipuð
fulltrúum sem áttu að sjá um að aðlaga regluverk kirkjunnar að þeim breytingum sem
koma í kjölfar samningsins. Með nýju reglunum kýs nú kirkjuþing nefnd til fjögurra ára í
senn, sem úthlutar styrkjum skv. 2. mgr. 5. gr.
Eftirtaldir aðilar voru skipaðir í úthlutunarnefnd: Aðalmenn: Sr. Gísli Jónasson,
prófastur, Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi ráðherra, Guðmundur Jóhann Jónsson,
forstjóri. Varamenn: Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir,
framkvæmdastjóri og Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra
Auglýsing hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið birtar á vef
kirkjunnar, kirkjan.is.
7. mál. Starfsreglur um starfskostnað vegna prestsþjónustu og prófastsstarfa.
Auglýsing hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið birtar á vef
kirkjunnar, kirkjan.is.
8. mál. Þingsályktun um gjaldskrá um greiðslur fyrir prestsþjónustu.
Gjaldskráin hefur verið birt í Stjórnartíðindum og á vef kirkjunnar, kirkjan.is.
9. mál. Starfsreglur um breytingar á ýmsum starfsreglum kirkjuþings samkvæmt
heimildum í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997, með
síðari breytingum. (Bandormur).
Breytingin laut að hinum ýmsu nauðsynlegu breytingum á starfsreglum kirkjuþings,
fyrst og fremst breytingum í kjölfar viðbótarsamnings þjóðkirkjunnar og ríkisins sem
undirritaður var 6. september 2019.
Auglýsing um breytingarnar hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið
uppfærðar á vef kirkjunnar, kirkjan.is.
10. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr.
1026/2007, með síðari breytingum (Hvanneyri/Reykholt).
Hvanneyrar- og Reykholtsprestaköll, Vesturlandsprófastsdæmi, sameinist í eitt presta-
kall, Reykholtsprestakall.
Auglýsing um breytinguna hefur verið birt í Stjórnartíðindum og starfsreglurnar verið
uppfærðar á vef kirkjunnar, kirkjan.is.
11. mál. Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í
héraði nr. 1026/2007, með síðari breytingum (sóknarmörk).
Málinu var frestað til reglulegs kirkjuþings 2021-2022.